Eva Albrechtsen
29 maí, 2004

Ég lifði fyrirlesturinn af, og mér gekk bara ágætlega að flytja hann. Var nú reyndar búin að æfa hann það mikið að ég var farin að segja hann upp úr svefni. Spurningarnar sem komu á eftir voru svo alls ekki jafn hræðilegar og ég átti von á, þannig að þetta reddaðist bara. Sat svo það sem eftir var af fimmtudeginum og allan föstudaginn að hlusta á afganginn af bekknum flytja þeirra fyrirlestra og bekkurinn stóð sig alveg prýðilega. Maður var samt orðin frekar steiktur seinni partinn, og sætin í Hringsal Barnaspítala Hringsins eru langt frá því að vera kallaðir hægindastólar ;).
Eftir að ráðstefnunni lauk í gær bauð Læknadeildin okkur í kokteil á Skólabæ. Þar voru einnig veitt verðlaun fyrir tvo fyrirlestra sem stóðu upp úr, og unnu Harpa og Árni, enda alveg stórglæsilegir fyrirlestrar hjá þeim - til hamingju.
Eftir Skólabæ drifu allri sig síðan til Adda í Kópavogi þar sem að við héldum áfram að fagna því að vera búin!
Nú er það bara að koma sér í það að ýta á ´print´ og skila þessari blessaðri ritgerð...... þá getur maður virkilega farið að hlakka til þess að fara til Marokkó (11 dagar í DK og 13 dagar í M.)!!!


::Eva:: |12:35|

-----------------------------

25 maí, 2004

Jæja, þá er ég mætt aftur á Klakann! Kom hingað á laugadagskvöldið og er að reyna að gera eitthvað viturlegt i verkefninu mínu. Stóri dagurinn er á fimmtudaginn, þá á ég að flytja þennan fyrirlestur og þá er bara eftir að skila verkefninu og vitir menn..... þá er ég búin með þetta þriðja ár... believe it or not! Ég er nú samt að verða þokkalega stressuð fyrir fimmtudaginn, maður stendur þarna einn í fundarsal Barnaspítalans og fullt af læknum geta hakkað mig í sig... vá, hvað ég held að ég verði fegin þegar þetta er búið á fimmtudaginn kl. 11!


::Eva:: |18:18|

-----------------------------

19 maí, 2004

Nú er ég búin að vera hérna í Köben í rúmmlega tvo mánuði og það hefur nánast engin karlkynsvera litið við mér (alla vega ekki svo ég viti). Elna systir mín kom hingað í gær og við fórum að versla í dag... haldið þið ekki að í fyrstu búðinni sem við fórum inn í komu tveir strákar að okkur og buðu okkur upp á kaffi... hvað er málið!!!!


::Eva:: |17:41|

-----------------------------

18 maí, 2004

"ég á afmæli í dag!!"

Alveg ótrúlega hvað fólk man eftir mér... ég er ekki smá ánægð með það - takk kærlega fyrir mig. Dagurinn er búin að vera rosalega góður. Reyndar var ég vakin med katta-afmælissöng fyrir klukkan 7 í morgun og ég var ekkert að fara að sofa aftur!! Ég settist því bara inn í stofu með sængina mína og horfði á nokkra þætti af Friends áður en eg þurfti að fara út á flugvöll að sækja Elnu, Margréti og Ásrúnu. Í kvöld fórum við svo út á Bakken og hittum Gitte, Poul, Amalie, Rikke og Jakob þar. Veðrið hefur ekki verið upp á sitt besta í dag, reyndar þó nokkuð mikið sól en alveg brjálað rok. En svo hérna undir kvöldið lægði alveg og það var rosalega notalegt að vera í Tívolíi.
En stelpurnar eru alveg að sofna núna, ætli það sé ekki best að ég leyfi þeim að fara að sofa.... það er síðan stefnt á rosalegt búðarráp á Strikinu á morgun!


::Eva:: |20:33|

-----------------------------

17 maí, 2004

Ég er á lífi og þetta gekk bara rosalega vel. Ég er alla vega mjög sátt og fólk kom í röðum til mín að segja að þetta hefði verið flott hjá mér, meira að segja læknarnir!! Þvílíkur léttir! Nú á ég bara eftir að flytja þetta heima á Íslandi eftir 10 daga, skila fjórum dögum seinna og þá er þetta búið!!

Ég flutti út á Amager til Rasmus og Majken á laugadaginn. Þau fóru til Karabíska Hafsins á laugadagsmorguninn, en eiga tvo ketti sem vantaði pössun. Það var auðvitað upplagt að ég myndi flytja þarna út, því að Elna kemur í heimsókn á morgun med vinkonum sínum, Margréti og Ásrúnu. Stóri mínusinn er bara að þau eiga tvo kétti sem finnst skemmtilegast að leika sér á nóttinni og sofa á daginn....... reyndar gekk betur hjá okkur í nótt en síðustu nótt, þannig að vonandi verður þetta ekkert vandamál. Plúsinn er svo líka að ég er komin á bíl, og ekki smá flottan - AUDI A3 - geðveikt flottur!! Mér gengur meira að segja bara ágætlega að komast milli staða, hef komist klakkalaust út á Bispebjerg tvisvar, til Holte og til Frederiksberg - alltaf i gegnum miðbæinn!! Ég er reyndar búin að svína einu sinni fyrir einhvern, en mér finnst það þokkalega vel sloppið miðað við að ég hef aldrei keyrt í Kaupmannahöfn áður!!


::Eva:: |06:23|

-----------------------------

16 maí, 2004

jæja.... allir að hugsa/dreyma vel um mig kl 5:30 (ísl tíma) í fyrramálið. Þá stend ég nefnilega og á að halda lengsta fyrirlesturinn sem ég nokkurntíman hef haldið! Og meðan ég er að biðja um eitthvað, þá vil ég líka biðja um að þessir blessuðu kettir sem ég er að passa séu rólegir í nótt og leyfa mér að sofa - ég er svoooo þreytt, fékk ekkert að sofa í nótt, því að þeir ætluðu svoleiðis að leika sér - og ekki smá mikil læti sem fylgdu þeim leik!!


::Eva:: |20:56|

-----------------------------

14 maí, 2004


Tha er stori dagurinn loksins runninn upp herna i Danmørku - i dag eignast Danir kronprinsessu og i framtidinni drottningu. Audvitad a madur eftir ad fylgjast spenntur med thessu, fyrst kaffi hja Kareni og Markusi og sidan ætlum vid ad reyna ad troda okkur nidur i midbæinn og sja hvort ad madur sjai eitthvad. Annars stendur fyrri hluti dagsins a bakstri - ætla ad reyna ad gera eitthvad fyrir morgundaginn. Vedurspain er frekar ful, thannig ad thad er spurning hvort ad madur geti bodid genginu ut i Frederiksberg Haven.... thad verdur bara ad koma i ljos.


::Eva:: |08:20|

-----------------------------

12 maí, 2004

Þá er maður kominn á fullt að undirbúa fyrirlesturinn. Er reyndar (eins og það sé eitthvað nýtt) að bíða eftir því að skurðlæknirinn hringi í mig. Hann er nefnilega með frábærar myndir inni á tölvunni sinni sem að hann ætlar að láta mig hafa. Vandamálið er bara að fartalvan hans er í hakki. Minnið er stútfullt, usb-tengið er ónýtt og það er engin brennari í tölvunni!! Það er því alveg vonlaust að ná myndunum úr tölvunni hans, en hann ætlar samt að reyna eitthvað meira (það er því ekki þannig að þessi karl gerir ekkert fyrir mig - það er bara svoooo brjálað að gera hjá honum að allt gerist rosalega hægt hjá honum.... og á meðan bíð ég bara og bíð!!).

Síðustu dagar eru eiginlega bara búnir að fara í leti hjá mér. Dorthe kom reyndar í kvöldmat til okkar á mánudagskvöldið og þar sem lítið var að gera hjá okkur Rikke þennan dag, þá hættum við bara að "vinna" að hádegi og vorum að dunda okkur við matargerðina allan daginn..... við vorum voðalega myndarlegar og maturinn heppnaðist mjög vel.... Rikke sá um eldarmenskuna og ég gerði mína súkkulaðiköku (og hjálpaði Rikke líka aðeins!). Við horfðum svo á heimildarmyndina um Mary Elisabeth Donaldson, ég tók það upp, ef einhver hefur áhuga á því. Það er allt að verða vitlaust hérna fyrir brúðkaupið, ekki hægt að kveikja á sjónvarpinu án þess að það sé eitthvað verið að fjalla um Mary eða Frede. Og svo ekki sé talað um slúðurblöðin. Ég er auðvitað 100% inni í öllum þessum málum því Rikke fær ekki minna en 5 slúðurblöð á viku frá vinnunni sinni! Þetta er nú alveg komið nóg, og ég er algjörlega búin að fá minn skammt af slúðri meðan ég hef veirð hérna..... skammturinn minn áður var það sem að ég náði að ir að fylgjast með þessu öllu á föstudaginn í sjónvarpinu, og jafnvel mæta niður í Kaupmannahafnarbæ til að sjá þau keyra um göturnar. Það er alveg búið að skreyta bæinn hátt og lágt og öll bíðaumferð verður bönnuð um miðbæinn á föstudaginn!


::Eva:: |09:33|

-----------------------------

10 maí, 2004

Það var alveg geðveikt veður hérna í gær - alla vega fram af deginum og mér tókst nú líka að brenna mig þannig að í gærkvöldi var ég eins og karfi í framan. Fór nú reyndar líka út að hlaupa með Rikke og ekki bætti það upp á litinn í andlitinu!
Helgin var annars bara afskaplega róleg og mætti ég hingað á spítalann í morgun í von um að fá verkefnin aftur frá leiðbeinendunum mínum. Ég skil ekki afhverju ég ennþá geri mér von um að hlutirnir ganga eins og ég ætlast til þess. Danirnir eru bara alls ekki á þeirri skoðun og taka sér bara frí þótt að þeir séu búnir að lof að skila mér verkefninu í dag!! En ég er samt búin að fá leiðréttingu á þýðingunni minni, og mér fannst bara ótrúlega lítið sem karlinum fannst að ég þurfti að leiðrétta - svona miðað við ensku-kunnáttuna mína. Ég er samt að spá í að hella mér bara í það að fara að semja fyrirlesturinn sem ég þarf að halda hérna eftir viku. Ég verð nú að viðurkenna að ég kvíði pínulítið fyrir honum, Danir eru svo óþolandi virkir í fyrirlestrum og tímum, ekki eins og heima þar sem allir keppast við það að segja og spyrja sem minnst. Ég er alveg skíthrædd um það að skilja ekki spurningarnar hjá fólki, mér gengur alveg óþolandi illa að skilja þessa ensku/latínu-dönsku, þ.e. ensku eða latínu-tökuorðin sem notuð eru á spítalanum, þau hljóma svoooo fáránlega með dönskum hreim.... sérstaklega þegar maður er vanur því að hlusta á þau með íslenskum r-um. En þetta er kannski bara lúxusvandamál hjá mér?!?!


::Eva:: |07:00|

-----------------------------

08 maí, 2004

Jæja, thad hlaut ad koma ad thvi..... eg læsti mig uti adan! Var ad fara nidur i bæ og gat audvitad ekki opnad hjolid mitt. Rikke i Svithjod thessa helgina og Anders ekki heima! En sem betur fer gleymdi eg lika ad loka stofuglugganum, thannig ad eg klifradi inn i runnann sem er fyrir nedan stofugluggann (eg gleymdi audvitad ekki ad loka eldhusglugganum, thvi ad thad væri of audvelt fyrir mig (thad er nefnilega enginn runni fyrir nedan eldhusgluggann!!)) og tokst mer med miklum latum ad skrida inn um gluggann.... thetta hefur ørugglega ekki verid falleg sjon, og eg var halfpartin viss um thad ad gamla folkid i blokkunum tharna i kring hefdi hringt a løgguna, thvi ad eg heyrdi sirenur rett eftir ad eg komst inn!! En eg er nuna med endalaust margar skramur a fotunum og kvidi thvilikt fyrir thvi ad fara næst i bad.... thetta a eftir ad svida thvilikt.
Annars bara mest litid ad fretta - thad er enntha hlitt herna, en solin er farin i fri.... Poul, Gitte og Amalie komu i morgunmat til min i gær og sidan forum vid i dyragardinn. Poul og Gitte fannst mjøg fyndid thegar thau spyrja Amalie hver a heima i dyragardinum tha svarar hun 'Eva'! (Blokkin sem Rikke og Anders bua i er rett hja dyragardinum). Nema hvad, eg profadi thetta a hana i gær og tha svardi hun ´mor´! THAD fannst mer (og henni) mjøg fyndid!!


::Eva:: |14:01|

-----------------------------

06 maí, 2004

Eg er nuna ad prenta ut verkefnid mitt og a ad skila thvi herna a eftir til leidbeinandanna minna. Eg er med pinu hnut i maganum - kvidi svolitid fyrir thvi ad fa thad aftur fra theim. En thad verdur bara ad koma i ljos i næstu viku, eg er alla vega buin ad vinna vel i verkefninu, serstaklega undanfarna daga, thannig ad nu verdur thad bara ad koma i ljos hvernig theim list a thetta. Jæja - nu er prentarinn loksins buin ad spyta øllu verkefninu ut, sjaum til hvernig thetta gengur.

Annars bara ad benda a søgu sem ad eg setti inn herna adan - færslan herna fyrir nedan. Frekar fyndin saga, goda skemmtun ef ad einhver nennir ad lesa hana!!


::Eva:: |08:49|


Ég hef nú alveg gleymt að segja frá einu skemmtilegu sem gerðist hérna í síðustu viku. Það er nefnilega þannig að við erum stundum þrjú hérna í íbúðinni þegar kærastinn hennar Rikke sefur hjá henni. Síðastliðin fimmtudag hafði ég sitið fyrir framan tölvuna allan daginn, því að ég þurfti að mæta á fund á föstudagsmorguninn (kl 7:30 btw) og gera grein fyrir niðurstöðunum mínum áður en ég fór til Árósa. Jakob ætlaði að koma og gista, en hann hafði farið á einhverja feguðurðasamkeppni með vinum sínum um kvöldið. Við Rikke vorum nú ekki alveg upp á okkar besta þegar hann mætti hingað, ég að mygla fyrir framan tölvuna og hún að reyna að semja atvinnuumsókn, en hann var í fullu fjöri – bara búinn að drekka 10 litla bjóra (og eitthvað breyttist þetta “litla” eftir því sem hann sagði okkur frá kvöldinu sínu) og hann hélt því meira að segja fram að þeir hefðu þynnt bjórinn út með vatni! En Rikke skipaði honum alla vega að fara inn í herbergi að sofa og eftir nokkrar tilraunir tókst það. Ég fór síðan að sofa um klukkutíma eftir það og var einhversstaðar milli svefns og vöku þegar allt í einu ég hrekk upp við það að Rikke liggur í hláturskasti á stofugólfinu og getur engan vegin sagt mér afhverju hún er að hlæja. Málið var nefnilega þannig að eftir að þau höfðu farið að sofa hafði glugginn í herberginu opnast og Rikke þurfti að klifra yfir Jakob til að loka glugganum. Við það hafði hann vaknað og bara sitið og starað út í loftið í margar mínútur. Hann ákvað síðan að hann þurfti að fara á klósettið og klifraði framúr til að fara fram. Nú er herbergið hennar Rikke í ganginum, þannig að maður þarf að beygja til vinstri til að fara í gegnum stofuna og svo áfram inn á klósettið (eða eldhúsið). Eeeeen.... Jakob fór fram, beygði til hægri og fór fram á gang.... alls-nakinn!!! Hann rankaði við sér frammi á gangi og fattaði þá að hann þurfti að fara á klósettið, en að hann væri frammi á gangi og eiginlega búinn að læsa sig úti. Hann ákvað því að það væri þá best að fara upp til Anders á klósettið (Anders býr tveimur hæðum fyrir ofan Rikke), en fattaði þegar hann var kominn hálfa leiðina upp að hann væri ekki í neinum fötum og labbaði því aftur niður og ætlaði að taka lyftuna því að þá myndi engin sjá hann fara upp!!! Það versta var bara að lyftan var alls ekki á okkar hæð, þannig að lyftuhurðin var læst og Rikke kom að honum vera að reyna að opna lyftuhurðina. Hún hafði heyrt hann opna útidyrahurðina og loka henni aftur, en nennti ekki að athuga hvað hann væri að gera. Þegar hún svo heyrði hann vera að berjast við lyftuhurðina ákvað hún að það væri líklega viturt að athuga hvað hann væri að gera. Hann komst því aftur inn, og þegar hún spurði hann hvað hann eiginlega væri að pæla sagðist hann bara þurfa að fara á klósettið!!
Ég fór svo snemma á föstudagsmorguninn á fundinn með læknunum og var komin heim aftur rúmlega níu. Jakob var þá rétt að drösla sér á fætur og skammaðist sín pínu – ég er nú samt búin að spyrja hann um leyfi að setja þetta inn, og Rikke nánast skipaði mér að gera það og spurði hvort að ekki væri hægt að fá það í danskri útgáfu...... það verður gaman fyrir greyið drenginn að mæta í næsta fjölskylduboðið!!


::Eva:: |08:45|

-----------------------------

04 maí, 2004


I dag er det min fars fødselsdag - hurra! Hjertelig til lykke med dagen min kære far, jeg håber du får en dejlig dag!

I gær atti Harpa afmæli - hjartanlega til hamingju med thad Harpa min!!


::Eva:: |06:33|


Ferðin til Árósar var rosalega fín. Það var svolítið mjög lítið sofið og er ég því frekar þreytt núna. Á föstudagskvöldið komu Anna og Tjörvi í mat til Dísu og Stefáns og ég var því fimmta hjólið. Það rættist alveg ótrúlega vel úr kvöldinu og ég skemmti mér alla vega mjög vel. Dísa og Stefán fóru til Þýskalands síðustu helgi og keyptu fullt af gosi og áfengi í landamærabúðinni, þannig að það var nóg að drekka. Kvöldið endaði svo í rosalegum rökræðum um keppnisskap vs/ jógaskap – ég og Stefán á móti Dísu og Önnu.... Tjörvi var sofnaður í sófanum!
Við fórum tiltölulega snemma á fætur á laugadaginn, Stefáni til mikilla ama. Við röltum niður í bæ og ætluðum að skoða sandala til að fara með til Marokkó. Við enduðum á því að kaupa alveg eins Ecco-sandala, geðveikt þægilega og svo keyptum við einnig sólgleraugu, þannig að núna verðum við rosalega flottar í ferðinni. Eftir búðarrápið okkar ákváðum við að fara á nýja listasafnið í Árósum – Aros. Þessi bygging er við hliðin á Musikskolen og Ridehuset, mjög flott bygging. Þetta er á 8. hæðum og mismunandi sýningar á hverri hæð. Á efstu hæðinni eru elstu myndirnar og síðan verður sýningin nútímalegri eftir því sem maður fer lengra niður. Reyndar voru sumar nútímasýningarnar einum of undarlegar fyrir minn smekk. Ég næ ekki alveg pælingunum bak við endalausar slettur eða það að búta eitt stykki hest niður og setja í 32 krukkur. Flottasta sýningin er á neðstu hæðinni og ég mæli alveg með því að fara þangað.
Við ætluðum síðan bara að slappa af um kvöldið, búa til pizzu og horfa á vídeómynd, en það fór ekki alveg eins og við höfðum planað. Um miðnætti hringdu Anna og Tjörvi og báðu okkur að hitta sig á kaffihúsi niðri í bæ. Við ákváðum að líta aðeins á þetta, en auðvitað varð þetta aðeins meira en smá stopp – við komum heim þegar farið var að birta aftur!! .......þegar fólk sem á barn allt í einu fær barnapíu, þá verður það alveg vitlaust í það að komast út að djamma ;-).
Í gær voru Holstebro (Íslendingaliðið hérna í Danmörku) og Arhus SK að keppa í umspilinu um hvor liðið spilar í úrvalsdeildinni á næsta ári. Þetta var nú reyndar ekki eins spennandi leikur og ég hafði vonað, Arhus SK valtaði hreinlega yfir Holstebro í fyrri hálfleik, reyndar með smá hjálp frá dómurunum, þannig að leikurinn endaði með um 10 marka sigur Arhus SK. Það er vonandi að Holstebro standi sig betur í heimaleiknum sínum á fimmtudaginn, annars þrufa þær að spila í 1. deilinni aftur á næsta ári. Mér fannst nú reyndar svolítið fyndið að það voru alveg nokkrir leikmenn með Arhus SK sem ég hafði spilað á móti þegar ég spilaði með Lystrup og meira að segja þá er línumaðurinn þeirra frá Lystrup og var hún þjálfarinn minn eitt tímabil.
Eftir leikinn fór ég til Lillenor til Ole og Anni. Ég hef ekki komið til þeirra síðan þau fluttu frá Lygten og mér líst bara mjög vel á ´nýja´ húsið þeirra. Þau hafa búið til Listasýningu í öðrum enda húsins, þar sem Anni sýnir málverkin sín. Málverkin hennar eru mjög mismunandi, en ég er sérstaklega hrifin af málverkunum hennar af íslensku landslagi, mér finnst þau alveg ótrúlega falleg. Ole sýndi mér síðan vídeó úr afmælinu hans sem hann hélt fyrra haust. Hann hafði leigt karokee og söng fyrsta söngin sjálfur, oh my goooood.... ég vissi ekki að nokkur maður gæti sungið jafn falskt, ég hélt að ég væri slæm, en ég er nú bara hátíð miðað við hann! Það voru allir gjörsamlega búnir á því meðan hann söng, tárin runnu m.a. niður kinnarnar á konunni sem stóð við hliðin á Pernille sem tók sönginn upp.


::Eva:: |06:05|

-----------------------------

03 maí, 2004

Poul og Gitte voru ad fara, fekk far med theim fra Vejle. Eg var nu reyndar ekkert serstakur ferdafelagi, settist inn i bilinn theirra og svaf alla leidina til Køben..... eg er meira ad segja enn threytt og nenni engan vegin ad vera ad skrifa neitt herna inn. Tharf miklu frekar ad skrifa eitthvad gafulegt um vekefnid mitt....
Annars var Elna ad byrja i samræmdu-profunum i dag og eg sendi henni bara alla tha strauma sem eg get - gangi ther vel Elna min!


::Eva:: |11:33|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn