Eva Albrechtsen
29 júní, 2006


Hvernig líst ykkur á?? Ferðin var geggjuð; veðrið æðislegt, landslagið rosalegt, útsýnið stórkostlegt og félagsskapurinn frábær!! Ég mæli sko 110% með svona ferð og er meira en til í að fara með ef e-r ætlar, bara segið til!
Við gengum 8-10 klst á dag í stórbrotinni náttúru og á kvöldin var eldað þessi dýrindis matur (humarsúpa, grillaður silungur, grillað lamb svo e-ð sé nefnt). Við þurftum að byrja á því að ferja allan farangur og mat niður Illakambinn (ber sko nafn með réttu....) og segja myndirnar allt sem segja þarf.... við gistum síðan þrjár nætur í Múlaskála og eina nótt í Egilseli.

Er búin að vinna að því í kvöld að hlaða myndir inn á myndasíðu sem ég var að stofna, búin að gefast upp á að búa til myndasíðu sjálf. Pabbi minn var endalaust duglegur að taka myndir og það er búið að vera mjög erfitt að velja úr myndir til að setja á netið.... finnst þær allar svoooo flottar (enda ég á þeim flestum þar sem að við pabbi gengum mikið saman)!!
En hér eru nokkrar (eða samt nokkuð margar....) fyrir þá sem hafa áhuga. Er einnig búin að hlaða myndirnar inn frá ferðinni á Hvannadalshnjúkinn. Myndir frá rafting er hægt að nálgast hér hjá Önnu sem tók sig saman og hlóð öllum 105 myndum inn á myndasíðuna sína!!


::Eva:: |20:21|

-----------------------------

11 júní, 2006

Flottastar!!


::Eva:: |20:03|


Sniilllllld!!! Ekki hægt að segja annað.... þrátt fyrir það að hafa farið áður í þessa á þá var það allt öðruvísi núna og ekki skemmdi það fyrir að vera í frábærum félagsskap..... hér eru nokkrar myndir....







::Eva:: |19:37|

-----------------------------

09 júní, 2006

Ég veit ekki hvort að blogger.com hafi verið í fýlu út í mig alla vikuna vegna þess að ég er eitthvað að þykjast að vera eitthvað á Suðurlandinu.... alla vega hefur hann ekki viljað hleypa mér inn alla vikuna.... En þrátt fyrir fýlu tölvunar hefur gengið ótrúlega vel að starfa sem héraðlæknir (ok hljómar alveg rosalegt.... finnst ég miklu meiri læknastrumpur.... kann alveg fullt en samt ekki neitt... :)). Læknirinn á staðnum er búin að vera stórkostlegur; ótrúleg þolimæði, alltaf tilbúin að aðstoða og kenna! Síðan er annar læknir þarna sem er í sumarfríi núna, hann lánaði mér bara húsið sitt meðan ég er þarna í júní - snilldar place og ekki skemmir fyrir að hann er með Sýn..... algjörir snillingar. Er meira að segja búin að taka tvær sólarhringsvaktir í röð og þrátt fyrir nokkur útköll er ég enn á lífi og gott betur en það. Það hefur nú aðallega verið orthopædia sem hefur komið upp á vöktunum; saumaskapur, tognanir og brot, en þvílík og önnur eins flóra af sjúkdómum sem koma til mín á daginn..... 12-15 sjúklingar á dag er nokkuð erfitt... maður þarf svo sannarlega að flétta í skjalasafninu sem maður hefur reynt að safna saman undanfarin ár.
Ég er sem sagt komin í bæinn núna ef stoppa ekki lengi í þetta skiptið. Held norður í land í kvöld þar sem stefnan er sett á Austari Jökulsánna í rafting í fyrramálið. Reyndar annað skiptið sem ég fer í þessa á, en ég efa ekki að það verði jafngaman núna og þá, jafnvel skemmtilegra!!


::Eva:: |17:17|

-----------------------------

05 júní, 2006

Bjarney er búin að skrifa ferðasöguna á bloggið sitt þannig að ég ætla bara að leyfa þeim sem vilja lesa hana, að gera það á blogginu hennar.... Ég nenni ekki að endurskrifa hana en ætla þess í stað að láta nokkrar myndir fylgja færslunni hennar..... bloggið hennar er hér.




::Eva:: |11:13|

-----------------------------

04 júní, 2006

SNIIIIIIILLLLLD!!!! Það er ekki hægt að segja annað um þessa ferð!! ég mæli sko 100% með að skella sér í þessa ferð, sérstaklega ef spáin er góð - útsýnið er þvílík!! Nenni ekki að skrifa ferðasöguna núna en læt þessa mynd af okkur göngugörpunum og leiðsögumanninum okkar fylgja með. Þarna erum við nýkomin upp í 2110 metra hæð!!



::Eva:: |16:05|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn