Eva Albrechtsen
28 september, 2005

Mótþróaögrunarröskun.... hvurslags orð er þetta eiginlega?!?!? Fyrir þá sem ekki vita betur þá er þetta sjúkdómsgreining sem hægt er að gefa barni.... barnið verður samt örugglega bara enn ruglaðari á að hafa þessa greiningu... ekki einu sinni hægt að segja þetta án þess að hiksta!!! hmmmm.... er að fara að flytja fyrirlestur um þetta blessaða efni á morgun... þarf líklega að nota allt kvöldið bara á að æfa mig á að segja þetta án þess að hiksta; mótþróaögrunaröskun mótþróaröskun, mótBLA!!!


::Eva:: |17:54|

-----------------------------

22 september, 2005

Þetta klukkvesen er nú meira ruglið.... ég sem var að gefa út þá yfirlýsingu að ég væri hætt að blogga, þá þvingar litla krílið mig til að segja frá fimm tilgangslausum hlutum um sjálfa mig....

1. Ég faldi mig undir sæti í bíói á ET þegar ég var 5 ára því ég var skíthrædd við myndina og neitaði að setjast aftur upp í sætið fyrr en myndin var búin.

2. Ég vann Albrechtsen Cup í ár!

3. Ég dýrka bangsímon og á erfitt með að kaupa ekki hluti tengda honum

4. Ég þarf alltaf að vera í samstæðum nærfötum fyrir nokkrum árum

5. Ég rotaðist 6 ára gömul þegar ég var að hjóla niður stíginn milli Ölduslóðinar og Hringbrautinar, brunaði út á götu og beint á bíl. Eftir það voru gulu stólparnir settir upp til að krakkar eins og ég ekki brunuðu út á götu.

Ég klukka Hjördísi boltastelpu, Bryndísi rannsóknarnörd, Júllu cosmoskvísu, Möggu Dís læknanema og Söndru frænku. Fyrir þær sem ekki vita hvað "klukk" er þá er það leikur sem tröllríður bloggheiminn þessa stundina. Þeir sem eru klukkaðir þurfa að setja á bloggið sitt fimm gagnslausa hluti um sjálfan sig og senda síðan klukkið áfram - góða skemmtun!!


::Eva:: |19:37|

-----------------------------

19 september, 2005

Afhverju bloggar fólk? Vegna þess að það hefur frá einhverju spennandi og skemmtilegu að segja og/eða vegna þess að það býr langt frá sínum ástvinum og vill leyfa því að fylgjast með í sínu daglega lífi. Eða þá að því finnist gaman að skrifa.... hef komist að því hérna upp á síðkastið að mér finnst þetta bara ekki gaman.... þarf alltaf að pína mig til að skrifa eitthvað og í flestum tilfellum verður það þá bara eitthvað væl um það hvað ég hef það erfitt.... held að það sé bara betra að sleppa því....


::Eva:: |14:36|

-----------------------------

05 september, 2005

Það er nú meira ruglið að vera komin heim aftur. Eins og það var gott í Tyrklandi, þá tókst mér algjörlega að rústa því þessa fáu daga sem ég var í Köben. Það var auðvitað frábært veður hjá okkur í skírninni en ég gerði ekki alveg ráð fyrir hitastigsmuninum á Tyrklandi og Köben.... ekki nema 10-15 °C (35 í Tyrklandi, 20 í Köben). Mér tókst því að krækja mér í þetta rosalega kvef og það er það versta sem að maður gerir að fara að fljúga með kvef.... ég er núna með verstu hellur ever og heyri nákvæmlega ekki neitt.... sem er frekar slæmt þegar maður þarf að sitja 8 tíma fyrirlestra alla þessa vikuna!! Ég er nú kannski að gera aðeins meira úr þessu en nauðsynlegt er, en miðað við sæluna sem við Júlla vorum í fyrir viku síðan er þetta ömuglegt!!
Svona til að toppa allt þá er dagurinn í dag búin að vera alveg öfugsnúinn. Vaknaði eftir tæpa fimm tíma svefn í morgun, tómur ísskápur, grútskýtug föt út um alla forstofuna þar sem ég opnaði hana í nótt til að finna tannburstann minn og síðan frekar daprir fyrirlestrar í geðlæknisfræði sem ekki er júst mitt uppáhald!! Reyndi síðan að opna lófatölfuna mína rétt eftir hádegi en komst þá að því að hún hafði hent öllu út sem var á henni!! En til að nefna svolítið jákvætt þá er talvan mín í toppstandi eins og er. Anders tók hana í gegn meðan ég var í Tyrklandi, hann er auðvitað algjör snillingur en kannski svolítið dapurt að hann skammaði mig fyrir nákvæmlega sömu hluti og eftir að hann tók hana í gegn í fyrra..... ég kann auðvitað EKKERT á svona vírusprógrömm og update.... ef talvan virkar, þá virkar hún.... ef ekki þá er æðislegt að eiga yndislegasta frænda í heimi.... verst bara að hann búi í Danmörku!!
Jæja, það er líklega best að ég fari að kíkja á þennan glósubunka sem liggur á gólfinu mínu við hliðin á óhreina þvottinum...... eða kannski að maður fari bara að þvo þvott!!


::Eva:: |21:06|

-----------------------------

02 september, 2005

SNILLD!!! Algjorlega lysandi fyrir ferdina! Hrein afsloppun a frabærum stad. Ferdasagan verdur ad fylgja med seinna, madur er a fullu i undirbuningi fyrir skirnaveisluna a morgun en thad er audvitad naudsynlegt ad detta adeins inn a veraldarvefinn svona eftir viku pasu. Ætladi bara ad lata vita ad madur se a lifi ef e-r hefdi ahuga a thvi.....


::Eva:: |21:30|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn