Eva Albrechtsen
28 mars, 2005

Fór austur að Gunnarsholti með mömmu í dag. Komst að því að það er nokkuð langt síðan ég hef keyrt þessa leið.... þegar ég var að nálgast Þjórsárbrúnni var ég orðin smá spennt að sjá hversu langt þeir væru komnir með nýju brúnna..... hmmm það er víst löngu síðan að sú nýja var tekin í otkun. Fór að reyna að telja þetta saman og ég hef ekki farið austur í næstum því tvö ár!! Þetta fannst mér eiginlega svolítið rosalegt því þetta er sú leið á Íslandi, utan höfuðborgarsvæðisins, sem ég hef oftast keyrt.
Ég hef eiginlega ekki farið svo mikið út fyrir höfuðborgarsvæðið í vetur - eða bara ekki neitt!! Ætla að reyna að bæta það í sumar, er þegar búin að ákveða að fara Fimmvörðuhálsinn á Jónsmessunótt með Rikke frænku minni. Ef einhver hefur áhuga á að koma með okkur er sá hin sami meira en velkomin, þetta er alveg snilldarferð!!(Hringið bara í mig)
Hún Elna litla systir mín ætlar að keyra mig heim núna.... frekar skrýtið að segja þetta!!


::Eva:: |19:30|

-----------------------------

24 mars, 2005

Þetta mál með Bobby Fischer er algjör brandari.... ef að þetta hefði ekki staðið á svona lengi væri ég eiginlega alveg viss um að þetta væri aprílgabb!. Það var bein útsending frá báðum fréttastöðvunum (Stöð 2 meira að segja óruglað) frá þvílíkri athöfn á Reykjavíkurflugvelli (ég sá reyndar flugvélina fljúga inn að flugbrautinni ;)). HVAÐ er eiginlega málið? Þessi karl er algjör rugludallur – heyrði engin það sem hann sagði strax eftir að hann losnaði?? Veit einhver hvort að hægt sé
Ég er samt eiginlega meira hneyksluð á Íslendingum að gera svona rosalega mikið úr þessu. Þetta er búið að vera í fréttum, nánast á hverjum degi síðustu mánuði (og tók hálfan fréttatímann í dag) .... hverjum er ekki sama??? Og það fyndnasta var að fréttamennirnir biðu í ofvæni eftir því að hann myndi koma út úr flugvélinni og karlinn bara rauk út, inn í bíl og keyrði í burtu.... alltaf gaman þegar fólk þakkar fyrir sig!!


::Eva:: |23:33|

-----------------------------

11 mars, 2005

Það er nú ekki annað hægt en aðeins að kommenta á svarið frá henni systur minni - hún er auðvitað stórkostlegur snillingur. Ef þið eruð ekki búin að sjá kommentið frá henni, endilega lítið á það. Annars bara til að svara þessu, þá er það eiginlega satt að það sé búið að loka mann inni á spítalanum og ef maður ekki er þar, þá er maður að reyna að hafa nefið á kafi ofan í bókunum. Veit ekki alveg hvernig þetta á að virka í vor, en ég held að það sé alveg öruggt að fáir hafi áhuga á að lesa um bloggin mín sem fjalla um mismunandi lungna-, hjarta- eða blóðsjúkdóma eða þá hversu oft ég hef stungið puttanum mínum upp í ákveðið op á sjúklingunum..... þetta er svolítið mikið og mér finnst alveg ömuglegt að ég hlakka eiginlega ekkert til að vera inni á deildunum, ég kvíði það bara.... alls ekki sú tilfinning sem maður hafði inni á skurðdeildunum í haust. En þetta er bara fyrsta vikian, vonandi á þetta eftir að batna eitthvað, þótt að ég efist það stórlega....


::Eva:: |22:16|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn