Eva Albrechtsen | ||
Jæja, thad er komid ad thvi ad fara til Tyrklands, eda svona næstum thvi. Tharf ad vakna fyrir allar aldir i fyrramalid, fara med lest til Kastrup og svo er madur bara farin. Th.e. ef hun Julia skilar ser fra Paris!! Annars er eg buin ad hafa thad alveg ædislegt herna i Koben. Fekk frabæran morgunmat i gærmorgun med Rikke og Anders og sidan forum vid Rikke i bio i hadeginu!! Forum sidan a Strikid, en eg verd ad segja ad H&M hafi valdid mer vonbrigdum.... thad er nu ekki oft ad thad gerist. Nadi samt ad kaupa adeins en thad var nu ekki neitt midad vid oft adur!! Dagurinn i dag er eg sidan buin ad eyda med liltu dullunni minni henni Amalie. Sotti hana i leikskolann og forum vid ad gefa ondunum i ruma tvo klukkutima. Thad var algjor snilld og thessi krakki er algjor snillingur. Hun er ekki einu sinni thriggja og halfs ars, en hun talar alveg reipbrennandi - heldur alveg heilum samtolum uppi!! Jæja, ætla ad hætta thessu og fara ad "hygge mig" med Gitte og Poul. Efast storlega um ad thad verdi bloggad fra Tyrklandinu en thad er aldrei ad vita..... I´m alive!!! Mér tókst að hlaupa hlaupið til enda en samt ekkert miklu meira en það.... Hjördís hélt heiðri okkar uppi, lenti í öðru sæti í okkar aldursflokki - glæsilegt hjá stúlkunni!! Annars var dagurinn í gær alveg æðislegur, kokteilboð hjá Kristínu með ´gömlu´ handboltastelpurnum og síðan Sálin á Nasa. Verð reyndar að viðurkenna að fæturnir mínir voru farnir að gefa eftir í lokinn þannig að maður var komin heim á þokkalegum skikkanlegum tíma!! Svo sá ég eitt í gær sem mér fannst eiginlega svolítið sorglegt eða spennandi... það fer eftir því úr hvoru sjónarhorninu maður horfir. Þegar ég var að keyra Hvammabrautina á leiðinni til mömmu og pabba sá ég andarmömmu rölta yfir götuna með fjóra andarunga í eftirdragi. Mjög skemmtileg sjón þar til að ég sá kött koma valhoppandi ca 10-20 metrum á eftir. Hann nánast dillaði skottinu á leið til þeirra meðan að andarmamman reyndi að forða ungunum sínum. Ég náði því miður ekki að sjá endarlokin á þessum eltingarleik þar sem að óþolimóður bílstjóri var á eftir mér en ég efast stórlega um að andarungarnir hafi allir komist heim í hreiðrið.... Annars er það FH-Valur í kvöld!! FHingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð og maður ætlar nú ekki að missa af því. Móðir mín er meira að segja búin að flýta sunnudagskvöldverðinum þannig að við pabbi komumst á leikinn. Nú verður rigningin bara að hætta og þá verður þetta skemmtilegt! - ÁFRAM FH - Það versta við að vera kölluð út á nóttinni er þegar maður kemur heim aftur þá er alveg vonlaust að leggjast niður og sofna. Sérstaklega í útköllum eins og ég var í áðan - nefblæðing!! Greyið maðurinn, búinn að koma þrisvar sinnum til mín með nefblæðingu og í hvert skiptið sem að hann sér mig hættir hann að blæða þannig að lítið sem ekkert er hægt að gera fyrir hann. Hann verður greinilega svona hræddur þegar hann sér mig enda ekkert skrýtið miðað við þá meðferð sem ég er búin að veita honum í vikunni. Held að þetta sé það versta sem hægt er að lenda í, svona aftari nefblæðingar... virkilega ógeðslegt og þvílíkar pyntingar til að stöðva blæðingarnar.... mæli ekki með þessu!! Hjördís plataði mig í 10 km hlaup á laugadaginn.... ég er búin að skrá mig þannig að þetta mun víst gerast. Hef samt mínar efasemdir um hvort að ég geti klárað hlaupið.... hljóp þetta á 50 mín með Júllu fyrir nokkrum árum... í ár er takmarkið bara að klára. Þannig að ef einhver á leið um miðbæðinn og Vesturbæinn á laugadaginn milli kl 11 og 13 má viðkomandi kannski aðeins líta í kringum sig og kannski pikka mig upp ef ég ligg meðvitundarlaus í kantsteininum... það væri vel þegið! Annars er stefnan auðvitað sett á menningarnóttina, þe ef heilsan leyfir!! Jæja, best að reyna að fara að sofa... maður á víst að mæta í vinnuna aftur eftir rúma fimm klukkutíma!! Jæja, þá er ég búin að bæta inn veðurlýsingum fyrir bæði Kaupmannahöfn og Antalya sem er staðurinn sem Júlla og ég ætlum að spóka okkur um á eftir tæpar tvær vikur. Þetta lítur mjög vel út og það er spáð sól og heiðskýrðu veðri alla vega næstu vikuna. Nú verður það bara að haldast (allir að krossa fingur). HÚN Á AFMÆLI Í DAG....... Það er í dag ár síðan að ég keypti þessa íbúð sem þýðir að ég er búin að búa ein í heilt ár!! Ég var ekki alveg viss um að ég gæti búið ein fyrstu nóttina sem ég svaf hérna, en ég komst sko að öðru - þetta hefur verið æðislegt. Þó er tvennt sem ég hef komist að sem hefði verið gott að hafa einhvern hjá sér (svona fyrir utan þau skipti sem manni langar að kúra)..... þegar maður þarf að bera brúnkukrem á bakið og svo þegar maður vaknar og risastór fluga/konguló liggur á gólfinu við hliðin á rúmminu manns!! Oj bjakk! Það var einmitt það sem ég sá þegar ég vaknaði í gærmorgun. Kvikindið var reyndar hálf-meðvitundarlaust en lá samt þarna - risastórt og loðið! Ég kallaði ósjálfrátt á hann pabba minn, en það gekk nú eitthvað illa þar sem að hann var um 10 km í burtu (þrátt fyrir að ég hafi hrópað hátt - sorry nágrannar!). En það var ekkert annað að gera að að ganga frá þessu sjálf. Ekki ætlaði ég að fara í vinnuna og skilja kvikindið eftir á gólfinu. Hefði ekki vilja koma heim, kvikindið horfið og ég ekki haft græna glóru um hvar það væri!! Ég kastaði því glasi yfir dýrið, setti blað undir það og kastaði því út - ég tel sjálfa mig vera mikla hetju að hafa gert þetta sjálf! Annars svona til að bæta við síðustu færsluna mína þá er ég loksins komin í frí.... eftir 18 daga stanslausa vinnu(upp á hvern einansta dag)... ég ætla sko að njóta þess að liggja uppi í rúmmi í fyrramálið... bara að því að ég get það!! Annars er lítið planað um helgina þannig að ef einhverjum langar að gera eitthvað þá er ég til í margt (þó ekki í fallhlífastökk). Góða helgi!!!! Hálftími í helgarfríííí!!!!!!! Tæpur sólarhringur eftir af þessari helgarvakt!! Vaktin hefur bara gengið ágætlega fyrir sig.... alveg þvílíkur munur á manni núna miðað við í júní!! Stressið er ekki alveg að fara með mann (samt aðeins) og maður er farin að geta tekið nokkuð mikið af sjálfstæðum ákvörðunum!! Ég verð nú samt að viðurkenna að svefninn er ekki alveg eins og hann á að vera..... maður bara sefur ekki jafnvel og maður ætti vitandi það að síminn á náttborðinu getur hringt hvenær sem er! Annars er líka allt að gerast í mínum klósettmálum og ég er bara að fara að flytja heim til mín í kvöld!! Það verður alveg yndislegt, er búin að vera í góðu yfirlæti í Hafnarfirði í bráðum mánuð, en það er nú samt best að vera heima hjá sér! Þarf bara að þrífa íbúðina sem gæti orðið þokkalega mikið verk en ætti alveg að takast ef að það verður rólegt á vaktinni! Ég geri samt bara ráð fyrir að enginn nennir að fara út í svona leiðinlegt veður!! Ég hafði bara rétt fyrir mér - Hvannadalshnjúkur er 2110 m hár!!! Hjördís, Berglind og ég giskuðum á hæðina; 2107, 2109 og 2110!! Verst að við ekki veðjuðum upp á neitt!! Annars er maður bara orðin aðal-læknirinn á HNE!! Eða alla vega aðal-númmer-2!! Það gerðist nefnilega í morgun að ég var eini "læknirinn" sem mætti fyrir utan einn sérfræðing sem var á vaktinni.... haldiði að það sé ástand! Það var frekar ógnvænlegt í morgun að vera með legudeildina okkar (reyndar frekar fáir sjúklingar inniliggjandi), taka á móti öllum á göngudeildinni OG svara öllum heilsugæslulæknum og slysalæknum sem ekki vissu hvað þeir áttu að gera við sjúklingana sína! En þetta gekk allt upp þó að einhverjir sjúklingar hafa þurft að bíða aðeins. Hún er samt heppin, læknaneminn frá Danmörku sem er í heimsókn á deildinni því hún fær að fara í allar aðgerðirnar..... en hún nú ekki enn búin að fara í aðgerð sem ég ekki hef farið í svo að ég get ekki verið allt of spæld! En já, það kemst nú lítið annað að en vinna þessa stundina.... eftir viku verð ég búin að taka 10 vaktir á nákvæmlega tveimur vikum.... er hálfnuð núna! Best að byrja að hlaða sig upp fyrir helgarvaktina sem byrjar á morgun! Þetta er algjörlega einn af þeim dögum sem maður betur hefði átt að verja uppi í rúmmi með sængina langt upp fyrir höfuðið!! Nema, ég hefði kannski þurft að mæta upp í skóla að skila vaktasímanum en síðan að fara beinustu leið heim undir sængina aftur!! Dagurinn byrjaði á því að það mætti nýr læknir á sinn fyrsta dag og var ég beðin um að sýna henni hvernig HNE deildinn virkar.... já, einmitt!! Læknir með 5-6 ára reynslu er nú kannski ekki alveg að spyrja einföldustu spurningarnar!! Síðan hafði einhver stolið diktafóninum mínum og pípinu (don´t ask me why). Ofan á þetta allt saman mætti allt í einu danskur skiptinemi sem verður á deildinni næsta mánuðinn (yfirlæknirinn hafði gleymt að láta alla aðra vita af því að hún myndi mæta, og hann í sumarfríi!!)! Þannig að þetta endaði þannig að ég sá um alla göngudeildina með tvo áhorfendur + sjúklinginn og þurfti ég að útskýra allt bæði á dönsku og íslensku!! Þetta var aðeins meira en heilinn minn höndlaði svona ofan á langa helgarvakt!! Það þýðir samt ekkert að kvarta því að nú taka tvær massívar vikur við með vaktir annan hvern dag. Það er bara að bíta á jaxlinn, klára þetta og þykjast vera rosalega klár á meðan á þessu stendur!! |