Eva Albrechtsen
28 desember, 2005

"Tredje gang er lykkens gang!!!" Vá, ég er búin að reyna að koma jólakortinu mínu á bloggið öll jólin, en betra seint en aldrei!! Hef haft það svoooo gott um jólin, bara slappað af og notið mín. Verð nú samt að segja að ég hafi e-rn tíman fengið betri mat á aðfangadgaskvöld en núna..... fór í kirkjuna kl 18 og eins og alltaf.... fattaði síðan eftir kirkjuna að ég hafði ekkert fengið mér að borða og var þá á leiðinni á Hrafnistu! Það var auðvitað ekkert til þar, þannig að ég endaði á því að borða hálfa Machitons-dós áður en ég komst heim um miðnætti í gæsina! En fyrir þá sem nenna, þá er jólakortið mitt í færslunni hérna fyrir neðan....


::Eva:: |21:52|


Jólin 2005

Það virkar aldrei að ætla sér að setjast niður og hugsa; “NÚ ætla ég að skrifa jólakortin!!” Þá er alveg öruggt að maður man ekki eftir neinu að skrifa og endar bara á því að skrifa “gleðileg jól” á öll kortin. Þess vegna er það algjör snilld að vera í prófum eða bara vera að læra, þá er svoooo auðvelt að muna eftir öllu öðru en að læra og einmitt að skrifa jólakort!
Ég komst svo sannarlega að því hversu megnug ég er í ár.... þvílík prófraun sem læknadeildin lét okkur ganga í gegnum...... En ég ætla alveg að sleppa þessum kafla því þá enda ég bara í eintómum kvörtunum, ætla bara að nefna það að mér tókst að klára þessi blessuðu próf ..... bíð síðan bara eftir því hvað læknadeildinni dettur í hug næst!! Það fer nú samt að styttast ískyggilega mikið þetta nám mitt... mér finnst það frekar furðuleg tilhugsun.
Að loknum “mánuði dauðans”, sem annars er uppáhalds-mánuðurinn minn (maí, ef einhver skyldi vera í vafa...), þá byrjaði ég mína fyrstu vinnu sem læknir hér í sumar!! Talandi um að fá áfall..... hélt nú að eitthvað hafði fest á milli eyrnanna á mér eftir fjögur ár djúpt sokkin í bækur læknisfræðinnar, en ég komst aldeilis að öðru..... ég kunni nákvæmlega ekki neitt, og það var ekki fyrr en eftir tveggja mánaða stress og magasár að ég var aðeins farin að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Verð nú samt að nefna það hversu yndislegt starfsfólkið er á HNE-deildinni og átti það mjög stóran þátt í að sumarið var frábært hjá mér. Ég hafði mjög gaman af þessum þremur mánuðum (svona þegar ég lít til baka og stressið er ekki eins áberandi!!) og lærði alveg ÓTRÚLEGA mikið sem á án efa eftir að nýtast mér sama hvað ég ákveð að gera í framtíðinni..... takk kærlega fyrir mig!
Síðan kom auðvitað Albrechtsen fjölskyldan til Íslands í afmælis-og keppnisferð. Það er nú alltaf jafngaman að hitta fjölskylduna og voru þetta mjög skemmtilegar vikur í misgóðu veðri, en þannig er nú einu sinni Ísland. Þar sem ég hafði nú svolítið forskot á þessa Dani í Albrechtsen Cup-keppninni hérna á klakanum í roki og rigningu, þá tók ég þá einfaldlega í nefið og rústaði keppninni.... með óþarfa mikilli samkeppni frá litlu-systurinni......
Ég endaði síðan sumarið á að fara í æðislega afslöppunarferð til Tyrklands með Júllu, algjör snilldarferð og alveg það sem ég þurfti á að halda fyrir átök haustsins – takk kærlega fyrir yndislega viku Júlla, hún var alveg fullkomin!
Tókst að flækjast aðeins inn í handboltann aftur í september.... þetta er eins og hvers konar fíkn.... það er vonlaust að hætta ef maður fyrst byrjar. Það hefur hins vegar þýtt að nóg hefur verið að gera hjá mér í haust, sem annars átti að vera nokkuð rólegt. Sem betur fer er skólinn ekki alveg jafnkrefjandi og hann hefur verið síðustu tvö árin. Sjáum til hvort mér takist að haldast í handboltanum eftir áramót þegar kvenna-, fæðingar- og barnalæknisfræðin tekur við.......
Mér tókst síðan að finna mér helgi til að heimsækja hana Dísu í Englandi milli prófa hérna í desember. Mjög skemmtileg ferð, alltaf gaman að hitta Dísu, og skólabókardæmi um það hvernig maður nær að upplifa það helsta í London á sem stystum tíma!!
Nú á ég bara augnlæknisfræðina eftir og síðan er ég komin í kærkomið JóLAFRÍÍÍ, án samviskubits og allt of mikillar vinnu ?
Sem sagt; mjög lærdóms- og vinnuríkt ár nánast að baki. Ég vil sérstaklega þakka Hjördísi, Hörpu, Möggu Dís og svo auðvitað mömmu og pabba (bestu sálgæslumenn sem hægt er að hugsa sér) fyrir að hjálpa mér að viðhalda geðheilsu minni í vor!!
Vona að þið öll hafið haft það gott í ár og ég hlakka mikið til að sjá hvað árið 2006 hefur upp á að bjóða....


GLEÐILEG JÓL TIL YKKAR ALLRA OG FARSÆLT KOMANDI ÁR!!!

Jólakveðja,


::Eva:: |21:52|

-----------------------------

20 desember, 2005

Smá pæling: hvort ætli sé ástæðan fyrir því að Pepsi Max haldi athygli minni við lesturinn; koffeinið eða vegna þess að það er þvaglosandi og ég þarf að fara á klóesttið á hálftíma-fresti?!?!?

Sólarhringur í jólafrí!!!


::Eva:: |15:31|

-----------------------------

19 desember, 2005

Afhverju fær maður alltaf jólalögin á heilann??? Það er alveg óþolandi, sérstaklega þegar maður situr og er að reyna að læra!
Annars eru komnir 30 dagar í þessu blessaða nammibindidi mínu með einni undantekningu..... hittumst nokkur úr bekknum að spila á föstudagskvöldið, hann Pétur kom með ís sem hann hafði búið til ða krafðist þess að ég myndi smakka hann.... átti reyndar eftir að frysta hann á þessum tímapunkti, en ég átti samt að smakka hann!! Hann "gleymdi" bara að segja mér að það væri marsstykki í ísnum, þannig að það má eiginlega segja að Pétur hafi rofið nammibindindið fyrir mig!! Annars held ég að ég sé búin að sanna það fyrir sjálfri mér að þetta sé gerlegt og er búin að ákveða að flýta aðeins dagsetningunni hvenær ég má fá mér nammi... það verður núna á miðvikudaginn kl 16.30, einmitt á sama tíma og ég fer í jólafríííí!!!!


::Eva:: |20:46|

-----------------------------

05 desember, 2005

Það er bara allt að gerast;

- 15 dagar komnir í nammibindinu sem telst til STÓRtíðinda hjá mér!!

- ég er búin með taugalæknisfræðina ;);), þ.e. tvö próf búin og eitt eftir (+ augnlæknisfræðin og þ.a.l tvö próf eftir en það telst ekki alveg með í þessari lotu þar sem við erum ekki einu sinni búin í tímum - byrjum á fimmtudag og próf 21. des - hraðkúrs!!). Samt ekki alveg gaman að vera búin með taugalæknisfræðina, þetta var mjög skemmtilegt efni og ég hefði alveg viljað hafa meiri tíma til að sökkva mér ofan í það betur. Eins þýðir það að ég þarf að byrja að læra undir næsta próf sem er ekki alveg jafn-uppáhalds hjá mér..... nefnilega geðlæknisfræðin!!! einmitt ástæðan fyrir því að ég er að blogga núna.... afsökun fyrir því að nenna engan vegin að byrja að læra!!


::Eva:: |14:50|

-----------------------------

02 desember, 2005

Nokkrar staðreyndir;
- 12 dagar komnir í nammibindindinu!!!
- eitt próf búið.... tvö eftir
- 6 dagar í London!
- og Bjarney.... kítlið er í vinnslu


::Eva:: |22:26|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn