Eva Albrechtsen
25 júlí, 2004

Loksins, loksins, loksins er netið farið að virka aftur í tölvunni minni. Þetta net mitt er rosalega skrýtið..... þráðlausa tengingin mín segir alltaf að það sé excellent signal við tölvuna hans pabba en ég bara komst ekki á netið. Ég gat ekki kennt tenginginunni um netleysið á tölvunni minni því að það virkar mjög vel í fartölvunni hjá pabba. Tók mig til í gærkvöldi og ætlaði svo sannarlega að komast að því hvað væri að. Sat yfir tölvunni í þrjá klukkutíma og reyndi og reyndi.... pabbi var búin að láta tölvukarlana í Dómus kíkja á vélina tvisvar og í hvert skipti virkaði tengingin inni í Dómus en aldrei hérna heima. Ég gafst að lokum upp í gær, en vitir menn...... Elna kemur heim rétt eftir miðnætti og ákveður að líta aðeins á netið. Gerir sér lítið fyrir, kveikir á tölvunni minni og fer beint inn á netið.... HVAÐ er málið?!?! En það mikilvægasta er að tengingin er komin í lag..... þótt að ég sé nú ekki alveg sátt við vélina...

Er að fara á mína fyrstu næturvakt á morgun... ég er svolítið spennt hvernig mér tekst að halda mér vakandi. Ég er búin að vera óvenju þreytt undanfarin kvöld.... kannski er það skortur á fjölbreytileika í lífinu mínu... geri nánast ekki annað en að vinna og sofa. Ég á samt von á því að gamla fólkinu takist að halda vöku fyrir mér... það er alveg ótrúlegt hvað þarf lítið til að það sé nóg að gera þarna, einstakir magaverkir og nokkrir höfuðverkir og ég er á fullu út um allt hús!!


::Eva:: |23:27|

-----------------------------

22 júlí, 2004

Það fer ekki á milli mála að sumarið er í hámarki því að bloggheimurinn er í algjöru lágmarki. Og ég er engin undantekning! Er reyndar aðeins að reyna að vinna í því að setja myndirnar mínar frá Marokkó inn á netið, en pabbi þurfti því miður að taka tölvuna mína með sér í vinnuna, þannig að ég get lítið gert í málunum núna.
Er mikið að spá í að ganga fram af sjálfri mér og baka kannski eins og eina köku. Sólin sem átti að skína skært á frídeginum mínum hefur ekkert látið sjá sig... ég er nú ekki allt of sátt við það, en ég hef því miður ekki enn komist að því hvernig maður fer að því að breyta veðrinu.....


::Eva:: |14:28|

-----------------------------

18 júlí, 2004


I dag er det Rikkes fodselsdag - hjertelig tillykke med dagen sode!


Var annars á fyrstu kvöldvaktinni minni í gær þar sem að ég ein hafði ábyrgð á öllum 140 vistmönnunum. Það gekk bara mjög vel. Reyndar kom eiginlega ekkert upp, en bara það að þurfa að muna eftir öllu sem ég þurfti að gera, gerði það að verkum að ég var gjörsamlega búin eftir vaktina.
Fór nú samt að líta á FHstelpurnar sem voru í partýi hjá Önnu Rut, og sem reyndar voru á leiðinni á Hverfisbarinn rétt eftir að ég kom. Ég lét til leiðast og fór með þeim á Hverfis, en o-m-g....... ég held að það sé nú bara lítið við þessu að gera.... mér finnst alltaf jafn leiðinlegt að fara inn á svona staði! Það hlýtur að vera einhver betri leið að sjá fólk og láta sjá sig (.... eins undarlegt að það virðist hljóma þá er engin sem bara kemur og bankar upp hjá manni!!).
Nú er sólin loksins komin, ætla að fara út og njóta hennar áður en ég þarf að mæta á kvöldvakt kl hálf-fjögur.



::Eva:: |11:27|

-----------------------------

15 júlí, 2004

Lífið mitt hefur heldur betur róast eftir nokkra vikna ferðalög. Var í dag að klára þriðju vaktina mína í níu vakta runu og er núna talið fullgildur hjúkrunarfræðingur (örugglega sá síðasti í mínum bekk).
Er reyndar aðeins farin að stússast í íbúðarmálum og þá aðallega í því mausi að fá greiðslumat. Íslenska bankakerfið er alls ekki sátt við þá staðreynd að ég skuli ekki vera á lánum frá LÍN..... það er alveg ótrúlegt að maður standi verr að vígi ef maður ekki er á lánum! Held samt að ég sé loksins búin að safna öllum þeim upplýsingum saman sem bankinn þarf að fá í hendurnar og stefni að því að reyna á þetta á morgun.
Annars er ég að lesa Da Vinci lykilinn og ég held barasta að ég snúi mér aftur að henni.... hún er bara nokkuð spennandi enn sem komið er.....


::Eva:: |19:23|

-----------------------------

10 júlí, 2004

Þá er ég mætt aftur á þann hluta veraldar þar sem hægt er að fara inn á veraldarvefinn og það er meira að segja hægt að skrifa án þess að m komi í staðin fyrir æ (Dísa er örugglega eina sem skilur þetta, en ég varð að koma þessu við, því núna jafnvel eftir viku er ég enn að skrifa eins og ég gerði í Marokkó.... mjög furðuleg takkaborðin þar í landi!!).

Eftir mjög stutt stopp á höfuðborgarsvæðinu síðustu helgi var stefnan sett Vestfirðina með Söndru frænku. Fyrirhugað var viku ganga á Hornströndunum. Við keyrðum vestur á Bolungarvík síðasta sunnudag og gistum hjá Baddý vinkonu hennar. Á mánudaginn vorum við ferjaðar yfir Dúpið inn í Jökulfirðina, eða meira nákvæt að Kvíum sem eru við Lónafjörð. Eftir að hafa fengið okkur smá hádegishressingu og bölvað bátinn fyrir að landa okkur vitlausu megin við ósina (sem við þar af leiðandi þurftum að byrja á að vaða) héldum við afstað inn stórgrýtta fjöruna alveg inn að Rangala í Lónafirði. Þessi fjörður er algjör náttúruperla en mjög fáir fara þarna um því það er ekki hægt að komast þangað sjóleiðina nema á kajaki. Alveg inni í Rangala við hliðin á undurfögrum fossi tjölduðum við tjaldinu okkar og sváfum fyrstu nóttina. Daginn eftir var stefnan sett á Rangalaskarðið, en það er ekki mælst með því að ganga þar nema í mjög góðu skyggni. Eftir að hafa gengið stórgrýtta fjöruna daginn áður vorum við búnar að panta gott skyggni á þriðjudag því að við nenntum engan vegin að labba aftur tilabaka í fjörunni. Og vitir menn, einhverjir hafa heyrt bænirnar okkar því að veðrið lék við okkur (sem og alla hina dagana). Eftir mikið púl og ströggl inn fjörðin og upp að skarðinu sáum við Hornvíkina hinu megin. Það verður nú bara að segjast að útsýnið þarna er hreint stórkostlegt þegar skyggnið er gott. Það er frábært að vera búin að drösla sig upp á eitthvert fjall með 20 kg á bakinu og sjá síðan alla leið niður í næsta fjörð. Reyndar var vegalengdin sem við gengum á þriðjudaginn nokkuð löng, en við gengum í tæpan hálfan sólarhring (með matar- og kaffipásum). Í hornvíkinni var reyndar mjög vatnslítið þegar komið var alveg fram að sjónum, en hópur af fólki gisti einnig þarna í skála sem hjón úr hópnum áttu. Ég var valin að fara að biðja um vatn handa okkur, en konurnar í hópnum voru nú alls ekki á því að gefa mér vatn, húsráðandinn hafði sagt að það væri vatnsskortur og þær vissu hreinlega ekki hvort að þær gætu gefið mér eitthvað (!!!). Þá stóð risavaxinn karlmaður upp sem hafði sitið afsíðis og hlustað á konurnar hella sig yfir mig og sagði að það væri nú ekki hægt að senda mig aftur tilbaka vatnslausa. Gekk hann framhjá konunum með brúsana mína og fyllti þá báða, konunum til mikilla gremju. Hann spurði meira að segja konurnar hvort að þær vildu frekar að hann gæfi mér rauðvínið þeirra, en það vildu þær nú alls ekki!! Húsráðandinn kom reyndar þegar ég var á leiðinni í burtu og þá kom í ljós að vatnsskorturinn væri nú ekki það mikill að konurnar hefðu þurrt að afneita mér öllum vökva. Við hittum reyndar sama hópinn í bátnum á leiðinni tilbaka á Ísafjörð og það var nú ekki smá sem stóra karlinum fannst gaman að stríða konunum sem ekki vildi gefa mér vatnið..... og var þeim lítið skemmt við það (annað en mér og karlinu)!!
Á miðvikudaginn ákvað Baddý að hvíla sig meðan við Sandra örkuðum yfir á Hornbjargið og skoðunum það. Þurftum reyndar að vaða ósina sem gekk okkur langt upp að mitti en okkur tókst að komst heilar yfir og alla leið upp á Njúpinn. Hann er ekki nema um 400 metra hár, þannig að það er rosalegt að leggjast fram á bjargið og horfa niður í sjóinn. Við ætluðum síðan að drífa okkur tilbaka því stefnan var sett á að komast yfir í Hlöðuvík fyrir kvöldið (við komumst nefnilega að því um morgunin að við vorum alls ekki með nógan mat fyrir heila viku, þannig að við ákváðum að stytta ferðina okkar um tvo daga). Þegar við vorum komin að Horni (skáli sem Ferðafélagið á) kom Hornstrandarbáturinn og við ákváðum að athuga hvort að það væri ekki mögulegt að fá far frá Aðalvíkinni á föstudag í staðin fyrir sunnudag. Það reyndist vera ekkert mál og að auki skutluðu þeir okkur yfir fjörðinn þannig að við sluppum við að labba sömu leiðina tilbaka (og að vaða ósina aftur!!). Hún Baddý var nú frekar tvístíga þegar við komum tilbaka og var alls ekki viss um það hvort að hún ætti að fara aftur til Ísafjarðar með bátnum eða klára ferðina með okkur. Þetta var hennar fyrsta ganga, þannig að sárar fætur sem og aum liðamót komu henni svolítið á óvart. Hún ákvað að halda áfram með okkur, sem reyndist vera röng ákvörðun því við vorum ekki komnar yfir í næstu vík (Rekavík bak við Höfn) þegar hú hreinlega gafst upp og sagðist ekki geta meir. Þá voru góð ráð dýr því ákkúrat á þeirri stundu var báturinn á leiðinni út úr víkinni. Þetta endaði því þannig að meirihlutinn af farangrinum hennar var hlaðinn ofan á minn og Söndru og drógu við hana bókstaflega upp í Atlaskarðið og yfir í Hlöðuvíkna. Þegar við vorum komnar yfir Atlaskarðið var mesti brattinn uppávið búinn og ákvað ég þá að ganga á undan þeim niður í Hlöðuvíkina. Ég tók því alls sem ég þurfti til matargerðar og bættu ofan á bakpokann minn sem þegar var í þyngri kantinum (ég bar tjaldið alla leiðina) og komst ég niðru og náði að tjalda og elda áður en stelpurnar komust alla leið. Sem betur fer voru fólk í Hlöðuvíkinni og fékk Baddý að vera hjá þeim þar til báturinn gat komið að sækja hana í gær.
Við Sandra héldum því tvær áfram á fimmtudagsmorguninn og var stefnan tekin á Fljótavatn. Reyndar var búið að segja við okkur að best væri að fara austur fyrir Fljótavatnið og vaða síðan ósina til að komast upp í Fjörðin, en okkur leist mjög illa á þá áætlun því vaðið er 200-300 metra langt allt eftir því hvort að það sé flóð eða fjara (og þar sem hvorugar okkar kunnum á það náttúrufyrirbæri gátum við engan vegin treyst á að vera á ósinni á réttum tíma). Sem betur fer hittum við tvo ferðamenn í Þorleifsskarðinu sem sögðu okkur að út af þurrki væri ekkert mál að fara vestur fyrir vatnið, maður þyrfti bara að passa sig aðeins á mýrinni. Reyndar var Þorleifsskarðið þokkalega mikil þrekraun í sjálfri sér, mjög brött brekkan (ferðamennirnir tveir voru Bandaríkjamenn og höfðu þeir sagt okkur að brekkan væri þókkalega brött, en við hlógum bara að þeim og hugsuðum með okkur að þessir Kanar vita nú ekkert hvað bratt er........ en þeir reyndust síðan hafa rétt fyrir sér!!!) Brekkan er sem sagt mjög brött og grýtt og var Sandra á tímabili orðin svoooooo pirruð út í steinana að hún ákvað að lemja þá með stafnum sínum....... þeir breyttust samt ekkert við það!! Bandaríkjamennirnir reyndust síðan aftur hafa rétt fyrir sér því að það var alveg fært að ganga vestur um vatnið þótt að það hafi verið þokkalega þungt að ganga í allri bleytunni. Við komumst síðan á áfangastaðinn upp úr klukkan sex og rúmmlega sjö vorum við búnar að borða kvöldmatinn okkar og steinsofnaðar!!
Eftir tæplega 11 tíma svefn gátum við lagt snemma afstað síðasta hlutann okkar, frá Fljótavatni niður að Látrum í Aðalvík. Eftir að við komumst upp á Tungubreiðuna sem er fjallið sem afmarkar fjörðinn, reyndist gangan niður í Aðalvíkina vera auðveld og vorum við komnar þangað um hádegisbil eða ákkurat þegar Hornstrandarbáturinn var að koma í fyrri ferð sinni að Látrum. Við ákváðum reyndar bara að bíða þarna þar til báturinn kæmi aftur um kvöldið og tjölduðum bara tjaldinu okkar í hlíðinni fyrir ofan fjöruna og lágum í besta veðri sem hægt er að hugsa sér á Íslandi og nutum þess að hafa komist á leiðarenda. Við sáum meira að segja nokkra útlendinga baða sig nakta í sjónum lengra inni í firðinum..... og auðvitað vorum við með sjónaukann tilbúinn!! Báturinn kom síðan rúmmlega sex og vorum við komnar til Ísafjarðar um 20:30. Fengum okkur pizzu og bragðaref og drifum okkur síðan til Bolungarvíkur í sturtu (enda var lyktin af okkur orðin frekar slæm svo ekki sem meira sagt).

Ég er sem sagt komin heim núna eftir rúmmlega fjögurra vikna ferðalag. Þetta er búið að vera alveg stórkostlegt og sé ég alls ekki eftir þeirri ákvörðun að vinna bara í tvo mánuði af þremur í sumar. Marokkó var allt annað en það sem ég hef kynnst áður og frábær upplifun og að vera svo heppin að fá sól og blíðu í fimm daga á Hornströndunum var ógleymanlegt - ég er líka miklu brúnni í framan núna en eftir þrjár vikur í Marokkó!!!.


::Eva:: |12:41|

-----------------------------

01 júlí, 2004

Baedi thad ad madur komist ekki alls stadar a netid og su stadreynd ad thad er buid ad vera svo mikid ad gera hja okkur hefur ollid thvi ad thessi sida hefur verid daud i ca eina viku. En thad er ekki thar med sagt ad vid hofum verid daudar i viku (hmmmm..... eda eg aetti kannski ad segja Disa thvi ad thad er ekki alveg rett vardandi sjalfa mig!).
Vid erum nuna i Marakech, sidasti afangastadurinn okkar adur en vid leggjum afstad nordur a boginn.
Vid keyrdum sem sagt ut i eydimorkina a midvikudaginn var og va..... hitinn tharna er alveg rosalegur!! Thad er gjorsamlega omogulegt ad gera nokkurn skapadan hlut tharna yfir midjan daginn, svitinn gjorsamlega rennur af manni eins og gosbrunnur thott ad madur sitji i skugga eda innandyra thar sem loftraestingin gengur a fullu. Vid svafum reyndar eina nott i bae sem er ca. 40 km fra Sahara og thar var sundlaug sem var thvilik snilld! A fimmtudaginn keyrdum vid thessa 40 km ut i Sahara (thad er ekki thad sama ad segja eydimork og Sahara.... Myrdalssandurinn er lika eydimork!!) og vorum vid komin thangad um hadegi. Thetta var pinulitill baer, folkid sem byr tharna kallar sig Berbar og sidan var lika veitingastadur og einnig er moguleiki a ad gista annadhvort i tjaldi eda upp a thaki. Rummlega fimm forum vid i ulfaldareidtur ut i sjalfa Sahara-eydimorkina (lagum sem sagt i algjoru svitabadi thangad til) og horfdum a solsetrid thadan.... eg tharf nu varla ad segja ad thetta var storkostleg upplifun ad sitja tharna uti i uppi a risa sandfjalli og horfa a solina setjast i fjarska.... thetta var rosalega flott. Thegar vid komum aftur a veitingastadinn fengum vid mat sem er serstakur fyrir thetta svaedi - Kaila heitir thad og er einhversskonar eggjarkaka. Vid akvadum sidan oll ad sofa uppi a einu thakinu - gedveikt flott med milljon af stjornum fyrir ofan okkur!!

Daginn eftir stod sidan a keyrslu fra Sahara og upp i fjollinn. En tharna tok vid algjort helviti fyrir mig.... mer tokst nefnilega ad kraekja mig i einhvert helv.... bakteriukvikindi thannig ad naestu tvo solarhringanna la eg bara og gerdi nakvaemlega ekki neitt...... thetta var mesta uthreinsun sem eg nokkurn timan hef upplifad og eg rett hafdi krafta til ad draga sjalfa mig a klosettid og aftur tilbaka. Thad versta var ad fyrri daginn thurfti eg ad liggja i bilnum a leid upp i fjollin og m.a. i tvo tima i ca 40 stiga hita inni i bilnum medan hopurinn for i mat til ekta Berber-konu sem lifir af thvi ad bua til teppi. Ferdin endadi sidan i Todra Gorge sem er einkonar (mini)gljufur eins og Grand Canyon (veit ekki alveg hvernig madur skrifar thad). En sam sagt medan vid vorum tharna var bodid upp a gonguferd um gljufrid, en thad reyndist bara vera Disa sem gat farid thad. Peggy er med slaema hasin og getur ekki labbad upp a vid og Roland og Natasha hofdu kraekt ser i vaegari utgafu af theirri pest sem eg var med (eda eru med oflugri tharmakerfi en eg). En thegar eg var buin ad vera rummliggjandi i ruman einn og halfan solarhring og ekkert batnadi astandi var hringt i laekni og hann kom med penicillin handa mer. Eg lagadist sidan smatt og smatt eftir thad, en er reyndar ekki enn farin ad borda heila maltid eins og eg gerdi adan.... maginn minn minnkadi um meira en helming a thessu rugli!!

Fra Todra Gorge keyrdum vid upp i High Atlas Mountain thar sem stefnan var tekin a Jbel Toubkal sem er haesta fjallid i Nordur-Afriku (4167 m). Thetta var sem sagt a manudaginn og lobbudum vid tha ca. klukkutima upp a litlum fjallabae thar sem vid svafum eina nott. Snemma daginn eftir gengum vid upp a Todra Refuge sem er einhverskonar fjallakofi thar sem madur sefur eina nott adur en madur fer upp a sjalfan tindinn. Fjallathropid er ca i 1500 m haed, en kofinn i 3200 m haed. Thetta var um 12 km ganga, mismunandi mikid upp allan timan. Eg var alveg buin ad sja thad ad ef eg aetladi ad geta thetta var eg alveg ad gera thad a minum hrada (madur verdur pinu skynsamur eftir tveggja daga nidurgang og minnkada matarlyst), thannig ad eg tok mommu mina a thetta, th.e. alltaf sidust! Thetta er audvitad algjorlega thvert a mitt keppnisedli, en med thvi ad gera thetta svona tokst mer ad komast alla leid. En vid gengum sem sagt fyrsta daginn upp ad fjallakofanum og vorum komin thangad rett upp ur hadegi. Svafum sidan, lasum og spiludum thad sem eftir var af deginum.... vorum reyndar alveg buin eftir thessa gongu og forum snemma ad sofa thvi ad vid thurftum ad vakna kl 4 daginn/nottina eftir til ad fara upp a toppinn sjalfan. Thad er skemmst fra thvi ad segja ad okkur tokst ollum (Disu, Roland, Natasha og mer; Peggy vard ad lata ser naegja ad fara a mulasna upp ad fjallakofanum ut af haelunum sinum)ad ganga a fjallid, og var thad alveg STORKOSTLEG tilfinning ad standa tharna uppi og horfa nidur. Ferdin nidur var reyndar ekkert sidri en ferdin upp og thurftum vid lika ad labba alla leid nidur aftur. Thannig ad thegar upp var stadid lobbudum vid i ruma 10 klukkutima i gaer (enda er astandid a fotunum eftir thvi)! Eg verd samt ad segja ad fyrir mina hond ad tha er thessi gonguferd thad minnisstaedasta i ferdinni!

Ur fjollunum keyrdum vid sidan til Marakech..... vid vorum oll gjorsamlega buin eftir daginn (forum lika a faetur kl 4) thannig ad thad var bara farid a McDonalds ad borda og sidan beint i rummid!
Dagurinn i dag er sidan buin ad fara i skodunar-og verslunarferd i Marakesh, fengum alveg frabaera guide um baeinn herna og syndi hann okkur langbestu stadina til ad versla Marakoskar vorur. Roland og Natasha foru til Essaouira herna eftir hadegi, en Peggy, Disa og eg forum i Hammam (Tyrkneskt bad) thar sem vid vorum thvegnar, skrubbadar og nuddadar..... ekki slaemt eftir daginn i gaer!! I kvold aetlum vid sidan a torgid herna i Marakech, thad a vist algjorlega ad breyta um mynd a kvoldin thannig ad okkur hlakkar mikid til.

A morgun tekur sidan vid long fer heim aftur. Forum med lest hedan kl 17 til Casablanca, fljugum thadan til Frankfurt um midnaetti og eftir thriggja tima bid i Frankfurt fljugum vid til Kaupmannahafnar. Thar skilja leidir okkar, Disa tekur lestina til Arosa, en eg flyg afram til Islands og verd komin thangad um kl 14 a laugadag.... thetta er thvi taeplega solarhrings-ferdarlag alla leidina heim!


::Eva:: |17:53|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn