Eva Albrechtsen
24 september, 2004

Þá er törnin mín á slysó að verða búinn. Á bara eftir daginn í dag og síðan næturvakt í nótt. Tíminn sem við áttum að fara í hérna kl 8 féll niður, þannig að í staðin fyrir að brjótast í gegnum óveðrið aftur á hjólinu mínu ákvað ég að skrifa aðeins í staðin... finnst það skynsamlegra... og síðan er það ekki eins kalt og blautt!
Það er búið að vera rosalega gaman hérna á slysó, alveg nóg að gera og ekkert mál að taka nokkrar 16 tíma "vaktir". Er búin...... hmmm já... nú er klukkan orðin 12 að miðnætti og ég ætla að gera aðra tilraun til að klára þetta. Fékk tilboð um að sauma saman eitt stykki sár í morgun og ákvað að láta það ganga framfyrir bloggið. Mætti hingað kl 10 í kvöld og er þegar búin að sauma sár saman, setja gips á hendi og senda nokkra á röntgen. Vonanadi heldur þetta áfram.... þótt að ég voni auðvitað ekki að eitthvað komi fyrir fólk, en ef svo er, þá vona ég að það komi hingað svo að ég geti lært eitthvað meira ;).
Það er sem sagt búið að vera alveg meira en nóg að gera síðustu tvær vikur hérna á slysó. Ég er búin að læra alveg ótrúlega mikið, en samt kann ég nánast ekki neitt. Ég er búin að taka þrjár vaktir á neyðarbílnum, það er alveg rosalegt og þvílíkt adrenalínkikk..... ég mæli samt ekki með því að vera á klósettinu þegar útkall kemur!!
Ætla að klára þetta núna, þannig að ég geti alla vega að publishað eitthvað....

En svona að lokum, hún Hrönn átti afmæli í gær - enn og aftur; hjartanlega til hamingju með daginn skvís og takk fyrir kökuna!


::Eva:: |08:15|

-----------------------------

19 september, 2004

FHingar ERU ÍSLANDSMEISTARAR 2004!!!


::Eva:: |18:05|


Gleymdi líka að nefna eitt... Gitte og Poul voru að fá samþykki fyrir annari stelpu, þannig að núna er önnur frænka á leiðinni í Albrechtsen famelíuna.... hún er fædd 29. óktóber 2003, þ.e. einu og hálfu ári yngri en Amalie stóra systir hennar. Hún nær líklega að halda upp á eins og hálfs árs afmælið sitt áður en þau fara til Kína að sækja hana. Hún er frá sama svæði og Amalie og bara nokkuð lík henni miðað við fyrstu myndirnar sem við fengum af Amalie.


Ég gleymdi líka einu öðru, hún Inga Rún á afmæli í dag - hjartanlega til hamingju með daginn, skvísa.... vona að þú hafir það gott í dag.


::Eva:: |16:35|


ÉG ER FLUTT!!!


Það hlaut að koma af því..... er núna flutt í Lönguhlíðina. Húsgögnin eru öll komin og maður er svona að tína smáhlutina upp í hillurnar. Var allan gærdaginn að reyna að koma réttum innstungum á allar rafmagsgræjurnar mínar.... mamma og pabbi eru nefnilega með gömlu ítölsku tengin alls staðar, þannig að nú verður maður að skipta yfir í venjulegu tengin aftur. Er líka orðin alveg þokkaleg (en ekki meira en það!) með borinn og eru nokkur skuggaleg göt komin í vegginn hjá mér.... sem betur fer hylja myndirnar götin ;). Ég er því tilbúin til að sýna höllina mína... bara líta við hvenær sem er.... er reyndar ekki heima á morgun þar sem að ég mun vera að bruna um götur bæjarins á Neyðarbílnum!

Er að horfa á FHinga spila á móti KA fyrir norðan, ef þeir vinna fer Dollan í Krikann! ÁFRAM FH!!!!


::Eva:: |16:16|

-----------------------------

12 september, 2004

Það er bara allt að gerast hjá mér núna. Hann pabbi er búin að vinna nánast dag og nótt við það að klára að leggja á þetta blessaða gólf, og tókst það bara hjá honum í miðri vikunni. Svo eru auðvitað fullt af smáatriðum sem líka þarf að ganga frá. Hún móðir mín er síðan á fullu að þrífa... skiptir engu máli þótt að við pabbi séum að skíta allt út í næsta herbergi.... hún bara VERÐUR að hafa eitthvað aið að gera. Skáparnir mínir eru því rosalega hreinir að innan!! Það setur svolítið strik í reikningin að vera að taka vaktir í starfsnáminu og síðan auka-og helgarvaktir á Hrafnistu (er einmitt að vinna núna... vildi miklu frekar vera í íbúðinni að taka upp úr kössunum). Ég næ engan vegin að halda í foreldra mína, þau bara vinna út í eitt. Ég skiptaði t.d. pabba mínum að taka sér frí í kvöld, en ég held að það hafi tekist hálfilla hjá mér....


::Eva:: |16:51|

-----------------------------

04 september, 2004

Þessi vika hefur hreinlega bara horfið.... það var allt í einu kominn föstudagur í gær og ég fann ekkert fyrir því. Það er auðvitað mikið að gerast þessa dagana, klíníkin komin á fullt og auk þess er maður að reyna að koma heilli íbúð í stand. Foreldrar mínir eru reyndar algjörir gullmolar, mæta á hverjum einasta degi og hjálpa mér með herlegheitin. Ég myndir ALDREI klára þetta fyrir jól ef að það ekki væri fyrir þeim. Ég er núna farin að sjá fyrir endan á þessu, sem betur fer. Búin að mála og pabbi er að klára að setja á gólfið í stofuna; þá er bara gólfið í forstofunni eftir. Það segir sig eiginlega sjálft að sólarhringurinn er ekki alveg nógu langur fyrir mig þessa stundina. Maður nær auðvitað ekki að lesa mikið samhliða klíníkinni þegar maður alltaf er að stússast í íbúðinni, og er það reyndar svolítið pirrandi. Það er rosalega gaman að vera svona á sjúkrahúsinu og dagurinn flýgur áfram. Hef verið á þvagfæraskurðdeild í þessari viku, en því miður lítið náð að lesa samhliða því. Fer á æðaskurðdeild á mánudaginn, ætla að reyna að lesa betur fyrir það..... það er samt pirrandi að ná ekki að lesa það sem maður ætlar sér, því að það er svo margt spennandi sem maður sér og vill vita meira um. Ef maður svo sest ekki niður fyrr en nokkrum dögum seinna er maður búin að gleyma því sem var svona spennandi því að það hefur svo margt annað spennandi gerst.....
Er núna á 4B á Hrafnistu á minni fyrstu sjálfstæðu vakt. Það er nú reyndar mjög rólegt að vera hérna, miklu meiri rútína en nokkru sinni á Vistinni.


::Eva:: |14:01|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn