Eva Albrechtsen
28 nóvember, 2004

Hér er nýjasta Albrechtsen-prinsessan. Hún heitir Isabella



::Eva:: |22:00|


Það er víst fyrsti í aðventu í dag.... þá verður maður að byrja að setja jólaskrautið upp - ég byrja á blogginu... hef ekki haft tíma eða nennti að gera annað um helgina, morgunvaktir báða dagana og allt of mikill lærdómur sem bíður eftir mér.
Talaði annars við Hrönn um daginn... fannst nú vera orðið skuggalega langt síðan ég heyrði í henni síðast - held að það hafi verið á afmælinu hennar. Hún sagði þá við mig að hún þarf ekkert að hringja í mig því að hún veit allt um mig frá blogginu mínu.... hmmm... fór að spá í þessu og þetta er alveg rétt. Það þarf engin að vera að hringja í mig því að það litla sem gerist í mínu lífi fer inn á bloggið. Mér finnst þetta eiginlega ekkert sérlega skemmtileg uppgötvun því mér finnst svo gaman að heyra í fólki. Maður á kannski bara að hætta að blogga og gera eitthvað annað við þessa blessuðu síðu....


::Eva:: |17:44|

-----------------------------

20 nóvember, 2004

Við fengum þetta bréf frá frænda mínum sem býr í Kolding þar sem að spreningin varð um daginn..... mér fannst svolítið skemmtilegt að lesa þetta og set þetta hérna inn ef einhver hefur áhuga... þetta er reyndar á dönsku, þannig að....

Hej Islændinge.

Lige en kort beskrivense af en rystende begivenhed i Kolding.
I har jo nok hørt lidt om hvad der er sket, men Jeg vil lige opsummere.
Onsdag eftermiddag mener man at en medarbejder på en fyrværkerifabrik taber en
trækasse, som er samlet med søm, hvorved der opstår en gnist som tænder noget
fyrværkeri i en container. Alarm til brandvæsnet som rykker ud med et par biler for
at slukke en brand i to containere. Ca. en time efter ankomsten eksploderer de to
containere ved en voldsom eksplosion som overopheder et nærliggende "lille" lager.
Brandfolkene forsøger at komme væk, men lageret eksploderer og en mand på 33 nåede
det ikke og blev dræbt og 6 andre måtte hjælpes derfra og indlægges i bla. Vejle og
Odense med svære skader.
I mellemtiden er de omliggende veje blevet evakueret til en nærliggende skole ca 1
km derfra. Kl 15.30 er der en sikkerhedssone på 500m. Kl. 16.30 blev den udvidet til
1 km. og kl. 17.00 igen udvidet, denne gang til 1.5 til 2 km og myndighederne
erklærer området for katastrofeområde..
Lokale busser og taxe'er er allerede i området og man får flyttet ca. 1000 personer
fra skolen og ned til byen til en anden skole. Alt redningsmandskab er fjernet fra
området da man ved at der findes ca. 2000 t. fyrværkere på området (svarer til 3-500
t krudt) og ingen ved hvor meget der er eksploderet.
Ca. 17.30 finder man ud af at et større lager er ved at være overophedet da hele
fabrikken og flere omliggende villaer brænder. Jeg sidder i Dalby og kan se en
himmel som er fuld af fyrværkeri som en nytårsaften. Jeg har ca. 5 km derover, i
fugleflugt, men kan se frit da jeg jo bor på Koldings højste punkt.
Ca. kl. 17.45 kommer der en eksplosion som er svær st beskrive. Der kommer en
ildflamme op i luften på 2- 300 m og mine vinduer klirre og ryster. Nu kan det da
ikke blive værre. Men det værste kommer mindre en et halvt minut senere da der
kommer en ildsøjle på mere end ½ km. og en kæmpe paddekatte sky stiger op mod
himlen. Det er lyst som dagen i hele området omkring bydelen og mine ruder dirrer og
hele huset ryster. Lampen over mit sofabord svinger og katastrofen er sket.
De 7 virksomheder i områder er udraderet og ca. 50 villaer er blæst omkuld og min.
300 villaer har lidt større eller mindre skader. 2000 mennesker har været hjemløse i
flere dage, men nu har ca. 700 fået lov til at komme tilbage til ydreområdet. De
øvrige har været eskorteret ind i området i busser i går eftermiddags og fået lov
til at se hvor meget der er sket med deres hjem.
Alle i Kolding er mere eller mindre berørt af ulykken og bare det at gå en tur i
midtbyen vidner om omfanget. Forretningsvindure dækket med træplader og nye revner i
murværk efter rystelserne.
Nu er der oprydning tilbage. Man fik slukket de sidste brande i går. Og så skal der
lige findes midlertidig genhusning til ca. 1300 mennesker.
Men ellers går det stille og roligt hos mig!!!!


::Eva:: |14:37|

-----------------------------

17 nóvember, 2004

Ég er snillingur..... einhvervegin fór það þannig í dag að klóin á innstungunni á hleðslutækinum mínu (við tölvuna) brotnaði af.... ég reyndar hreinlega skil ekki hvernig það hefur gerst..... eeeen mín skrapp bara í Byko, splæsti í nokkra varahluti og lagaði dæmið (maður fer bara að líkjast henni Steinunni af að búa svona einn.... eftir ár verð ég, auk þess að vera komin með rafvirkjaragráðu, líka orðin pípulagningamaður.... held reyndar að það líði noookkuð langur tími áður en ég fæ ræstinga-gráðuna sem hún Steinunn er með!). Ég verð nú að viðurkenna að þetta var ekkert svo rosalegt mál, en skemmdin hefði auðvitað geta verið miklu meiri og ég tala nú ekki um það ef ég ekki hefði getað lagað þetta...... talvan mín batteríslaus..... EKKI gott mál. Maður er gjörsamlega handlama ef maður ekki er með netið, en hvað þá að vera ekki með tölvu..... það er nánast eins og taka súrefni frá manni..... (svona til að vera aðeins dramatísk)!!
Þetta er nú ekki eina sem ég hef afrekað í dag..... mín fór á fætur í morgun og fór á æfingu!! Það er alveg frábært að koma heim úr skólanum og vera búin á æfingu.... þá getur maður sko einbeitt sér að lærdómnum sem hopast upp um mann þessa dagana. Eftir tæpa sjö klukkutíma fyrirlestra á hverjum degi þarf maður um fjórtán klukkutíma lestur til að fara yfir það sem farið var í í fyrirlestrunum.... þetta eru því samtals 21 klukkutímar á sólarhring sem gengur ekki alveg upp þegar maður sefur aðeins á nóttunni og fer á æfingu á morgnanna....... Þetta er sem betur fer ekki endalaust svona, bara þriggja vikna maraþon fyrirlestrar eftir!
En best að snúa sér að lestrinum, ég er að “eyða” 15 dýrmætum mínútum í að skrifa þetta... ekki nógu gott ;).


::Eva:: |21:04|

-----------------------------

14 nóvember, 2004

Það er alveg ógeðslegt veður úti..... var að koma heim úr sunnudagsmatnum hjá mömmu og pabba.... algjörlega á maður bara að kúra undir sænginni og horfa á vídeó....
Hef verið að spá í einu...... langar ekki einhverjum að bjóða mér til Köben milli jóla og nýars?!?! Mig langar svoooo að fara í jólastemmninguna, sjá nýjustu frænkuna (sem btw heitir Isabella) og bara vera í uppáhalds-borginni minni í jólatíðinni......


::Eva:: |17:11|

-----------------------------

12 nóvember, 2004

Ég mætti upp á Landspítalann upp úr hádegi áðan og það fyrsta sem ég sé framan á hurðinni þar sem prófið var: EMBÆTTISPRÓF Í SKURÐLÆKNISFRÆÐI..... úff – blóðþrýstingurinn rauk upp úr öllu valdi!! Þetta gekk samt mjög vel (sérstaklega núna þegar að veit einkunnina mína). Ég lenti á æðaskoðun, kviðskoðun, 2 x brjósklos (bæði í háls-og lendarhryggnum) og svo garnaflækju hjá barni. Það var mjög mikil stemmning yfir þessu öllu. Ég var í seinni hópnum og mætti því þegar fyrri hópurinn var að klára og þá stóð meirihluti af skurðlæknum Landspítalans frammi á gangi. Maður fór svo inn til sérfræðinganna og hjá þeim voru prófdómarar og svo sjúklingur eða blað með lýsingum af sjúklingi. Síðan þegar 20 mín voru búnar gekk tímavörðurinn frammi á gangi með bjöllu sem sagði manni að maður ætti að skipta um stöð. Sem sagt... ég er búin með þetta og svo er bara lokaprófið eftir í vor..... og þá er maður bara orðin gjaldgenginn læknir á skurðlækningasviðinu!!


::Eva:: |16:14|

-----------------------------

09 nóvember, 2004

Það hefur alla vega einn Íslendingur grætt á þessu námi okkar bekkjarfélaga minna síðustu fjögur árin. Ein stelpa í bekknum mínum var í Nóatúni fyrir helgi þegar maður datt niður í hjartastoppi. Þar sem að enginn annar ætlaði að gera eitthvað fyrir manninn skaust hún inn í og byrjaði að hnoða karlinn eftir að hjartað hans hætti að slá. Stuttu seinna kom svo neyðarbílinn með lækninn og með honum var annar bekkjarfélagi minn – frekar skondið þótt að aðstæðurnar hafi kannski ekki verið það!

Finnst annars eins og það ætti að vera föstudagur í dag...... var í maraþon fyrirlestri í gær, í sex og hálfan tíma stanslaust. Þar sem að ég ekki hef verið í fyrirlestrum síðan í febrúar er ég algjörlega komin úr æfingu. Það reyndist síðan ekki alveg vera það eina sem er dottið úr æfingu. Fór eftir tímana út að hlaupa með Hjördísi.... eða kannski frekar að elta Hjördísi. Greyið hún, þurfti að stoppa oftar en einu sinni og hvetja mig með sér heim.......

Svo er það prófið á föstudaginn.... það eru frekar skiptar skoðanir varðandi það. Við höfum litlar sem engar upplýsingar fengið varðandi þetta próf og þar sem að við erum fyrsti árgangurinn sem tökum prófið á þennan hátt getum við heldur ekki spurt eldri nemendurnar. Það sem að maður hefur heyrt frá krökkurnum á fimmta ári (sem voru á fjórða ári í fyrra) er að þetta er ekkert mál; nokkrar stöðvar – fimm mínútur á hverri. Sjötta árið hjómaði hins vegar; sex stöðvar – hálftími á hverri. Við höfum fengið að vita að þetta verða fimm stöðvar á hvern nemenda – 20 mín á hverri. Þetta hljómar því meira eins og sjötta árs prófin sem þýðir að við þurfum líklega að kunna eitthvað fyrir utan sögu og skoðunina...... það væri kannski ekki svo mikið mál ef að maður væri búin að fá einhverja kennslu.... málið er bara að hún byrjaði á mánudaginn og verður næstu fjórar vikurnar + aftur í vor!!
Jæja, er hætt að kvarta og ætla að reyna að nota smá púður í lærdóminn!

Fékk annars þetta sms frá Kína á sunnudaginn; “SÅ er lillesøster i hus. Hun er meget fin. Vi fik hende kl 16 og siden da har hun spist en flaske mælk og kl 20 blev hun lagt i sin seng. Hun vejer 7,5 kg og er 71 cm lang. Meget velplejet og ingen rød numse!”


::Eva:: |16:28|

-----------------------------

04 nóvember, 2004

Ole frændi minn hringdi í gærkvöldi, því að hann hafði séð í fréttunum í Danmörku að það væri eldgos á Íslandi.... hann vildi bara láta okkur vita að það væri líka eldgos í Danmörku!! Og ekki smá gos þar á bæ – heil flugeldaverksmiðja. Og svona ofan á allt þá spá veðurfræðingarnir að hitastigið geti jafnvel farið upp í 20 gráður á laugadaginn – í miðjum nóvember.... þetta er nú bara alveg út úr Q!!
Það er svo síðasti dagur verknámsins á morgun og próf eftir viku. Reyndar byrja fyrirlestrarnir á mánudaginn, en við fáum frí á fimmtudaginn til að læra undir prófið og auðvitað líka á föstudaginn til að fara í prófið! Undanfarnir dagar hafa svona mest megnis farið í það að læra aðeins undir prófið. Hjördísi tókst að draga mig með í body-pump í gær og því fylgir að sjálfsögðu harðsperrur þar sem að ég hef ekkert hreyft mig í nokkrar vikur. Það er bara algjörlega ómögulegt að æfa einn og þar að auki alveg hundleiðinlegt...... það heillar mig jafnvel meira að sitja heima að læra aðeins um sjúkdóma í kynfærum karla /-: hversu sorglegt sem það nú er.

Síðan eru Gitte og Poul farin til Kína, þannig að það styttist í að maður fái að sjá nýjustu prinsessuna í fjölskyldunni. Er búin að heyra aðeins í þeim eftir að þau fóru afstað. Litla rúsínan mín, Amalie tókst að krækja sér í einhverja magakveisu, en annars er bara mjög gaman hjá þeim og þau hlakka mikið til á sunnudaginn, en þá fá þau prinsessuna!!


::Eva:: |20:35|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn