Eva Albrechtsen
31 maí, 2006


hafið þið séð veðurspánna fyrir laugadaginn?!?!?! ohh, þetta lítur svoooo vel út - öll ský og rigning horfin og bara sól og blíða. Nú er sko bara að krossa fingur og tær að þetta haldist... ohh ég hlakka svoooo til!! Var á fundi áðan með leiðsögumönnunum og ég treysti þeim alveg 100% fyrir mér á leiðinni upp á Hnjúkinn og að koma mér niður ef að e-r hætta er á fleiri snjóflóðum!! Nú ætla ég bara að hella mér út í það að æfa mig að setja mannbroddana á skóna mína og gera grasið hjá mömmu og pabba götótt (eins gott að hundurinn flækist ekki fyrir :/)

Best að koma sér í rúmmið.... maður verður að sofa vel fyrir laugadagsmorgunin - lagt afstað frá Svínafelli ekki seinna en 04:00!! Gott að maður er svona morgunhress!!


::Eva:: |23:11|

-----------------------------

30 maí, 2006

úff... adrenalínið fór aðeins afstað áðan með tilheyrandi ofsakvíða og tachycardiu.... náði nú samt að róa mig fljótlega - það var hringt í mig áðan frá Hvolsvelli og ég beðin um að koma að vinna aðeins á undan áætlun... það er auðvitað hið besta mál, sérstaklega þar sem að læknirinn játaði öllum mínum kröfum og ég fæ að gera allt það sem ég var búin að ákveða að gera í júní... algjör snilld... já, svona fyrir utan stressið að maður sé aðeins á undan áætlun að fara að vera læknir á öllu Suðurlandsundirledinu!!

En ælta að njóta þess að vera til næstu vikuna, þarf ekki að mæta á Hvolsvöll/Hellu fyrr en á þriðjudagsmorgunin og ætla ég að hafa það svooo gott þangað til - stefnan er sett á Hvannadalshnjúkinn um helgina - já, þýðir ekkert annað en að byrja á toppnum!! Var samt að heyra af þessum þremur sem lentu í snjóflóðinu á leiðinni á Hnjúkinn áðan en ég ætla ekkert að láta það trufla mig.... ég vona bara svoooo innilega að það rætist e-ð úr þessu veðri... spáin lítur svolítið rigningaleg út....


::Eva:: |16:23|

-----------------------------

18 maí, 2006

18. maí

Mér finnst þetta langflottasta dagsetningin sem finnst.....




::Eva:: |15:23|

-----------------------------

06 maí, 2006

Ég lenti í svolitlu leiðinlegu í gær á annars mjög skemmtilegu kvöldi með vinkonunum.... ákváðum að skella okkur á vorfagnað svæfinga-og skurðlæknasviðsins á NASA.... það reyndist vera frekar döpur samkoma sem aðallega samanstóð af hjúkrunarfræðingum sviðanna tveggja.... alla vega voru þær mjög áberandi!! Við vinkonurnar flúðum því samkvæmið og settum stefnuna á Ólíver sem reyndist vera mjög góð hugmynd.... skemmtum okkur alveg konunglega á dansgólfinu. Það leiðinlega gerðist síðan einmitt á dansgólfinu; drukkinn/illa ruglaður maður gekk um á dansgólfinu og sló til og hrinti fólki sem fyrir honum var. Hann var síðan eitthvað að atast út í Hörpu og hrinti mér frá henni. Ég ýtti þá aðeins við honum, ætlaði að endurheimta dansfélagann minn en karlinn var ekki alveg á sama máli og ætlaði hreinlega bara að ganga í skrokkinn á mér. Mér eiginlega dauðbrá og reyndi eftir bestu getu að forðast karl-greyið.... það endaði reyndar með því að ég rétt náði að grípa hendurnar hans áður en hann náði að lemja mig og náði ég að halda honum þar til að dyraverðirnir komu (sem Rúna hafði hlaupið og sótt) og tóku hann í burtu. Það sem mér finnst samt mesta hneykslið í þessu er að meðan við vinkonurnar vorum að slást við karlgreyið (sem greinilega átti mjög bágt því að hann var engan vegin í sambandi við umheiminn) þá datt engum á dansgólfinu (sem btw var troðið og það fór ekkert á milli mála hvað var að gerast því að karlinn var frekar fyrirferðamikill í hreyfingum) í hug að einu sinni að bjóða okkur hjálp.... Harpa meira að segja pikkaði í strák sem stóð við hliðin á sér, sagði honum að karlinn væri að ráðast á okkur og hvort að hann gæti kannski hjálpað okkur. Strák (fíflið!) hló af henni og hélt að hún væri að reyna við sig (einmitt.... þvílík pick-up lína!!!).... HVAÐ er eiginlega málið?!?!?! Er þetta úrvalið af strákum sem við einhleypar höfum.... nei, ég bara spyr..... og fólki finnst skrýtið að ég fari svona lítið í bæinn.... ég á þá aldrei eftir að finna neinn því ekki hoppa strákar upp úr læknisfræðibókunum mínum ;).... það liggur við að mér finnist líkurnar samt vera meiri hérna heima hjá mér en í bænum.... en sem betur fer fórum við vinkonurnar í bæinn til að skemmta okkur og tókst það mjög vel :)



::Eva:: |20:22|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn