Eva Albrechtsen
29 júní, 2005

Brjálað að gera, bara ekki í vinnunni!! Danirnir eru núna að koma einn af hverjum og því tilheyrir auðvitað skoðunarferðir, góðir kvöldverðir og rauðvín. Það fer bara ekkert svo vel saman að fá gin og tonic fyrir mat, rauðvín með matnum, vaka frameftir til þess að spjalla og síðan að mæta í vinnuna snemma daginn eftir.... en sem betur fer hefur verið nokkuð rólegt á HNE þessa vikuna þannig að maður lifir þetta af. Verður aðeins erfiðara í næstu viku þar sem að herlegheitin verða í Hveragerði þannig að maður þarf að keyra milli Landspítalans og Hveragerðis á hverjum degi.

Annars tókst ferðin okkar RIkke á Fimmvörðuhálsinn bara ótrúlega vel þrátt fyrir leiðindaveður. Ég hef einu sinni labbað þetta áður og lenti þá í alveg ótrúlega skemmtilegri þoku uppi á hálsinum... haldið þið ekki að ég hafi bara lent í svipaðu veðri aftur, en auk þess var boðið upp og rigningu og rok!! Fossarnir í Skógáinni eru auðvitað hreint ótrúlega fallegir og svo fengum við stórkostlegt útsýni á leiðinni niður í Þórsmörkina. Við höfðum það rosalega gott og það besta var að Rikke var rosalega ánægð með ferðina þrátt fyrir veðrið.

Er núna á leiðinni í smá skoðunarferð um Reykjavík en annars stendur kvöldið á að æfa sig aðeins fyrir skemmtiatriðið fyrir afmælið á laugadaginn. Elna og ég eru búnar að búa til rosalega flott myndashow, en svo er líka búið að draga mann inn í skemmtilegheitin sem Danirnir verða með.... þetta lofar mjög góðu!!


::Eva:: |14:24|

-----------------------------

17 júní, 2005

Gleðilegan þjóðhátíðardag!!!

Hlutirnir gerast varla betri en þetta!! Ligg úti á verönd hjá mömmu og pabba og nýt veðurblíðurnar sem er hérna. Svona á 17. júní að vera.
Byrjaði reyndar daginn á því að mæta á Hótel Nordica þar sem að Norræna þing háls-, nef- og eyrnarlækna er haldið þessa dagana. Það byrjaði reyndar í gær þar sem að maður lika mætti til að sjá aðal-fyrirlesarann; hinn margumtalaða og klára háls-, nef- og eyrnalækni Jamie Kouman sem reyndar hét James Kouman fyrir aðeins tveimur árum síðan (!). Í morgun stóðu fyrirlestrarnir aðallega á miðeyrabólgu og raddbandasjúkdóma go voru þeir mis-áhugaverðir. En ég lærði eitthvað á þessu þrátt fyrir að það væru aðallega bara sérfræðingar til staðar. Ég gafst samt upp í hádeginu og dreif mig út í góða veðrið.... maður kíkir aftur á morgun, það eru nokkrir fyrirlestrar þá sem mig langar að kíkja á. Á eftir er stefnan sett niður á Víðistaðatún til að fylgjast með hátíðardagskránni og ætli maður líti ekki við á Strandgötunni til að sjá hinn árlega 17. júní-leik FH og Hauka.


::Eva:: |15:32|

-----------------------------

14 júní, 2005

Jæja, ég lifði helgarvaktina af - ég var samt alveg búin í gær þegar ég kom heim úr vinnunni. Ætlaði út að hlaupa, en náði bara rétt út að Miklubrautinni þegar ég gafst upp, snéri við, staulaðist upp í rúmm og steinrotaðist þar til kl 7 í morgun!! Á svo bara vakt strax á morgun aftur, það er engin miskunn!
Lenti samt í einu skondnu tilviki á vaktinni; þannig var að slysalæknirinn hringdi í mig á laugadagskvöldið vegna þess að hann var með lítinn strák sem hafði brotið eitthvað af tönnunum sínum. Hann sagðist ekki geta náð í kjálkasérfræðingin sem átti að vera á vakt. Það reddaðist nú samt allt, en daginn eftir hringdi þessi kjálkasérfræðingur í mig og spurði mig afhverju það væru svona mörg missed call hjá honum?? Hann hafði nefnilega verið að gifta sig daginn áður og því ekki verið með símann sinn á sér!?!?!? Það var því eins gott að hann ekki var með símann á sér ;)

Annars styttist bara óðum í að Danirnir mínir fara að koma í heimsókn. Rikke kemur fyrst, á fimmtudaginn í næstu viku og svo förum við á Fimmvörðuhálsinn helgina eftir! Síðan týnist fólkið hingað eitt á eftir öðru - þau gátu ekki dreift þessu betur því það kemur einhver á hverjum degi frá 28. júní til 1. júlí! Mamma og pabbi verða á Hornströndum fyrri hluta vikurnar þannig að við Elna verðum í stöðugri keyrslu til Keflavíkur - samt örugglega mest Elna. Hún hefur lúmskt gaman af því að keyra þetta og ekki hef ég neina sérstaka löngun til þess!!


::Eva:: |23:03|

-----------------------------

11 júní, 2005

Er á minni fyrstu helgarvakt núna og með nettan hnút í maganum. Hef fengið nokkur útköll fyrsta sólarhringinn, var ma vakinn kl 4 í nótt og þurfti að fara niður á slysó í tvær vitjanir. Gekk reyndar ágætlega og ég komst heim í rúmmið tæpum tveimur tímum seinna. Var reyndar ekkert á því að fara að sofa aftur.... lá andvaka í heila eilífð að mér fannst. Þurfti svo að mæta á stofugang í morgun og á meðan var hringtí mig frá læknavaktinni vegna svima - ég fékk því að sveifla konu "í lið" .... ég fékk samt ekki jafngóð viðbrögð frá henni og hjá fyrsta einstaklinginum sem mér tókst að ´sveifla í lið´ - hjá honum var þvílíkt góð svörun í fyrstu tilraun. Þessi kona bara ældi strax og ég var búin, en sviminn var þó farinn!! Er núna bara heima að bíða eftir því að sérfræðingurinn minn hói í mig til að aðstoða sig við aðgerð!!


::Eva:: |14:35|

-----------------------------

09 júní, 2005

Var að bæta inn nýjum link á blogg Ásbjargar og Þóru bekkjasystra minna sem eru í Uganda. Þær eru í sjálfboðastarfi á vegum Hjálparstofnun kirkjunar að fræða fólk um alnæmi oþh. Það er mjög gaman að fylgjast með því sem þær eru að gera.... endilega kíkið á það.


::Eva:: |22:01|

-----------------------------

08 júní, 2005

Já, þá er maður búin að vera á háls-, nef-og eyrnadeildinni í eina viku. Svolítið scary, en líka alveg ótrúlega spennandi og lærdómsríkt. Mér finnst bara alls ekki gaman að kunna eins lítið og ég kann, þannig að ég hlakka mikið til eftir nokkrar vikur þegar maður er aðeins orðin vanari á göngum deildarinnar.
Tók mína fyrstu vakt í gær og það gekk bara mjög vel, enda slapp ég alveg við útköll!! Það hefur líklega einhver ætlað að fara vel með mig fyrstu vaktina mína, en það verður örugglega ekki farið svona vel með mig næstu vaktir mínar sem eru næstu helgi (frá föstudegi til mánudagsmorguns)....

Annars er alveg ótrúlega lítið að frétta af mér. Er alveg búin að ná mér niður eftir prófin og kannski aðeins of langt niður..... dett bara ofan í sófann þegar ég kem heim og á voðalega erfitt með að ná mér upp úr honum aftur = leti á háu plani!!


::Eva:: |21:52|

-----------------------------

01 júní, 2005

ÉG ER BÚÚÚÚÚÚIN Í PRÓFUNUM!!! ÉG ER BÚÚÚÚÚIN MEÐ 4. ÁRIÐ Í LÆKNISFRÆÐI!!!

Ég var eiginelga ekki alveg viss um að ég myndi hafa þetta af, var gjörsamlega búin síðustu dagana og ég bara hef ekki hugmynd um það hvernig ég komst í gegnum þetta. Mér varð bókstaflega óglatt í hvert skipti sem ég þurfti að setjast við bækurnar og það var ekki nema í 15 klst á sólarhring! Endaði þetta því miður ekki alveg eins og ég ætlaði, fékk alveg ömugleg verkefni í munnlega prófinu (vann meira að segja keppnina um leiðinlegustu prófverkefnin í bekknum), en ég náði samt að klóra mig út úr þessu einhvernvegin því ég endaði með ágætis-einkunn (bara fúllt því ég hefði getað miklu betur með betri verkefni....). En það þýðir ekkert að væla yfir þessu, ég er BÚIN!! Samt, ótrúlega skrýtin tilfinning, var búin að sitja í prófunum og hugsa um allt það sem ég vildi vera að gera, en núna er ég bara dofin og get ekkert hugsað.... líklega búin með minn kvóta fyrir nokkur ár!!

Ég fékk svo ekkert að jafna mig eftir prófin því ég var mætt niður á Landspítalann strax í morgun kl 8! Jú, jú, minn fyrsti dagur sem háls-, nef-og eyrnarlæknir og gekk hann bara nokkuð áfallalaust fyrir sig. Ég var aðeins að fylgjast með fyrir hádegi, svona rétt að komast inn í kerfið á deildinni, innritaði síðan einn strák sem fer í aðgerð á morgun og aðstoðaði við eina kjálkaaðgerð. Þetta er auðvitað ekkert sérstaklega mikið, en heilinn minn var engan vegin að virka.... verð örugglega svona fram að helgi og mæti vonandi fersk á mánudaginn. Tek svo mína fyrstu sólarhringsvakt á þriðjudaginn og síðan helgarvakt helgina þar á eftir.... það er ekkert verið að fara hægt í þetta - manni er bara hent út í djúpu laugina strax!

Það bíður mín risastór bunki af möppum og glósum inni í herbergi. Ég fæ grænar bólur í hvert skipti sem ég lít þarna inn og það versta er að rúmmið mitt er í sama herbergi þannig að ég get ekki litið framhjá þessu. Ætla að fara að ganga frá þessu þannig að ég geti aðeins slappað af....


::Eva:: |18:12|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn