Eva Albrechtsen | ||
Ein vika!!! Taugavakt ...... og ekkert að gera enn sem komið er!! Kemur kannski ekki á óvart fyrst að ég er á vakt, ekki það að ég óski neinum ills, en ef að eitthvað gerist má það alveg vera núna(!!). Annars var ég líka á vakt á mánudaginn og það gerðist nákvæmlega ekki neitt, þannig að ég á nú ekki von á miklu.... er orðin hrædd um að ég hafi þessi áhrif á umhverfið... sem er auðvitað alls ekki svo slæmt (fyrir alla aðra en mig!!). Annars er það helsta að ég lét plata mig í eitthvað súkkulaðibindindi fram að jólum!! Já, einmitt!! Það á örugglega eftir að ganga hjá mér, súkkulaðigrísnum sjálfum!! Ég hef samt aðeins verið að pæla í þessari blessaðri "fíkn" hjá mér. 95% einstaklinga á geðinu reykja og mjög stór hópur á einnig við áfengis-eða vímuefnavandamál að stríða. Ég bara hreinlega skil ekki afhverju fólk reykir/drekkur/sprautar sig þegar það veit hvaða áhrif það hefur á líkamann, afhverju getur það ekki bara tekið sig saman og hætt?!? hmmmm.... en ég, afhverju hef ég aldrei getað verið í nammibindindi?!?! Held að metið mitt sé tvær vikur... það telst nú varla árangur.... það er eins gott að ég hafi aldrei farið út í sterkari "efni" ;). Ég held barasta að þetta nammibindini sé ágætis áskorun fyrir mig, ef ég ætlast til þess að aðrir ráði við fíknina sína, á ég þá ekki líka að geta gert það..... eða er þetta kannski ekki fíkn?!? Já, ég ætla að láta reyna á það og tek þessa ákvörðun meðvitað hérna á blogginu þannig að ef ég er að svíkjast undan þá þarf ég líka að svara fyrir því hér!! Byrja á morgun, er þegar fallin í dag (þó ekki súkkulaði!!). |