Eva Albrechtsen
22 júní, 2004

Vid erum enn a lifi!! Thetta gekk allt eins og i sogu i Casablanca og vid hittum baedi hopinn okkar og farastjorann! Thetta er reyndar frekar litill hopur, thrir fyrir utan okkur Disu; thritug hollensk stelpa og par a okkar aldri fra Englandi.
A sunnudagsmorguninn forum vid ad skoda Hassan II moskvuna; thetta er rosalega stor moskva, thridja staersta i heimi og ekki sma flott!! Hun er byggd a sex arum - fra 1987-1993 og voru 10000 menn ad vinna a henni 24/7. Hun var gerd i tilefni af 60 ara afmaeli thaverandi konungs og bokstaflega allir Marokkomenn hafa borgad eitthvad i henni. Thad kostadi reyndar sitt ad fara inn ad skoda hana, en leidsogumadurinn sagdi ad sa peningur faeri i thad ad borga 200 manns fyrir ad gera moskvuna hreina hatt og lagt. Eftir thetta tokum vid lest til Rabat og fengum sma skodanarferd um borgina.

I gaer keyrdum vid svo fra hafinu i fyrsta skipti eda i attina ad Fes sem er ca 250 km fra Rabat. Vid keyrum um i litilli rutu sem vid verdum med thar til ad ferdin endar i Maracesh. Fyrst stoppudum vid a vikulegum markadi thar sem baendur koma og kaupa sinar vikulegar tharfir. Thad var thvilik ortrod tharna, fullt af folki, dyrum, kjoti, fotum, graenmeti ofl ofl. Fullt af folki var ad reykja kjot thannig ad loftid var frekar reykmettad, enda runnu augun min i tarum nokkra klukkuima a eftir. Vid settumst sidan inn i eitt tjaldid og fengum okkur mintuthe - thetta mintuthe er thjodardrykku Marokkomanna, their drekka thad i tima og otima, kalla thad viskyid sitt. Eg er ekkert allt of hrifin af thvi, finnst thad bragdast eins og Colgate tannkrem, en eg verd reyndar ad vidurkenna ad thad verdur betra eftir thvi sem madur bragdar oftar a thvi.
Eftir thetta keyrdum vid til Volubilis sem eru mjog vel vardveittar romverskar rustir. Vid fengum ser skodunarferd um rustirnar sem var mjog ahugavert. Eftir thetta keyrdum vid til Mulay Idirs sem er pilgrimabaer rett hja Volubilis thar sem vid fengum okkur kus-kus i hadegismat. Sidan kom lokal guide og syndi okkur baeinn. Thetta er reyndar elsti baerinn i Marokko og hingad geta their farid sem ekki hafa efni a thvi ad fara i pilgrimafer til Mecca - ad fara fimm sinnum til Mulay Idris samsvarar thvi ad fara einu sinni til Mecca!! Baerinn er reyndra mjog furdulega byggdur, i dal milli tveggja fjalla og eru husin bara byggd upp medfram klettunum, a sumum stodum er reyndar eins og mesti hluti husins se bara klettur. Vid fengum ad fara inn i eina ibud, ibudina hja leidsogumanninum okkar. Hann byr enn hja foreldrum sinum og thad var mjog frodlegt ad fara tharna inn og sja husid hans. Okkar var audvitad bodid upp a mintuthe af mommu hans og heimabakadar kokur! Heimsoknin okkar hja honum drost adeins a langinn thannig ad thad var sidan keyrt i snatri til Fes til ad na ad sja leik Englendinga og Kroata!

Dagurinn i dag er sidan buin ad fara i skodunarferd um Fes. Vorum adallega i gamla hluta baesins og vorum med leidsogumann hedan og sidan mann sem labbadi alltaf fyrir aftan okkur og sa um ad enginn myndi tynast. Goturnar i gamla baenum eru rosalega margar og litlar og thad er ekkert mal ad tynast, thetta er thvilikt volundarhus og madur gaeti orugglega labbad tharna um i marga daga an thess ad finna borgarmurinn!! Inni i gamla baenum fengum vid m.a. ad skoda vefnadarverksmidju, risa fatabud, ledurverksmidjuna (tanneries) og teppaverksmidju. Leidsogumadurinn okkar var reyndar buin ad vara okkur vid thvi ad vid maettum ALLS EKKI lita ut fyrir ad hafa ahuga a teppunum, hvad tha ad segja ad vid kannski hefdum ahuga a ad kaupa teppi thvi their myndu tha ETA okkur lifandi og vid kaemumst alls ekki ut an thess ad kaupa teppi!! I fatabudinni fengum vid ad profa fotin og taka mynd af okkur i mismunandi fotum Marokkobua.
Thad er sidan algjort must ad horfa a leik Dana og Svia i kvold og aetlum vid audvitad ad maeta i buningunum.... their hafa ekki klikkad hingad til!!

Thad er frekar mikill munur a vedrinu herna og vid sjoinn - hitinn herna er alveg rosalegur og thad er bara juni.... eg maeli ekki med thvi ad fara i fri hingad i juli og agust ef thad er rett ad hitinn er miklu meiri tha en hann er nuna. Madur verdur rosalega threyttur fjott i svona miklum hita, jafnvel thott ad madur se ekki ad gera neitt.
A morgun byrjar svo sa hluti ferdarinnar sem eg hef hlakkad mest til, eda alla vega a fimmtudaginn. Morgundagurinn fer adallega i keyrslu, en vid aetlum ad keyra alla leidina ut i eydimorkina. Eg a alls ekki von a thvi ad komast i tolvu aftur fyrr en vid komum til Marakesh sem verdur a fimmtudaginn i naestu viku.
Thad sem er a dagskra naestu daga er fyrst keyrsla a morgun og sidan sofum vid alla vega eina nott uti i eydimorkinni, thad fer alveg eftir vedrinu. Thad verdur sidan lika haldid eitthvad party fyrir okkur med eydurmerkurfolkinu thar sem vid thurfum ad vera med hofudfat eins og innfaeddir. Eftir thad forum vid upp i fjollinn og munum tha bua inni a folkinu thar og ad lokum er stefnan sett a Jbel Toubkal sem er 4167 m hatt fjall og aetlum vid ad reyna ad klifra upp a toppinn a thvi. Vid komum sidan til Marakesh eftir hadegi a fimmtudaginn.


::Eva:: |16:15|

-----------------------------

19 júní, 2004

Var ad setja vedurspanna inn fyrir Casablanca, en thessi vedurstod er reyndar alls ekkert ad standa sig.... her i El Jadida eru ca 35 gradur, pinu hafgola og heidskyr himinn!!


::Eva:: |12:28|


Marokkomennirnir finnst vodalega gaman af thvi ad vid skulum hafa ahuga a fotbolta. Thegar vid segjumst vera fra Danmorku (vid erum longu bunar ad gefast upp a thvi ad segja ad vid seum fra Islandi.... their verda rosalega stort spurningamerki i framan!!) tha telja their upp alla donsku landslidsmennina sem their thekkja og finnst their rosalega duglegir. Thetta er reyndar alveg frabaer adferd ad tala vid Marokkobua, en konurnar herna hafa reyndar litinn sem engan ahuga a fotbolta.... enda erum vid oftast einu kvenkynsverurnar ad horfa a fotbolta herna. Reyndar er thad ekki alveg rett thvi ad Rosa, kona hotelstjorans a hotelinu herna i El Jajida er svo rosalega hrifin af Bandarikjamanninum ad hun situr alltaf inni i sjonvarpsherbergi thegar hann er thar..... okkur finnst thessi Bandarikjamadur reyndar vera pinulitid hirdfifl herna, en hann virdist njota thess og starfsfolkid a hotelinu finnst hann alveg frabaer. Hann er a fullu ad reyna ad skilja ut a hvad fotbolti gengur og Svithjod er hans land thvi ad hann a vist einhverja fjaerskilda aettingja thar (aetlar ad heimsakja Svithjod og Danmork a fjorda manudi ferdar sinnar). Landslidsbolirnir okkar voktu mikla hrifningu i gaer, vorum i theim thegar Danir unnu Bulgari!

Vid gerdum annars mest litid i gaer. Aetludum ad labba ad litlum bae, en endudum a thvi ad taka straedoinn thvi ad thad var alls ekki gaman ad labba medfram mikilli umferd og fa bensinmokkinn beint upp i andlitid. Aetludum ad liggja a strodinni en okkur leist ekkert a blikuna thegar vid loksins fundum Atlantshafid. Thetta atti ad vera rosalega flott strond, en thar sem vid komum nidur voru bara steinar og thang og fullt af folki uti i sjonum ad safna thangi! Vid reyndar akvadum ad labba adeins medfram strondinni adur en vid aetludum ad gefast upp a theim bae og um 1 km lengra kom hin flottasta strond!!! Vid lagum sidan bara thar, en endumst samt ekki lengur en i tvo klukkutima (vorum reyndar lika svolitid solbrenndar sidan a fimmtudaginn, thannig ad thad var pinu erfitt ad sola sig og lika reyna ad fordast ad solin lenti a oxlunum!!

Nuna er klukkutimi i thad ad vid holdum afstad aftur til Casablanca. Eg er med rosalega fidring i maganum og tal klukkustundirnar nidur thar til ad vid eigum ad hitta hopinn okkar..... thad er eins gott ad hlutirnir standist nuna... eg bara AETLAST TIL THESS!!!!


::Eva:: |12:09|

-----------------------------

17 júní, 2004

GLEDILEGAN THJODHATIDARDAG!!!!
Tha erum vid bunar ad faera okkur adeins nordar - til El Jajida sem er strandarbaer ca. 100 km fyrir sunnan Casablanca. Sidasti dagurinn okkar i Essaouira var mjog finn. Thegar vid vorum a brettunum hittum vid stelpu sem vid hofdum hitt daginn adur. Hun var i eins blussu og vid erum bunar ad leita af og langar i, thannig ad vid spurdum hana hvar hun hefdi keypt hana. Hun lofadi ad syna okkur budina sem atti ad vera eitthvad fyrir utan Medinuna (Medinan er elsti hluti baearins og i Essaouira var thad helsti ferdamannastadurinn). Vid akvadum thvi ad hittast kl 11 daginn eftir. Hun maetti, en svo skemmtilega vildi til ad allar thessar blussur voru uppseldar i Essaouira.... hmmmmm eitthvad fannst okkur thad hljoma undarlega, en thad var litid sem vid gatum gert. I stadin syndi hun okkur odruvisi boli og endudum vid badar a thvi ad kaupa mussur sem vid orugglega eigum eftir ad nota sem nattkjola heima!! Sidan syndi hun okkur veitingastadin sem pabbi hennar a og vid vorum mjooooog velkomnar ad borda thar um kvoldid og ad lokum hafdi hun akvedid ad vid myndum hitta vinkonu hennar sem malar svona hennah a folk. Thetta er eins konar tatu, en thad a ad hverfa eftir ca manud. Thad for ekki betur en svo ad vid erum nuna med svart blom a oklanum og armband og hring a hendinni. Thetta er reyndar mjog flott, en stelpan aetladi ad rukka okkur margfalt fyrir ad "fa" ad lita lika a hendina okkar ospurd. Vid stodum fastar a okkar og borgudum bara fyrir oklann!!
Seinna um daginn forum vid i Hammam sem er eins konar tyrkneskt bad. Thad var ALGJOR SNILLD!!! Vid forum a stad sem var serstakur fyrir turista... thad var nu reyndar alveg nog og framandi fyrir okkur, starfsfolkid tharna taladi ekki einu sinni ensku. Vid akvadum ad fara baedi i skrubb og nudd - 120 Dirhams eda ca 1000 kr a mann. Thetta var thvilikt og annad eins, vid lagum a bekkjum i herbergi sem var einhverskonar gufa og kona skrubbadi okkur fra toppi til taar med sapu, sidan nuddadi hun okkur og ad lokum fengum vid baedi andlitsthvott, nudd og harthvott! Thess a milli hellti hun fotur af volgu vatni yfir okkur ur fotum sem hun stanslaust bar a milli tveggja herbergja. Vid vorum i algjorri saeluvimu eftir thetta, en konan var hins vegar ALVEG buin a thvi!!
Um kvoldid forum vid sidan bara lett ut ad borda og nadum ad sja fyrsta markid i Holland-Thyskaland leiknum. Vid aetludum sidan ad horfa a solsetrid, en viltumst adeins inn i Gallarie Magador sem er tresmidaverkstaedi thar sem unnid er ur serstokum vid sem faest tharna vid Essaouira. Hlutirnir sem voru til synis tharna inni voru rosalega flottir og endadi eg audvitad a thvi ad kaupa mer eitt stykki kistu sem eg verd ad drosla med mer ut um alla Marokko!!! Disa var mikid ad spa i thvi ad kaupa ser bord, sem var alveg gedveikt flott, en thad hefdi liklega verid i thad thyngsta ad ferdast med!! Thegar vid komum ut vorum vid bunar ad missa af solsetrinu, thannig ad vid akvadum bara ad fara aftur a hotelid. Vid hlidin a hotelinu okkar er bud sem selur litar-og ilmefni og hefur Disa mikid verid ad spa i thvi hvort ad hun aetti ekki ad kaupa ser svoleidis nu thegar hun er ordin svona mikill listmalari!!! Eg ytti henni thvi inn i budina og medan hun var ad fraedast um litina leit eg inn i naesta herbergid thvi eg heyrdi ad thar var verid ad horfa a Holland-Thyskaland-leikinn. Thar inni satu thrir menn og budu their mer ad setjast inn og horfa a leikinn med theim. Thessir thrir menn voru brodir budareigandans, Svisslendingur sem buid hefur i Essaouira i thrju ar og svartur madur sem reyndist vera einn af adalsongvorum a tonlistarhatid sem er sidustu helgina i juni a hverju ari i Essaouira. Thegar leikurinn var buinn tok svarti madurinn (Mouhamad) thriggja strengja gitarinn sinn og spiladi nokkur log fyrir okkur - thetta var rosalega gaman og thvilik stemmning. Budareigandinn dansadi medan vid hin kloppudum i takt vid lagid!! Vid keyptum okkur sidan geisladisk med honum a leidinni fra Essaouira i gaer.... verst ad vid getum fyrst hlustad a hanne eftir rumar tvaer vikur!

I gaer tokum vid sidan rutuna aftur nordur til El Jajida. Thad var ekkert mal ad finna hotelid sem vid aetludum ad gista a.... reyndar er herbergid ekki naerri thvi jafn huggulegt og a gistiheimilinu i Essaouira og mer hefur enn ekki tekist ad finna heita vatnid thott ad Disu hefur tekist thad, en thatta er samt fint. A thessu gistiheimili er lika Bandarikjamadur (med storu B-i!). Hann er a odrum manudi i threttan manada heimsreisu sinni! Thad er reyndar mjog fint ad tala vid hann thvi ad madur getur engan vegin talad heilt samtal vid Marokkobua thvi their kunna litid sem ekkert i ensku og tala eiginlega bara arabisku og fronsku!!
I dag erum vid sidan bunar ad vera rosalega duglegar. Tokum straedo til naesta baejar - Azemmour og aetludum vid ad skoda kastala thar, sem sidan reyndist bara vera Medinan! Vid lobbudum adeins tharna um og tokst ad villast inni i Medinunni - thad er alveg aragrui af gotum tharna, flestar thad litlar ad bilar engan vegin komast har um og okkur var meira ad segja einu sinni bodid inn til fjolskyldu i the (folk herna er reyndar alveg otrulega indaellt og hjalpsamt, th.e. ef madur horfir framhja solumonnunum og korlunum sem alltaf reynda ad bjoda manna far!). Okkur tokst ad lokum ad rata tharna ut og aetludum tha ad labba nidur a strondina.... thetta reyndist vera adeins lengri ferd en vid hofdum haldid og i mesta hita dagsins. Thetta var samt vodalega fint og alveg aedi ad labba med taernar ofan i Atlantshafinu eftir ad hafa labbad i brennandi heitum sandinum. Okkur tokst sidan ad rata aftur i baeinn og tokum straedoinn aftur til El Jajida. Vid erum sidan alveg bunar eftir thessa gonguferd okkar... thad er eins gott ad hitinn verdi ekki svona mikill thegar vid forum ad labba upp i fjollin... tha komumst vid nu ekki allt of langt!!! Vid erum nuna a leidinni a veitingastad til ad fagna Thjodhatidardeginum..... erum ad spa i ad fa okkur kus-kus; thjodarrett Marokkobua!


::Eva:: |18:56|

-----------------------------

15 júní, 2004

Vid erum algjorar primadonnur herna. Solumennirnir eru eins og flugur, alltaf ad bjoda manni hitt og thetta og vid erum ordnar rosalega duglegar ad ignora tha...... mer finnst vid reyndar alveg hundleidinlegar vid tha, en thad er alveg oruggt ad ef vid synum theim pinulitinn ahuga tha eta their okkur upp til agna.
Vid erum annars komnar til Essaouira. Okkur fannst Casablanca eiginlega ekkert serstok borg, eiginlega frekar skitug og mengud borg og engir turistar sjaanlegir. Thess vegna fannst okkur mjog merkilegt thegar vid komum hingad til Essaouira ad vid saum turista nanast strax. Their voru greinilega ekki jafn fegnir og vid ad sja adra turista, thvi ad their litu varla a okkur thott ad vid (eda alla vega eg) skaelbrostum til theirra..... thad kom sidar i ljos ad thad er alveg fullt af turistum herna, serstaklega Frakkar.
Ruglid vardandi ferdina okkar er komid nokkurn vegin a hreint. Eg hringdi til Kilroy i Danmorku i gaer og kvartadi. Konan sem eg talai vid bra sem betur fer og leid alveg rosalega illa ut af thessu (eins gott!!) og reyndi ad finna ut ur thvi hvad gerdist. Vid erum nuna bokadar i ferdina sem byrjar naesta laugadag og konan a Kilroy gerdi thad sem hun gat til ad sannfaera mig ad vid myndum ekki lenda i sama ruglinu aftur.... en vid nadum svo lika i gaurinn sem ser um thessar ferdir herna i Marocco og hann sagdi ad thad yrdi ferd a laugadaginn.... vid getum thvi ekki gert meira en ad treysta a thetta og njota thessara viku herna. Vid erum reyndar ad hondla thetta a mjog mismunandi hatt. Disa er audvitad alltaf hin rolegasta og bjartsynasta, og thad virdist ekkert geta komid henni ur jafnvaegi.... eg er hins vegar buin ad vera frekar stressud a thessu ollu og eg get engan vegin falid thad. Eg verd heldur ekkert rolegri a thvi ad Disa er svona roleg.... eg stressast eiginlega bara meira thvi ad mer finnst hun alls ekki lita a thetta jafn alvarlega og eg.... hun reyndar hefur reynt ad fullvissa mig um thad ad hun se lika stressud ut af thessu en thad er mer algjorlega oskiljanlegt hvernig henni tekst ad fela thad svona vel!!!! En eins og Disa segir.... thetta reddast!
Aftur ad Essaouira..... thetta er litid, fallegt sjavarthorp. Forum i gaer nidur a hofn ad horfa a thegar skipin komu inn i hofnina og hvernig their slogust um fiskinn. Lagum sidan a strondinni i nokkra klukkutima um eftirmiddaginn og nadum badar ad brenna adeins, sumir tho meira en adrir ;-). Thegar vid vorum komnar med nog af strondinni akvadum vid ad reyna faerni okkar a brimbrettum..... vid vorum alveg hrikalegar.... gatum varla sitid a brettunum, lagum bara og syntum. Reyndar voru ekki miklar oldur og erum vid stadradnar i thvi ad reyna aftur i oldum.
Vedrid herna er rosalega fint, thad er reyndar alveg yfir 30 stiga hiti, en thad er vindur herna vid strondina sem kaelir mann thad mikid nidur ad thad er bara mjog fint ad vera herna. A morgun aetlum vid ad halda adeins afram og fara til El Jajida sem er adeins naer Casablanca.


::Eva:: |10:10|

-----------------------------

12 júní, 2004

Thad gat audvitad ekki allt gengid eins og vid hofdum planad. Klukkan fimm vorum vid maettar i lobbyid ad bida eftir hopnum okkar en vid vorum einar ad bida....... Okkur var nu ekkert farid ad litast a thetta thegar klukkan var ordin 17;15 og engin annar turistalegur a svaedinu. Vid akvadum thvi ad hringja i nummerin sem vid vorum med og vitir menn.... vid erum a algjorlega vitlausum tima herna i Casablanca. Einhver misskilningur hefur ordid milli GUERBA og Kilroy, thvi skv GUERBA erum vid fyrst bokadar i ferdina 17. juli, en skv Kilroy atti ferdin ad byrja i dag. En vid nadum i starfsmann hja Guerba sem athugadi malid fyrir okkur og thetta verdur thvi thannig ad vid forum i fyrramalid kl 7 med rutu til Essouira thar sem vid aetlum ad vera i nokkra daga og sidan aetlum vid ad fara upp medfram strondinni aftur til Casablanca i viku og sidan fer annar hopur i somu ferd og vid erum bokadar a eftir a naesta laugadag og vid faum ad fara med honum. Thannig ad; sma breytingar a ferdinni okkar, en thad er allt fint ad fretta af okkur annars. Vorum uti ad borda og aetlum nuna ad rolta upp a hotel og pakka thvi ad vid thurfum ad vakna um kl 6 i fyrramalid.


::Eva:: |20:06|


jaeja; tha erum vid komnar til Casablanca. Vorum ekki lengi ad finna okkur netkaffi, en stafirnir a lyklabordinu eru mjog skringilega stadsettir.
Thetta gekk bara rosalega vel hja okkur i gaer. Bidum reyndar i 2 og halfan klukkutima a flugvellinum i Frankfurt, en eg hafdi fengid fullt af blodum fra Rikke thannig ad thetta var i finasta lagi: Thegar vid lentum i Casablanca tok vegabrefzaritunin vid og hun gekk bara mjog vel. Vid holdum reyndar ad their hafi ekkert vitad ad Island se til thvi ad their voru mikid ad spa i vegabrefinu hennar Disu. Eg flaug bara i gegn med vegabrefid mitt merkt Evropusambandinu.
Vid forum sidan ut og fundum hradbanka. Tha komu ad okkur kaerustupar fra Nyja Sjalandi og spurdu okkur hvort ad vid vildum vera samferda theim i leigubil inn til Casablanca; 30 km. Vid vildum thad audvitad og forum ut thar sem leigubilstjorarnir bidu eftir fornarlombum. Einn theirra gerdi okkur tilbod, 250 Dirhams, sem vid thadum. Thegar hann var buin ad troda bakpokunum okkar i skottid og binda thad nidur med bandi keyrdi hann afstad, en var ekki buin ad keyra 100 metra thegar hann spurdi okkur hvert vid vaerum ad fara. Vid sogdum nafnid a hotelinu okkar og thau a sinu, en tha stoppadi karlinn og vildi fa greitt tvofalt fyrir ad fara a tvo hotel thott ad thau vaeru frekar stutt fra hvor odru. Thegar vid hofdum fengid talad hann til ad fara bara a annad hotelid var hann buinn ad haekka verdid upp i 300 Dirhams..... eg var ordin pinu threytt og smeik vid thennan gaur og hefdi bara sagt ja med det samme, en tha hefdi thessi gaur gjorsamlega ETID mig og eg hefdi fengid ad borga tifalt verd. Kaerustuparid var greinilega vanari en vid ad eiga vid svona pruttara og voru fost a thessu, 250 Dirhams og eftir nokkurn thraeting keyrdi hann okkur a hotelid og vid borgudum thad sem vid attum ad gera.
Hoteliherbergid okkar var sidan bara hid finasta og vid svafum agaetlega med lok ofan a okkur. Hitinn er reyndar frekar mikill og thad er ekki einu sinni komid hadegi enntha..... aetli vid tokum ekki siestu a eftir. Eigum sidan ad hitta hopinn kl 17.


::Eva:: |10:29|

-----------------------------

11 júní, 2004

Loksins, loksins, loksins.... thad er komid ad thvi. Disa er løgd afstad fra Arosum og er er ad fara inn a Hovedbanegården ad hitta hana. Ætla adeins ad borda thad sem Anders er ad elda fyrir mig og svo er eg bara FARIN!!! Heyrumst!


::Eva:: |11:48|

-----------------------------

09 júní, 2004

Þá er komið að því...... Hrönn kemur að sækja mig eftir klukkutíma og skutlar mér út á flugvöll. Ég ætla að reyna að uppfæra bloggið mitt, en það er auðvitað háð því hversu netvætt land Marokkó er!! En ferðin okkar lítur svona út í hnotskurn (hérna er hægt að skoða kort af Marokkó);
Á föstudaginn, 11/6 fljúgum við til Casablanca frá Kastrup með millilendingu í Frankfurt. Þá tekur fyrsta verkefnið okkar við, að finna hótelið í Casablance. Næsta dag eigum við síðan að hitta hópinn okkar, en við ætlum að ferðast með Guerba í 13 daga vítt og breitt um Marokkó.
• Dagur 1; Casablanca
• Dagur 2; Rabat
• Dagur 3; Volubilis
• Dagur 4; Fez
• Dagar 5-6; Sahara eyðimörkin
o Erfoud og Erg hebbi
• Dagar 7-11; High Atlas Mountains þar sem okkur vonandi tekst að ganga á fjallið Jebel Toubkal sem er um 4000 metra hátt og hæsta fjallið í Norður-Afríku
• Dagar 12-13; Marrakech

Eftir 13. daginn þurfum við að standa á eigin fótum og stefnan er sett á Essaouira þar sem við ætlum að vera helgina 25.-27. júní. Við lásum á einhverri heimasíðu að það sé einhver hátíð í þessum bæ þessa helgi, en það verður bara að koma í ljós. Við eigum síðan flug frá Casablanca á föstudagskvöldinu 2. júlí og höfum við hugsað okkur að nota vikuna í að ferðast í norður-átt meðfram ströndinni til Casablanca og vera þar síðasta sólarhringinn.
Þetta er sem sagt ferðasagan í grófum dráttum og það verður síðan bara að koma í ljós hvernig þetta gengur hjá okkur!! Við fljúgum sömu leið tilbaka, þ.e. Casablanca – Frankfurt – Kastrup og flýg ég síðan beint heim til Íslands og lendi í Keflavík laugadaginn 3. júlí kl 14:15.
Síðan er ég að fara vestur strax á sunnudaginum því að ég er að fara að ganga Hornstrandirnar!! Sandra frænka kom nefnilega í heimsókn á sunnudaginn og hún er að fara að ganga þetta með vinkonu sinni frá Bolungarvík og auðvitað vildi hún fá frænku sína með. Þannig að þetta endaði þannig að bæði ég og Hrönn ætlum að fara með þeim. Við leggjum að öllum líkindum afstað vestur á sunnudeginum, 4. júlí og ætlum að ganga í eina viku. Það segir sig nú sjálft að skipulagningin lendir minnst á mér þar sem að ég verð í Afríku, en stelpurnar ætla alveg að sjá um þetta og það eina sem ég þarf að gera er að vera komin til Íslands 4. júlí!! Ég var reyndar frekar smeik við það biðja um aðra viku frí á Hrafnistu, en ákvað samt að reyna á það. Það kom svo í ljós að deildarstjórinn minn er alveg frábær og reddaði fríinu á nóinu! Ég er því að fara í rúmmlega fjögra vikna frí sem byrjar eftir tæpan klukkutíma!!


::Eva:: |12:15|

-----------------------------

08 júní, 2004

Ein kvöldvakt og ein nótt í það að ég legg afstað í ferðalagið mitt...... verð nú að viðurkenna að maður er komin með smá (mikinn) fiðring í magann! Setti ofan í bakpokann minn hérna áðan, þannig að núna er þetta meira að segja orðin sjáanlegt að ég sé að fara! Ég fer ca kl 12 til Keflavíkur og þaðan til Kaupmannahafnar þar sem ég verð hjá Rikke og Anders fram á föstudaginn. Dísa kemur svo þangað á föstudaginn og þá förum við bara upp í flugvél og fljúgum til Casablance (með millilendingu í Frankfurt) þar sem ævintýrið byrjað.
Er bara búin að vera að stússat síðustu daga, klára smáatriðin fyrir ferðina og svo var hún Elna mín auðvitað að klára grunnskólann í gær.... það er voðalega skrýtin tilhugsun að litla systir mín sé að fara í framhaldsskóla.... mér finnst hún svo MIKLU minni en ég var þegar ég byrjaði í framhaldsskóla!
En núna verð ég að fara og klára þessa kvöldvakt sem ég á eftir.....


::Eva:: |13:51|

-----------------------------

02 júní, 2004

Ég fór að skila ritgerðinni minni áðan, þannig að nú er ég formlega búin með 3. árið í læknisfræði! Fór síðan á hand/fótbolta-æfingu áðan, og það eina sem stelpurnar gátu einblínt á var að ég á 3 ár eftir.... ekki það að ég skuli ver búin með 3 ár..... hvað er málið!! Þetta er búið að vera þvílíkt púl og ég er bara hæst ánægð með það að vera komin svona langt og hlakka bara til að takast við næstu þrjú árin... mér finnst nefnilega alls ekkert leiðinlegt að vera í skóla.
Byrjaði á Hrafnistu í gær og líst bara mjög vel á. Ég er reyndar á vistinni en þar eru 140 íbúar, þannig að það verður þokkalega mikið verkefni að læra öll nöfnin. Notaði mestan hluta af deginum í dag í að teikna upp matsalinn og skrifa hverjir sitja hvar. Fékk reyndar líka að vera í smá læknisleik með húðsjúkdómalækninum sem kemur þangað aðra hverja viku. Það er miklu meira að gerast þarna, læknislega séð, en á Sunnuhlíð, en á móti kemur að hjúkrunarhlutinn er líklega minni á Hrafnistu. Svo getur maður bara deilt um það hvort er mikilvægara (held reyndar að allir (læknanemar alla vega) hafi gott af því að kynnast hvernig það er að vinna á hjúkrunarheimili).
Annars er bara hægt að bæta einu við: 7 dagar í Danmörk og 9 dagar í Marokkó... nú er undirbúningurinn kominn á fullt skrið!!!


::Eva:: |19:12|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn