Eva Albrechtsen
28 september, 2003

úff, hvað er erfitt að vera svona saddur
V��� hvað þetta er búið að vera þunn helgi lærdósmlega séð, þetta með að vinna aðeins með skólanum er ekkert að virka hjá mér. Þurfti að mæta í skólann í gær (ömuglegt að vera í skólanum á laugadegi), og fór svo beint á kvöldvakt. Var svo aftur á morgunvakt í morgun, og kem mér bara alls ekki í það að læra.... ég bara hreinlega nenni því ekki. Var reyndar í kaffi/afmælisboði hjá Hrönn áðan og það þufti að rúlla mér út úr húsinu þeirra, ég var svo södd.... og er það enn.


::Eva:: |19:39|

-----------------------------

26 september, 2003

Smá breytingar
Er búin að setja shout out inn og breyta litnum á því alveg sjálf (vantar bara að finna hvernig ég breyti shout outi í komment)!!! Nú er það eina sem mig vantar er þessi blessaða myndasíða mín. Ég ætla hérmeð að panta tíma hjá þér, Dísa, þegar þú kemur heim um jólin (er það ekki 19.?). Þú ræður alveg hvenær...... þe. meðan þú ert á landinu!! Ég held að ég sé alveg búin að gefast upp á að fatta eitthvað í þessu sjálf! � maðan bíða myndirnar bara hérna í tölvunni minni.... mamma mín skilur ekki afhverju ég þarf að setja upp myndasíðu.... hvað á ég annars að gera við allar þessar myndir sem ég tek, geyma þær í tölvunni minni eða setja þær upp í powerpoint showi eins og pabbi minn dundar sér við að gera allar frístundir sínar..... ég held ekki!!


::Eva:: |19:59|


ÚFF!!!!
Þá er fyrsta þrekraun þessar annar búin! Hélt fyrirlestur í morgun í ónæmisfræði, sem gildir 30% af lokaeinkunni minni (á lokaprófinu verður svo 20% spurning úr fyrirlestrunum). Fyrirlesturinn í sjálfu sér gekk alveg ágætlega, svona fyrir utan það hvað ég var rosalega stressuð og talaði allt of hratt. Kennarinn sagði við okkur áður en við byrjuðum (ég var í fyrsta hópnum og þar að auki fyrst að flytja fyrirlesturinn!!!)), að við hefðum 15 mín hver til að flytja og svara spurningum frá fólki úti í sal, og þar sem ég talði allt of hratt miðað við það sem ég ætlaði hafði fólk miklu meiri tíma til að spyrja mig út!!! Það gekk svo sem alveg ágætlega, nema auðvitað síðasta spurningin frá kennaranum sjálfum.... mér tókst alls ekki að setja saman setningu af viti og stóð þarna fyrir framan alla og geispaði eins og gullfiskur!!! Og svo var svarið við spurningunni auðvitað mjög augljóst, en allt kom fyrir ekki.... hugurinn minn var alveg tómur!! Þegar við vorum svo búin að flytja allan fyrirlesturinn var öllum öðrum en okkur hleypt út, og þá byrjaði aðal yfirheyrslan...... kennarinn + fjórir leiðbeinendur köstuðu sig yfir okkur og dældu á okkur spurningum til að kanna það hversu vel okkur hefði tekist að kafa niður í efnið. Þetta var smá þrekraun... sem ég verð örugglega ánægð með að hafa farið í gegnum eftir svona viku þegar hjartslátturinn minn er aftur farinn að hægja á sér. Mér gekk samt betur að svara spurningunum frá kennaranum í seinna skiptið, þannig að það var svo sem alveg ágæt.
Þetta fyrirkomulag í ónæmisfræðinni er reyndar ekkert allt of gott. Við byrjuðum í skólanum 1. sept og kennt var ónæmisfræði, einn tími á dag í tvær og hálfa viku. � þessum tíma áttum við að vera búin að lesa alla bókina (sem btw er algjört torf) og skilja og viku seinna flytja fyrirlestur þar sem við eigum að fara djúpt í ákveðin atriði í bókinni og helst leita okkur heimilda annarsstaðar líka. Og þar að auki erum við líka í tveimur öðrum fögum og í verklegu tímum nánast á hverjum degi eftir hádegi.... jæja, það er bara rúmur mánuður efti raf þessu!!!

Vikan mín hefur BARA snúist um þennan fyrirlestur. Ég var orðin svo stressuð á miðvikudaginn að ég gat ekkert einbeitt mér að lesa nokkurn skapaðan hlut.... ég bara hreinlega VER� að hætta að gera allt of mikið úr því sem ég á eftir að gera. Ég verð svo stressuð að reyna að gera allt í einu að ég fer bara á handahlaupum yfir allt og hef varla hugmynd um númmer hvað kaflinn var sem ég var að lesa.... ætli að nokkur taki eftir því ef ég tek einhverjar róandi töflur í vinnunni á morgun?!?!?


::Eva:: |19:32|

-----------------------------

21 september, 2003

Myasthenia Gravis
Ef einhverjum langar að vita meira um Myasthenia Gravis sjúkdóminn, þá veit ég alveg fullt um hann núna!!!


::Eva:: |22:47|

-----------------------------

20 september, 2003

Meira um þráðlausu nettengingarnar
Búin að sitja á Barónstígnum síðan í morgun.... mgi langar miklu frekar að liggja uppi í sófa, undir teppi með heitt kakó og horfa á sjónvarpið.... veðrið er alveg ógeðslegt og það er ískalt. En..... það sem er merkilegt við þessi skrif mín núna er að að sit úti í bílnum mínum á bílastæðinu fyrir framan Domus Medica og hérna er þráðlausa nettengingin excellent!!! Þetta er nú meiri snilldin. Ætli ég eigi eftir að nota þetta mikið?!?!
Nú er byrjað að rigna aftur.... ég ætla að drífa mig heim í laugadagsmatinn hjá mömmu....


::Eva:: |18:33|

-----------------------------

16 september, 2003

lifrabólgubólusetningar
Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að dunda sér í tölvunni og tíminn bara flýgur áfram. Ætlaði í gær að vera voðalega dugleg að læra.... þar sem ég nú hafði verið í Danmörku í fimm daga..... en endaði á því að sitja fyrir framan tölvuna í nokkra klukkutíma að reyna við þessa myndasíðu (sem btw gengur ekkert hjá mér....) og las nánast ekkert af því sem ég ætlaði að gera...... en hvað er ég að kvarta.... maður nær aldrei að læra helmingin af því sem að maður ætlar sér.... afhverju er svo erfitt að sætta sig við það??!?!?
Verklegu tímarnir í veirufræði byrjuðu í dag.... tóku blóð úr hvor öðru og ætlum svo að athuga hvort að við séum með mótefni gegn herpes veirunni (þe. frunsuveirunni), HIV eða einhverja lifrabólguveiru. Við í bekknum ættum nú helst að vera með mótefni gegn lifrabólgu B, þar sem að við vorum bólusett gegn því í fyrravetur, en kennarinn okkar sagði okkur áðan að ef að einstaklingur sýkist af lifrabólgu B-veirunni þá er ekkert gert.... líkaminn ætti í flestum tilfellum að geta eytt veirunni... maður verður bara gulur í nokkra daga....... afhverju er þá verið að eyða peningum í það að bólusetja alla sjúkrahúsastarfsmenn þegar það kostar svo mikið og það á að vera að spara alls staðar?!?!? Það má samt ekki skilja þetta þannig að ég vilji verða sýkt af þessari veiru..... eeeeeen það átti að vera að gera okkur svo mikin greiða með því að bólusetja okkur, og svo getur líkaminn okkar bara séð um þetta sjálfur!!!!


::Eva:: |22:33|

-----------------------------

15 september, 2003

Stuðmannatónleikar
Ég fór sem sagt fyrr úr skírnarveislunni til að fara á tónleikana sem voru í Tívolí. Ég fór með lestinni til Vesterbro og hitti þar Júllu, Kareni og Markús. Þegar við vorum búin að fara með farangurinn hennar Júllu, sem við komum með frá �slandi, heim til hennar, röltum við í Tívolí. Þessir vinir mínir eru orðnir það miklir Danir í sér.... á þremur vikum.... að fyrsta verkefnið okkar þegar við komum inn í Tívolí, var að finna hvar hægt væri að kaupa ódýrasta bjórinn!!!!
Tónleikarnir byrjuðu svo kl 20, og þeir voru hreint út sagt alveg ótrúlegir. Ég fékk alveg gæsahúð þegar hljómsveitin gekk inn á sviðið, spiluðu þjóðsönginn og allir í salnum (1000 manns) stóðu upp og sungu með. Tónleikarnir sjálfir voru svo alveg frábærir, stemmningin var geðveik. Fólk iðaði um í sætunum sínum og söng með. Þeir spiluðu bæði ný og gömul lög, og tóku svo líka upp eitt atriði sem verður með í nýju myndinni þeirra!!!
Þegar tónleikarnir voru búnir vorum við alls ekki búin að fá nóg og drifum okkur niður að Illum þar sem að þeir ætluðu að spila á diskóteki. Þar áttu að vera 100 miðar seldir í lausasölu og við náðum að næla okkur í nokkra. � þessum tímapunkti var ég orðin frekar lúin í löppunum þar sem ég enn var í háhæluðu skónum sem ég hafði verið í allan daginn. Ég þurfti nefnilega að drífa mig allt í einu úr skírnaveislunni að ég fattaði það ekki fyrr en það var orðið of seint að ég hefðu betur farið í aðra skó. En ég týmdi því ekki að sleppa ballinu, þannig að ég tóraði til kl 2, en þá var ég lika svo búin að ég þurfti nánast að skríða upp á Nørreport til að taka næturstrædóinn, og þegar ég kom til Holte þá fór ég nú bara úr skónum og labbaði þannig heim. En ballið var líka alveg frábært og þarna var alveg troðið af �slendingum.


::Eva:: |21:16|


Danmark er bare sååååå dejlig......
........... især når solen skinder!!!! Já, ég er nýkomin heim frá Danmörkunni og verð nú að segja að ég er voðalega fúl út í skólann í Lundi yfir að neita mér að koma þangað í vetur! Það væri nú þvílík snilld að vera þarna úti núna..... ég er bara með pínulitla útþrá!!!)
EN.... tilgangurinn með ferðinni var að það átti að skíra hana litlu frænku mína, hana Amalie á laugadaginn. Ég fór reyndar út á miðvikudaginn, svona til að litla dúllan gæti nú vanist mér aðeins.... fannst það betra þar sem ég hélt á henni í kirkjunni.... já, ég var sem sagt guðmóðir hennar og er mjög stolt af því!! Fimmtudagurinn og föstudagurinn liðu bara rólega, með smá undirbúningi fyrir skírnaveilsuna, en annars lá ég bara í leti úti í sólinni og hafði það gott. Svona til að vera alveg hrikalega hallærisleg, þá dröslaðist ég með ónæmisfræðibókina mína út, og náði meira að segja að lesa aðeins í flugvélinni á leiðinni út og tilbaka og svo líka aðeins meðan að Amalie var í leikskólanum á fimmtudaginn!!
� fimmtudagskvöldið kom Høne, og þá byrjaði undirbúningurinn af fullri alvöru. Hún og Gitte voru alveg óstöðvandi og ég var bara fegin að þurfa að passa Amalie, annars hefði ég bara verið fyrir þeim.
Mamma, pabbi og Elna komu svo á föstudeginum, og við Gitte fórum inn á Østerbro að taka á móti þeim. Pabbi fór svo með Gitte til Holte, en Elna, mamma og ég fórum niður á Strikið að versla aðeins. Ég má nú alls ekki koma nálægt H&M búð, því að þá er ég strax búin að finna eitthvað og það er nú bara alls ekki hægt að sleppa því að kaupa það.... það er nú allt svo ódýrt þarna!!!
� laugadeginum var svo skírnin og það gekk allt eins og í sögu. Amalie var algjör engill og var ekkert að kvarta yfir því að ég væri að halda á henni, né það að presturinn hellti smá vatni á hana (hún er nefnilega ekkert hrifin af því að fá vatn í hárið). Veislan heppnaðist síðan bara mjög vel, veðrið var alveg frábært, og allir virtust skemmta sér vel. Ég fór reyndar svo um kvöldmatarleitið..... kem að því síðar..... en ég frétti að fólk var alveg að fram eftir nóttu.
Morgunin eftir var svo engin miskun, morgunmatur kl 10 (fór að sofa kl 4). Gestirnir tíndust svo heim fyrir hádegi, en við �slendingarnir spókuðum okkur bara um í yndislegu veðri, spiluðum pitan (einskonar kúluspil úti í garði hjá Poul og Gitte), hoppuðum í loftkastalanum sem hafði verið fyrir börnin daginn áður og lékum okkur við Amalie. Júlla og Dísa litu svo í heimsókn til mín til Holte (þar sem ég var ógöngufær og gat með engu móti hugsað mér að labba um inni í Kaupmannahöfn), og rétt áður en við fórum pöntuðum við okkur pizzu og borðuðum hana úti með afgöngum síðan úr veilsunni... þetta var alveg frábær endir á yndislegri veislu!

Kære Amalie, Poul og Gitte!!! Mange, mange tak for alting her i week-enden. Det var dejligt at se jer igen, og forhåbentlig er der ikke lang tid til at vi ses igen. Jeg prøver at sætte billeder herind fra dåben, så der er flere end mig der får glæde af dem. Knus til jer alle tre fra mig!!!


::Eva:: |20:59|

-----------------------------

08 september, 2003

Mánudagsþvæla
Ein skólaviku búin og nr tvö byrjuð, mér finnst alveg yndislegt hvað tíminn flýgur áfram núna..... mér finnst svo leiðinlegt að leiðast!!! Sat uppi á Barónstíg að læra til kl 20, en þá var maginn minn farinn að kvarta svo rosalega undan matarleysi að ég heyrði varla í sjálfri mér.... garnagaulið endurhljómar inni í manni þegar maður er með peltorinn (heyrnatól). Ætlaði svo að vera rosalega dugleg og læra aðeins meira hérna heima, en það gengur auðvitað aldrei eftir.... það er miklu skemmtilegra að byrja að pakka fyrir miðvikudaginn..... þetta telst reyndar skrýtið að ég sé að pakka svona snemma.... fer ekki út fyrr en eftir tæpa tvo sólarhringa, en það er alltaf hægt að nota hvað sem er sem afsökun fyrir því að þurfa ekki að læra.... og svo er ég líka búin að vera svo dugleg í dag, hef lært alveg síðan kl 13, bara með einni pásu.... er ég ekki dugleg að afsaka sjálfa mig?!?
Ég komst reyndar að einu í dag..... garnirnar á mér þola illa að borða of mikið af ávöxtum!! Fór á æfingu í morgun, og var svo í tíma frá kl 8:15 - 12:20. Var bara með eitt jógúrt og svo tvær perur og eitt epli... ég borðaði þetta allt saman og hélt mér sæmilegri fram að hádegismatnum (garnirnar á mér eru alveg ótrúlegar, þegar ég er í tíma tæmast þær á methraða og garnagaulið ómar hærra en kennarinn talar!!!), og fékk mér þá kjúklingasalat. EN þegar ég settist niður var bara ekki líft í kringum mig.... sem betur fer var ég ein í stofunni okkar á meðan það versta gekk yfir, en fyrr má nú vera.... eiga ávextir ekki að vera svo rosalega hollir???? Það er meira að segja einn bekkjarbróðir minn sem lifir bara á ávextum og engu öðru.... hann er reyndar alveg að detta í sundur, en það á nú ekki við mig!!
jæja, ætli það sé ekki best að hætta þessu bulli áður en maður fer að fara hjá sér....
Framundan er svo skóladagur á morgun með tilheyrandi lærdómi og á miðvikudaginn legg ég svo land undir fót til að taka þátt í minni fyrstu viðurkenndri athöfn sem fullorðin einstaklingur..... á laugadaginn verð ég nefnilega guðmóðir fyrir litlu frænku mína í Danmörku!! Um kvöldið ætla ég svo að fagna því ærlega með því að fara á stuðmenn í Tívóli.... aldrei að vita, kannski verður maður með í nýju myndinni þeirra?!?!


::Eva:: |22:48|

-----------------------------

06 september, 2003

ohhhhh!!!
Mig langar svo að skilja þetta html miklu, miklu betur........ en þetta er verra en að læra nýtt tungumál!!!
Fyrsta skólavikan er búin og það er bara eins og maður hafi aldrei lokað bókunum. Ég er reyndar að reyna að læra vel áður en ég fer til Danmerkur í næstu viku, svo að ég þurfi ekki að vera með allt of mikið samviskubit yfir þvi að læra (örugglega) ekki neitt meðan ég er úti... en hvað með það, það hlýtur að reddast.
Annars er mjög fínt að byrja í skólanum, mér líst bara vel á þá kennara sem ég hef séð, og námsefnið virðist bara vera mjög áhugavert.... það er síðan hægt að deila um það hversu skemmtilega bækurnar eru.... sérstaklega ónæmisfræðibókin sem hefur verið algjört torf að lesa.
Júbíí!!! Klukkan er komin yfir miðnætti.... það er nammidagur!! Ég er búin að vera roalega dugleg og hef ekkert nammi borðað síðan á sunnudaginn... það er algjört met fyrir mig..... ég ætla að drífa mig að fara að sofa, þannig að ég verð úthvíld til að borða alveg fullt af góðu nammi á morgun..... á milli þess sem ég er alveg rosalega dugleg að læra, keppi á Reykjavíkurmótinu og vinn kvöldvakt á Sunnuhlíð.... oh my god.... hvenær á ég eiginlega að borða nammið?!?!?!?


::Eva:: |00:13|

-----------------------------

04 september, 2003

Fleiri nettengingar!!!
Þvílík og önnur eins argandi snilld!!! Labbaði inn í Dómus og vitir menn, fartalvan mín er líka komin í netsamband hérna. Þetta er mjög þægilegt þar sem að engin nettengin er upp á Barónstígnum þar sem að ég læra flest alla daga. Nú þarf ég bara að labba yfir bílastæðið og fara inn í Dómus í staðin fyrir að þurfa að labba niður á Læknagarð eða að keyra heim til Hafnarfjarðar. Svona á þetta að vera.


::Eva:: |16:00|

-----------------------------

01 september, 2003

Skólinn byrjaður
Skólinn byrjaði í morgun, ónæmisfræði í fyrsta tíma.... í �rmúlanum!! Síðan var sýklafræði og svo endaði dagurinn með veirufræði!! Öflugt að fara í öll fögin sem við verðum í næstu tvo mánuði á fyrsta deginum.... og álíka mikið (miklu meira) að læra!! En þetta var svo sem allt í lagi, en það verður bara að koma í ljós hvernig þessi vetur fer... en ég verð nú að viðurkenna að ég er með smá hnút í maganum.


::Eva:: |22:27|


River rafting
Við Hjördís ákváðum að enda sumarið með stæl og fara í Rafting. Við ætluðum að reyna að fá stelpurnar í bekknum með okkur, en þær hættu allar við á síðustu stundu, þannig að við buðum bara Eyrunu vinkonu hennar Hjördísar með og kærastanum hennar. Þetta var alveg meiriháttar ferð. Við byrjuðum á því að fara í Hagkaup og kaupa inn (ég skildi ekki alveg afhverju þær vildu endilega fara í Hagkaup í Smáralindinni þar til að ég komst að því að það væri 50% afsláttur í Nammilandinu.... þvílík og önnur eins snilld!!!
Þegar við vorum búin að versla lögðum við afstað norður og fórum í glæsilega sumarbústaðinn hennar Hjördísar. Við elduðum dýrindis mat, spiluðum og borðuðum allt nammið okkar.
� gær (sunnudag), lögðum við svo snemma afstað, til að vera mætt í Varmahlíð kl 10. Það var svo 11 manna hópur + fjórir guidar sem fóru með rútunni sem flutti okkur að Austari Jökulsánni. Fyrst var farið yfir aðalatriðin, en svo var bara skellt sér út í ánna og róað afstað. Guidinn okkar var frá Nepal og hann var alveg hreint frábær og það datt enginn út úr okkar bát (fyrst) á meðan að tveir duttu út úr hinum (okkur grunaði reyndar að hann gerði þetta auðveldar fyrir okkur að því að hinir höfðu farið daginn áður í Vestari ánna.... en þetta var samt ekkert auðvelt... ég er td að deyja í harðsperrum núna í vöðvum sem að ég vissi ekki einu sinni að væru til!!!). Hjördís var svo fyrsta sem datt út úr af okkur fjórum (og við höfðum þá meiri áhyggjur af því að bjarga árinni hennar en henni!!!) og þegar hún kom upp í var hún að springa yfir spenningin hvað þetta hefði verið gaman að lenda út í ánni. Þá vildum við hin líka, og Nepalinn reyndi allt sem gat til að henda okkur út fyrir, en það fór ekki betur en svo að allir duttu út í nema Eyrún og ég!a
Eeeeeen.... við fengum nú samt að fara út í. Stuttu seinna komum við að kletti þar sem hægtvar að hoppa út í ánna ef að maður vildi. Auðvitað vildum við það - fórum meira að segja tvisvar sinnum - en það var frekar óhugnalegt að standa 8 metrum fyrir ofan ánna og svo bara hoppa út í.... maður náði alveg að opna og loka augunum þrisvar sinnum áður en maður náði niður!! En svo tók ekkert betra við því að svo átti að synda inn að bakkanum aftur og það var bara alls ekkert hægt því að maður var alveg fastur í straumnum og það var sama hvað maður synti, maður færðist ekkert úr stað.
En svo var það versta eftir.... á meðan við vorum að stökkva niður í ánna, geymdum við bátinn okkar uppi á syllu, sem var ca meter ofan við ánna. Nepalinn skipaði okkur svo að setjast í bátinn og svo gaf hann skipunina "jump left", en þar sem þessi kantur hékk í lausu lofti yfir ánni hvolfdist báturinn og við fórum öll ofan í ánna (loksins!!!). Ég var svo heppin að lenda ekki undir bátnum, en fór í staðin með straumnum niður ánna og var komin frekar langt í burtu þegar kajakinn náði mér.... ég þurfti svo að halda aftan í kajakinn aftur tilbaka.... það var alveg geggjað, en reyndar orðið frekar kallt í lokin.
Eftir þetta fórum við áfram niður ánna, stoppuðum ma. á einum stað og fengum okkur heitt kakó og vöfflur (alveg yndislegt), og fengum svo að synda/fljóta í ánni hluta.
Þessi ferð var í heild sinni alveg frábær og ég á örugglega eftir að fara aftur..... spurningin er hvort að maður skelli sér ekki bara í þriggja daga ferð niður Austari ánna sem fyrst!!


::Eva:: |22:19|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn