Eva Albrechtsen
25 nóvember, 2006

Skrýtin tilfinning..... sumarið 2001 skráði ég mig í læknadeildina, í alla þá kúrsa sem voru í námskránni. Í gær kláraði ég þann síðasta af þeim kúrsum sem ég skráði mig í þetta sumarið og meira að segja gott betur en það. Þá myndir maður halda að ég væri að fara að útskrifast núna í febrúar..... nei; mig vantar enn 18 einingar upp í þær 180 sem þarf til að útskrifast úr læknadeildinni. Þá spyr maður sig; klikkaði eitthvað þegar ég skráði mig í læknadeildina þarna fyrir rúmum fimm árum - gleymdust einhverjir kúrsar?? Nei er svarið enn og aftur. Þá bara hljóta einhverjar einingar að hafa horfið undanfarin ár og það er einmitt málið..... nokkrum einingum hefur verið stolið af mér og bekkjarfélögum mínum undanfarin ár og það er ástæðan fyrir því að við eigum 18 einingar eftir. Fyrstu einingarnar klárast núna í desember í einhverja undarlega fyrirlestra..... get ekki sagt að ég sé yfirmig spennt en þetta er eitthvað sem þarf að klárast (og það besta er að þetta eru próflausir fyrirlestrar þannig að maður þarf bara að mæta og þykjast vera að hlusta). Ég er samt löngu hætt að pirra mig á þessu, nenni ekki að eyða meiri orku í það. Hlakka bara til að takast á við næsta hálfa árið í Svíþjóð og síðan lokaprófið hérna. Síðan erum við laus við læknadeildina en hendum okkur í staðin fyrir í faðm Landspítalans sem ég eiginlega efast um að eigi eftir að fara betur með okkur.....


::Eva:: |13:19|

-----------------------------

16 nóvember, 2006



Myndir frá björgunaræfingunni eru komnar á myndasíðuna mína.....
.... er mögulegt að mér sé enn kalt, nú rúmlega þremur tímum eftir að æfingunni lauk. Er búin að liggja undir sæng í flísfötum, drekka tvo stóra bolla af heitu the-i og ég er samt skjálfandi úr kulda...... þetta var samt aaaaalveg þess virði þannig að ég skal hætta að kvarta :)


::Eva:: |17:23|

-----------------------------

09 nóvember, 2006

Hvað er það að njóta lífsins???

Var að horfa á Kastljósið í kvöld þar sem viðtal var við stelpu sem er að berjast við colon cancer. Þessi stelpa er nokkrum árum eldri en ég, einhleyp með þrjú börn. Hennar krabbamein er það langt gengin að hennar einu möguleikar er að lyfjameðferð virki fyrir hana.......... Auðvitað var hún spurð fram og aftur um breytta lífsýn og þess háttar og svaraði hún þannig að hennar lífsýn hefði breyst töluvert mikið eftir að hún greindist. Nú er hún ætt að pirra sig yfir smámunum og beinir því einmitt til fólks í einni færslunni sinni að hætta að pirra sig yfir hverdaslegum hlutum, njóta þeirra frekar. Maður kemst nú ekki hjá því að líta í eigin barm eftir svona viðtal (og sérstaklega þegar maður á að vera með hugann límdan við skólabækurnar..... þá fyrst komast hugsanirnar á flug!!!); “er ég sátt við lífið mitt???”

Svarið mitt er einfalt; JÁ! Auðvitað er ýmislegt sem að ég væri til í að hafa öðruvísi en í flestum tilfellum er það eitthvað sem ég hef ekki möguleika á að breyta. En þeir hlutir sem ég hef áhrif á og stjórna í mínu lífi er ég sátt við. Ég á yndislega foreldra sem hafa alltaf stutt mig og ég veit að þau munu alltaf vera mér innan handar. Ég á tvær systur sem eru jafn ólíkar og þær eru frábærar, sitt hvorn háttin. Ég á yndislegar fjölskyldur í tveimur löndum sem mér þykir óendalega vænt um og er dugleg að heimsækja; auðvitað gæti ég verið duglegri en mín afstaða er sú að það þýðir ekki að svekkja sig yfir þeim tíma sem maður ekki er með þeim heldur njóta þess í botn þegar maður er með þeim.
Ég valdi mér mjög svo krefnandi nám, bæði náms-og tímalega. Ég er ánægð með námið mitt, það er spennandi og miklir möguleikar fyrir mig í framtíðinni. Ég veit, ég get kvartað endalaust yfir óyfirstíganlegum lærdómi og endalausri viðveruskyldu á spítalanum en þegar allt er á botninn hvolft þá nýt ég þess að vera inni á spítalanum að læra eitthvað nýtt og þegar ég sest við skrifborðið og fer að læra þá er það afþví að námsefnið er skemmtilegt..... eitthvað hlýtur að hafa haldið mann við efnið í tæp sex ár!! Ég hef líka eignast mínar bestu vinkonur/vini í þessu námi mínu sem hafa gengið með mér í gegnum allar þær hindranir sem reynt hefur verið að setja fyrir okkur í náminu, og við höfum sigrast á þeim öllum!! Eins á ég marga dýrmæta vini úr Flensborg og handboltanum.
Er ég ósátt við að hafa ekki séð meira af heiminum?? Nei! Ég viðurkenni það alveg að ég hef gaman af að ferðast og upplifa ný lönd, nýja menningar eða þá að ferðast um Ísland og njóta náttúrunnar. Ég held að allir hafi gott af því að komast í burtu og kynnast einhverju öðru en því sem er heimafyrir en ég viðurkenni líka að ég hef mjög gaman að því að koma heim aftur. Ég valdi að fara í lengra nám en gengur og gerist þannig að frí og fjárhagur hefur verið af skornum skammti undanfarin ár (ekki það að ég líði skort). En finnst mér það leiðinlegt?? Alls ekki. Ég get notið þess að ferðast seinna og ef það verður ekki þá er ég sátt við það sem ég hef séð. Sérstaklega síðustu tvö sumur hef ég haft mjög mikla ánægju (og stress og kvíða....) af sumarvinnum mínum. Ég hef lært svo ótrúlega mikið að mér finnst það nánast fjarstæðukennt..... hefði samt ekki viljað gera nokkuð annað í sumar en að fá alla þessa dýrmætu reynslu enda er ég óendalega þakklát öllum þeim sem stóðu að baki mér í sumar og hjálpuðu mér að takast á við svona stórt verkefni.

Þannig að já, ég er á heildina sátt við lífið og tilveruna....... varð eiginlega að koma þessu niður á blað.... var engan vegin að geta haldið hugann við lærdóminn en best að snúa sér að honum nú til að standa sig sem best í prófinu á morgun og vera áfram sátt :) (annars verð ég örugglega fljót að kippa þessu bloggi út......)


::Eva:: |22:40|

-----------------------------

08 nóvember, 2006

"Life isn''t fair but it is what you make of it"

"Life can only be understood backwards; but it must be lived forward"
(Søren Kirkegaard)


::Eva:: |09:44|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn