Eva Albrechtsen
31 október, 2003

Já og eitt enn..... smá breytingar á síðunni... ég var búin að fá fullmikið af þessum litum sem ég hafði sett á hana.... veit einhver hvernig maður setur inn "column" hægra megin á síðunni líka?????


::Eva:: |19:38|


ÉG ER A� FARA TIL DANMERKUR, JÚB�������!!!!
Jep! Rannsóknarverkefnið mitt var samþykkt í dag, þannig að þetta er (ef einhver skyldi fylgjast með þessu bloggi mínu), stóri atburðurinn sem ég vildi ekki segja frá því að ég var eiginlega orðin viss um að þetta myndi ekki ganga upp.......... Ég mátti sjálf finna rannsókanarverkefni ef ég gæti, og þar sem ég hef svo góð sambönd út (pabba), ákvað ég að reyna á það. Ég fékk lækni á Bispebjerg hospital í Kaupmannahöfn til að athuga hvort að það væri einhver möguleiki á þessu, og vitir menn, eftir nokkrar hindranir gekk þetta upp og meira að segja Helga Ögmundsdóttir samþykkti þetta!!! Þannig að næsta vor mun ég vera í Kaupmannahöfn í heilar 10 vikur (smá uppbót fyrir það að komast ekki til Lundar). Ég mun svo búa hjá Rikke frænku minni sem býr nánast við hliðin á spítalanum og svo fæ ég örugglega lánað hjól hjá Poul og Gitte og þá er ég bara orðin innfæddur Kaupmannahafnarbúi!! Ohhhh hvað ég hlakka til.....
Oooooog svo er ég líka búin í prófunum..... þetta er búin að vera alveg frábær dagur... svona kannski fyrir utan stressið fyrir prófið í morgun. Reyndar veit ég ekki alveg hvernig mér gekk, það verður eiginlega bara að koma í ljós. Þessi kennari spyr frekar loðnar spurningar, þannig að það er svolítið happ og glapp hvort að maður skilur spurnginarnar rétt og þá hvort að maður svarar þeim rétt....


::Eva:: |19:28|

-----------------------------

30 október, 2003

ég var að lesa það að þegar maður fær eitthvað lag á heilann, þá er það vegna þess að heilanum klæjar!!! Vá hvað heilanum mínum hlýtur að klæja alveg endalaust..... sérstaklega þegar ég sit og læri..... þetta er alveg óþolandi og ennþá verra þegar ég er með peltorinn. ég vona að kláðinn þýði það að heilinn sé að innlima eitthvað af þessum upplýsingum sem ég er að reyna að mata hann með.... þá má hann syngja eins mikið og honum lystir!!!!!


::Eva:: |20:48|

-----------------------------

29 október, 2003

Voðalega verður maður pirraður út í fólk sem ekki bloggar amk 3 sinnum á dag!!! Ég vil nefnilega geta sest niður í pásum og kúplað heilann minn af í nokkrar mínútur (sem verða reyndar stundum nokkuð margar), með því að athuga tölvupóstinn minn og skoða annarra manna blogg...... Eeeeen þegar maður er farinn að gera þetta 3-4 sinnum á dag, þá er takmarkað fyrir því hversu marga tölvupósta maður fær..... meira að segja netklúbbar ferðaskrifstofanna hafa ekki við mér (ég held að ég sé á skrá hjá flest öllum sem finnast hérlendis!!!) ..... og hvað þá bloggarar.... það er hreinlega hneyksli að fólk geti ekki skrifað eins og einn pistil fyrir mig á 3-4 tíma fresti!!
úff.... hvað ég er orðin steikt!!! tveir og hálfur dagur eftir í lestur...... ætla að fara að sofa og vona að ég fái ekki martröð um eosínóphila sem eru að reyna að éta mig upp


::Eva:: |01:07|

-----------------------------

25 október, 2003

Ratleikur
ég þoli ekki að vera yfir mig þreytt og geta samt ekki sofnað....
Búin í tveimur prófum og eitt eftir. Reyndar verð ég að viðurkenna að næsta próf er það próf sem ég kvíði mest fyrir...... ónæmisfræðin er á allt of miklu mólikúlarleveli fyrir mig.
Fór í grill með handboltastelpunum í kvöld og lenti í frábærum ratleik sem Siggi þjálfari var búinn að undirbúa. Okkur var skipt í fimm lið (reyndar bara fjögur og svo var stjórnin með eitt lið) og við fengum umslög og bílstjóra og áttum svo að komast á alla staðina á einum og hálfum klukkutíma. Við þurftum að finna einhvern hlut frá öllum þeim stöðum sem við komum á. Vísbendingarnar að stöðvunum voru alveg steiktar.... ég veit ekki hvað hann Siggi hefur verið á þegar hann samdi þær, en okkur tókst alveg furðu vel að leysa þær. Ég er því miður ekki með vísbendingarnar skrifaðar..... það hefði verið gaman að setja þær hérna inn, en í stuttu máli þurftum við að fara á Hróa Hött, í Smáralindina (við Birna hlupum fram og tilbaka eins og einhverjir hálfvitar, í pilsi og fíneríi), á Subway í Smáralindinni (ég þurfti að ræna kvittunina frá einhverjum stráki..... hann hafði mjög lítið um það að segja og ég vona ekki að hann heldur bókhald yfir því sem að hann eyðir) á Select (þurftum að borga heilar tíu krónur fyrir plastpoka merkt select!!), eitthvað kaffihús í Kópavogi og í sambíóin í �lfabakka, og auk þess þurfti einn í hverjum hóp að koma tilbaka í skíðagalla, með skíðagleraugu og í skíðaskóm (ég!!! það er mjög erfitt að hlaupa í skíðaskóm.... og hvað þá niður tröppur!!!). Það er skemmst frá því að segja að mínum hóp tókst alveg hryllilega að skilja vísbendinguna um �lfabakkabíóið og við komum tilbaka með Haukablað!!! Okkur var nánast hent öfugum út úr Kaplakrika!!! Minn hópur (Hrönn, Kristín, Birna, ég og svo bílstjórinn okkar, Aníta) endaði í öðru sæti. Verst að ég get ekki sett myndirnar inn ennþá.... ég reyni kannski að gera eitthvað í þessu þegar að ég er búin í þessum blessuðu prófum...... annars gerist vonandi allt um jólin!

Svo verð ég nú að segja frá einu.... þar sem ég sitbara og les allan liðlangan daginn fannst ömmu minni og afa það upplagt að þau fengu bílinn minn lánaðan meðan þeirra var í viðgerð..... það var nú ekkert mál og sérstaklega ekki þar sem að þau tóku það einnig að sér að passa Breka.... hann hefur ekkert batnað í ástarsorginni!!! En þau komu svo með bílinn í gær..... nýbónaður og fínn!!!! Ekki var það nú slæmt!


::Eva:: |00:39|

-----------------------------

17 október, 2003

Komin í upplestrarfrí!!
Fyrsti dagurinn í upplestrarfríi byrjaði formlega í dag. Síðustu kennslutímarnir voru í gær. Það er allt að sjóða yfir í bekknum mínum. Læknadeildin birti stundaskránna okkar fyrir næstu önn á mánudaginn, og þá kom í ljós að það á að byrja önnina á því að fara í meinafræðipróf, 5. janúar!! Eiginlega alveg ótrúlegt...... við erum í jólaprófunum núna og erum því ekki í prófum í desember eins og venjulega. Þannig að flestir voru búnir að sjá fram á það að geta haft það notalegt í jólaundirbúninginum, þurfa ekki að versla allt á nokkrum klukkutímum áður en búðirnar loka og kannski geta bakað nokkrar smákökur með pabba.... vist getum við gert það, en í staðin verðum við þá bara að læra í jólafríinu... er það ekki alveg sanngjarnt?? Það eru afskaplega skiptar skoðanir um þetta, en flestir eru sammála um það að það sé ömuglegt að þurfa að hafa próf hangandi yfir sér um jólinn. Spurningin er svo bara hvort að það verði sleppt því að hafa próf þarna fyrst í janúar og bara tekið eitt stórt próf í febrúar, eins og hefur reyndar alltaf verið gert, en þá hafa nemendur reyndar haft 3 vikur til að lesa undir prófið, en ekki 4 daga eins og gert er ráð fyrir að við verðum með. Svo eru líka hugmyndir um það að hafa prófið seinna í janúar, viku eða tveimur, en það verður eitthvað klúður, því að kennslan á að byrja strax 6. janúar og það er ekkert gaman að vera á fullu í skólanum og samtímis í próflestri.

En hvað um það.... núna næstu tvær vikur ætla ég að reyna að pæla lítið í þessu og reyna frekar að pæla aðeins meira í bakteríum og veirum. Fór í smá þunglyndiskast í gær, fannst allt alveg ómögulegt í lífi mínu..... eins konar “my live is pointless�-syndrom, eins og virðist vera að ganga inni á cosmósíðunni. Það gekk þó yfir í nótt, ég vaknaði eldhress kl 6.30, fór upp í Techno á æfingu og var svo sest við skrifborðið mitt upp úr kl 8. Breki var reyndar ekkert á því að leyfa mér að læra, hann vældi og vældi, og gelti ennþá meira. Það er nefnilega þanng að tíkin sem býr hérna við hliðin á okkur er á lóðeríi og ég held barasta að Breki finni lyktina af því hérna inn til okkar, því að hann er búin að vera alveg bandsjóðandi vitlaus alla vikuna. Ég ákvað því að losa mig við hundinn, sá alveg að það var ekkert að fara að gerast í lærdómnum ef hundurinn væri vælandi á neðri hæðinni allan daginn, þannig að ég hringdi bara í ömmu og auðvitað kom uppáhladsamman keyrandi eins og skot og náði í dýrið!
Mér fannst ég svo hafa verið alveg endalaust dugleg þegar ég stóð upp aftur kl 12.30 og ákvað að verðlauna sjálfa mig með því að keyra upp í lakkrísgerð og kaupa heilt kíló af lakkrísi til að borða á morgun. Ég gat auðvitað ekki haldið mér frá pokanum og hakkaði smá í mig (og það var bara pínulítið..... ég er alveg búin að missa allt það þol sem ég hafði...... ) og þá var ég orðin svo tens að ég gat engan vegin setið kjurr.... sykursjokk.... það er meira hvað maður er orðin viðkvæmur!!! En ég róaðist sem betur fer aftur og gat sest niður og lesið meira um ýmis konar bakteríusýkingar.
...... en nú held ég að það sé best að koma sér aftur að skrifborðinu....


::Eva:: |18:58|

-----------------------------

10 október, 2003

Veirusúpa.....
Jæja, þá er ég alveg að sofna.... held að ég sé búin að fá alveg nóg af mismunandi tegudnum veira, erfðaefnum, einkenna, sjúkdómum ofl ofl..... er hrædd um að þetta sé allt komið í einn stóran hrærigraut ..... og þetta er svo bara pínulítil kvikindi sem rannsóknarmenn eru ekki einu sinni sammála um hvort séu lifandi (geta ekki fjölgað sér án utanaðkomandi hjálpar, en geta samt sýkt.... ég ætla ekki að dæma um hvað er lifandi og hvað ekki).


::Eva:: |22:04|


Föstudagskvöld.....
ég er orðin of svöng til að meðtaka meiri lærdóm.... alla vega þar til að ég er búin að borða.... en það er mjög heppilegt því að það er matur eftir fimm mín!
Er að reyna að komast yfir veirufræðina...... er til einhver skemmtilegri leið að nota föstudagskvöld?!?! Svo er síðasta seminarið í ónæmisfræði á morgun.... loksins, þetta er búið að vera alveg ömuglegt að vera í skólanum á laugadögum. Eeeen við missum víst af landsleiknum.... ég er þá búin að missa af tveimur stórleikjum í fótbolta út af þessum semínörum, bikarleiknum FH - IA og svo landsleiknum á morgun. Ég vona bara að mynstrið verði ekki eins og síðast..... að mitt lið tapi þegar ég er ekki að horfa á! �fram �sland (og góða skemmtun á leiknum Dísa, Eggert og Atli!)


::Eva:: |18:53|

-----------------------------

08 október, 2003

Handboltasigur.....
Vá, hvað það kítlaði í mig að spila handbolta hérna áðan. Það var leikur í 16-liða úrslitum í bikarnum og við áttum leik við Val. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn, spiluðu alveg frábæra vörn allan tímann (sá reyndar bara seinni hálfleikinn, en þær komumst víst fimm mörkum yfir í fyrri hálfleiknum) og náðu að klára flest öll skotin sín. Það var ekki smá gaman að horfa á þær spila svona, ef þær myndu gera það í öllum leikjunum, þá.....
En ég veit reyndar að ég yrði fljótt pirruð á öllum æfingunum þegar ég heldur þarf að vera að læra, þannig að ég er alveg sátt við þessa ákvörðun...... það er bara málið að það er SVO gaman í handboltanum þegar liðið spilar vel.
Og svo er einn annar merkilegur hlutur að gerast í mínu lífi..... vonandi, en ég þori ekki að segja frá því fyrr en það er orðið alveg ljóst!!!


::Eva:: |21:15|

-----------------------------

04 október, 2003

ohhh... helv... blogg!! ég nenni ekki að skrifa aftur það sem ég var bín að skrifa.... svona lagað er óþolandi, skrifin mín hurfu bara!!


::Eva:: |20:29|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn