Eva Albrechtsen
29 október, 2004

Ég er eiginlega á því að ég hefði bara átt að liggja í rúmminu í gær. Dagurinn byrjaði auðvitað á því að ég vaknaði og fannst ég bara nýsofnuð. Staulaðist samt á fætur og gerði mig klára í það að fara upp á spítalann. Fattaði það svo strax og ég var búin að loka íbúðinni að lyklarnir mínir væru ennþá inni í íbúðinni.... gat því ekki hjólað upp á spítala, hvað þá tekið bílinn minn. Varð því tilneidd til að drífa mig á mínum tveimur jafnfljótum.
Hringdi síðan í pabba til að biðja hann að láta mömmu hafa aukalyklana sem hann er með að íbúðinni, og ætlaði ég bara að koma við uppi á deild hjá mömmu og fá lyklana. Eeeeen..... þar sem að ég nú á klárustu mömmu í heimi þá átti það nú ekki að ganga svo auðveldlega fyrir sig. Konunni tókst einhvernvegin að komast að þeirri niðurstöðu að það væri betra að lyklarnir frá pabba væru í Lönguhlíðinni en ekki á á spítalanum þar sem bæði ég og hún værum..... hún fór því í Lönguhlíðina og setti lyklana samviskusamlega undir hnakkinn á hjólinu mínu, en hjólið mitt btw hjólageymslunni sem er í sameiginni..... hmmm. Ég komst að þessu um kl 13.30 og átti að vera á vaktinni fram að miðnætti... ég efast um að nágrannar mínir hefði verið hrifnir af því ef ég hefði bjallað hjá þeim rétt eftir miðnætti til að opna sameignina fyrir mig. Ég ákvað því að það besta væri að hlaupa heim í matarhléinu, sækja lyklana, fara á hjólinu aftur tilbaka og vera mætt í tíma korteri seinna. Ég svona rétt náði þessu og sem betur fer mætti sérfræðingurinn sem átti að vera með klíníkina aðeins of seint. Það sem eftir var af vaktinni gekk svona þokkalega áfallalaust fyrir sig... mér tókst meira að segja að taka Astrup í fyrsta skiptið í fyrstu tilraun, en auðvitað þurfti hjúkrunarnemi sem var að horfa á mig að stinga sig á nálinni og því þurfti ég líka að taka blóðprufu úr henni (vil taka það fram að þetta var óheppni í nemanum og hvorugri okkar að kenna... nema kannski nálinni ;).
En svona til að toppa daginn hjá mér, þá var auðvitað sprungið á hjólinu mínu þegar ég var búin á vaktinni rétt upp úr miðnætti.....


::Eva:: |14:46|

-----------------------------

27 október, 2004

Hallojsa!! Dejligt at faa lidt feed-back fra Danmark! Vi glæder os meget til, at I kommer til næste aar, jeg har allerede hort, at et par stykker har taget dagene fra - jo flere der kommer desto bedre!! Det er godt at hore, at I i Mariager har det godt og jeg vil bare onske Gitte, Poul, Amalie og Birgit en rigtig god tur til Kina. Vi glæder os SAA meget til at se den lille og venter spændt paa nye nyheder.

Best að hafa líka smá á íslensku.... maður gæti misst þessa fáu íslensku lesendur sem villast hérna inn. Það fer óðum að styttast í annan endan á þessu verknámi sem þýðir að það fer líka að verða skuggalega stutt í þetta blessaða próf. Ég er svona aðeins farin að leggjast yfir bækurnar... enda alveg komin tími til.... það er samt alveg ótrúlegt, sama hvað maður les heima, þá tekst læknunum alltaf að spyrja mann um eitthvað sem að maður hefur ekki hugmynd um (og ætti samt að vita).... alveg óþolandi (&%$#/"$#).
Ég er svo búin að eignast nýjan 'bestan vin'. Mamma og pabbi keyptu fyrir mig lófatölfu úti í New York í byrjun óktóber og er ég algjörlega orðin hukt á þetta tæki. Þetta er ekki smá einfalt og í staðin fyrir að vera með fullt af bókum í sloppavösunum, er maður bara með lófatölvuna sem getur sagt manni (nánast) allt. Verst bara að hún hvíslar ekki að manni svörunum þegar læknarnir eru að grilla....
Jæja, ég ætla að fara heim og læra aðeins.....


::Eva:: |15:36|

-----------------------------

24 október, 2004

Til Albrechtsen-familien! Hvis I klikker her og siger bare 'open' når computeren spørger hvad i vil gøre, så kan I se billeder fra den skole som vi har tænkt os at bo på til Albrechtsen Cup til næste sommer. Der er også en link her til højre (Albrechtsen Cup 2005) som I kan klikke på. I må endelig fortælle os hvad i synes. Et stort knus til jer alle fra os seks.


::Eva:: |20:38|

-----------------------------

22 október, 2004

OMG..... það er einhver nágranni minn búinn að setja jólaseríuna í gluggann hjá sér!! hvað er eiginlega málið?!?!? IKEA nær varla að halda í við þennan gaur!


::Eva:: |18:17|


Jæja, þá er íbúðin orðin netvædd... kemst alla vega á netið þegar ég er heima hjá mér þótt að ég geti ekki setið á klósettinu og verið á netinu eins og sumir vilja hafa það!
Það er alveg ótrúlega lítið að frétta af mér þrátt fyrir að það sé alveg meira en nóg að gera! Ég má auðvitað ekki tala um það sem að ég sé á sjúkrahúsum og fyrir utan það er eiginlega ekkert að gerast í lífinu mínu. Þetta starfsnám er nú alveg að klárast, á tvær vikur eftir á almennri skurðdeild (botnlangar, gallsteinar osfrv.) og síðan sest maður bara á skólabekkinn aftur.... ég hef ekki verið í tímum síðan í febrúar og samt verið í fullu námi!!
Á mánudaginn flyt ég fyrirlestur um ´kaldan fót´. Áhugasömum er bent á að mæta upp á fjóðru hæð á Landspítalanum við Hringbraut (upp undir Súð) á mánudaginn kl. 15. Við Erik vorum ásamt leiðbeinendanum okkar, að leggja lokahönd á verkefnið í dag. Þau notuðu reyndar mestan tíman í að reyna að muna eftir einhverjum vinum sínum sem þau gætu komið mér saman við..... þeim fannst ég vera orðin einum of sorgleg því að ég ljómaði af gleði við það að sjá Andrés Andar blað á skrifborðinu sem við vorum að vinna við!! Hvað er það eiginlega??? Andrés Önd er bara rosalega skemmtilegur ;-)


::Eva:: |18:07|

-----------------------------

14 október, 2004

Það er eitthvað að í dag.... allar aðgerðir ætla að vera heillengi að byrja! Það voru 4 aðgerðir áætlaðar á deildinni sem ég er á núna, og ég ætlaði að taka þátt í þeirri fjórðu, en hún er ekki byrjuð enn!! Reyndar hefur ýmislegt orsakað það að aðgerðarnar hafa gengið svona hægt fyrir sig.... eða það er kannski ekki alveg rétt orðað hjá mér.... tíminn á milli aðgerðanna hefur verið óvenju langur. Ég hef nú samt ekki setið alveg aðgerðarlaus á meðan, og ég náði meira að segja að fara heim áðan til að redda klósettinu mínu endanlega. Hef verið að bíða eftir þessum blessaða pípara í nokkrar vikur og það bara gat ekki verið að loksins þegar hann gat komið til mín þá væri ég föst inni á spítalanum. Ég gerði því díl við deildarlækninn sem lofaði að hringja í mig þegar gaurinn minn átti að fara í aðgerð.... sem er núna!! Það var verið að hringja.....ég er farin í aðgerð.
Sí jú later!!


::Eva:: |18:50|

-----------------------------

12 október, 2004

Það er kominn nýr hundur á heimilið í Stekkjarhvamminum.... Depill heitir hann. Hann er mjög líkur honum Breka að framan, en alls ekki á hlið... miklu ljósari. Þetta er sem sagt þriggja ára hundur sem er hérna í nokkra daga í "prufu". Fjölskyldan sem á hann treystir sér ekki til að hafa hann lengur/er búin að missa áhugan á honum. Hann er auðvitað mesta yndi.... en það á eftir að taka nokkurn langan tíma áður en maður hættir að eiga von á töktunum hans Breka.....
Annars er það að frétta að ég ákvað að taka mig saman.... loksins... og fjárfesti í líkamsræktarkorti. Því fylgir auðvitað tilheyrandi harðsperrur þar sem að undirrituð eiginlega ekkert hefur hreyft á sér afturendann í hmmm... allt of langan tíma!!


::Eva:: |19:24|

-----------------------------

07 október, 2004

Jeg har lovet såååå mange at sætte billeder af lejligheden herind og nu har jeg endelig fået det gjort... mine forældre er i New York, så jeg er her i Hafnarfjordur igen sammen med Elna. Det gode ved at være her er, at her er trådløs net ;).






Hvernig líst ykkur á placið?? Nú er ég loksins búin að koma myndunum á síðuna, það hefur ekki tekið meira en tvo mánuði!!
Maður er komin aftur í Hafnarfjörðinn þessa vikuna, mamma og pabbi er í New York. Því fylgja ýmis fríðindi, eins og jeppi og þráðlaust net, en á móti þarf ég að fara miklu fyrr á fætur á morgnanna.... umferðin er alveg vonlaus milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.... það er röð frá kirkjugarðinum að Kringlunni.
Er búin að vera á Bæklun síðustu tvær vikur í endalausum prótesuaðgerðum á mjöðmum og hnjám. Bæklun er mjög skemmtileg, en ég er ekki alveg manneskja í þrjár langar aðgerðir á dag.... er algjörlega búin í hnjánum og bakinu eftir svona dag..... gæti líka verið vegna þess að formið er algjörlega í núlli þessa stundina!


::Eva:: |20:40|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn