Eva Albrechtsen
28 janúar, 2005

Meðan ég næ því, þá á hún Sara systir mín afmæli í dag; Hjartanlega til hamingju með daginn skvísan mín!!

Prófin nálgast annars óðfluga, þannig að þetta blogg fer annaðhvort í dvala næstu vikurnar eða þá verður allt hyperaktívt ef að ekkert gengur að læra.... ég vona nú að það verði það fyrra ;). Annars stendur helgin á skvassi, meinefnafræði og Hrafnistu - hlakka mest til að fara í skvass!!!


::Eva:: |22:19|

-----------------------------

25 janúar, 2005

#$&/%/($(%$#/)%%&/(((/&$#() ohhhhhhh.... afhverju gátu þeir ekki unnið leikinn í dag.... loksins þegar þeir spila nánast heilan leik vel!! Ég var svo pirruð áðan að ég átti nánast erfitt með að setjast niður og læra aftur.... hvað er málið eiginlega að vera með handboltamót svona í próflestratímanum hjá sér.... það er svooo auðvelt að telja sjálfum sér trú um að það sé muuun mikilvægara að horfa á handboltaleik en að læra!!


::Eva:: |22:42|

-----------------------------

19 janúar, 2005

Það var bara sannkallaður dýragarður heima hjá mér í morgun. Fyrir utan mig (!) og gullfiskana Olíver og Breka, var hann Depill í heimsókn hjá mér. Þegar ég kom heim af æfingu beið hann rólegur eftir mér, en ég held að það hafi verið eina skiptið sem hann var rólegur hjá mér í morgun. Þetta var eins og síðast þegar hann kom í heimsókn til mín, hann lá við útidyrahurðina og beið og beið (órólegur) eftir að e-r myndi koma til hans. Í hvert skipti sem ég stóð upp, rauk hann upp í von um að nú ætlaði ég nú að fara út með hann..... það er því augljóst að það varð nú ekki mikið úr lærdómnum hjá mér í morgun!! Ástæðan fyrir heimsókninni var að ég lofaði að fara með hann til dýralæknis fyrir mömmu og pabba. Depill er nefnilega mjög svo heppinn hundur því að hann fær eitt stykki tík í heimsókn á morgun.... tík sem er á lóðeríi!! Það þurfti því að staðfesta að hann væri ekki með míturlokuleka eins og svo margir hundar af hans tegund... en hjartahljóðin í honum voru fín. Það kom reyndar í ljós að hann er með lausa hnéskel... ég ætlaði að vera voðalega klár og finna það líka, tók í framlöppina á honum og þreifaði. Dýralæknirinn leit undarlega á mig og spurði mig afhverju ég væri að þreifa olnbogann á honum?!?! Það er kannski eins gott að ég sé í læknisfræði, ekki dýralæknisfræði!!


::Eva:: |11:44|

-----------------------------

16 janúar, 2005

Er að vinna í kvöld.... ég veit ekki alveg hvað það segir um vinnuna mína, en ég er búin að lesa heila bók hérna á kvöldvaktinni! Reyndar er það ekki alveg rétt, því ég byrjaði á bókinni klukkutíma áður en ég átti að mæta í vinnuna. Það segir sig nú sjálft að þetta er ekki stærsta bók í heimi, en þetta var bókin "Mín ven Thomas". Ég las hana í grunnskóla úti og fannst hún frábær þá... mér fannst hún ekkert síðri núna. Ég var nú reyndar líka búin að taka einhverjar skólabækur með mér sem ég ætlaði að líta í en ég bara nennti því ekki. Helgin mín hefur algjörlega einkennst af því að ég bara einfaldlega ekki hef nennt að læra...
Jæja, ætla að klára að vekja fólk til að gefa þeim svefnlyfin sín.... nei, segi bara svona!!


::Eva:: |21:53|

-----------------------------

14 janúar, 2005

Ég er að deyja í harðsperrum, í öllum vöðvum efri hluta líkamans nema tvíhöfðanum!! Hjördís er orðin svo öflug að fara að lyfta og dregur mig með sér. Ég held reyndar að ég sé ekki skemmtilegast lyftingapartner sem til er, finnst þetta alveg hundleiðinlegt og er allt of góð við sjálfa mig...... þetta er samt mun skemmtilegra þegar maður er að lyfta með e-um, þannig að ætli maður reyni ekki að ýta aðeins undir keppnisskapið og fari að stunda þetta reglulegar (sérstaklega ef Hjördís ekki gefst upp á mér)...... maður er nú einu sinni kominn upp í úrvalsdeildina. Fór líka með Hjördísi og systur hennar í skvass í gær(morgun!), þvílík og önnur eins snilld, þessi íþrótt er eitthvað fyrir mig!! Púl og keyrsla stanslaust án þess að maður tekur eftir því, því það eina sem kemst að er að ná boltanum! Reyndar er maður auðvitað kominn með verstu harðsperrur sem til eru eftir þetta, í alla þessa litlu skemmtulegu framhandleggsvöðva eins og maður fær eftir badminton. Það skrýtna er samt að ég er líka aum í vinstri framhandleggnum – kannski samúðarharðsperrur?!?


::Eva:: |10:47|

-----------------------------

12 janúar, 2005

Brjálað drama hérna í blokkinni..... þegar ég kom fram á stigaganginn í morgun voru glerbrot á við og dreif fyrir framan útidyrahurðina og einn glugginn í útidyrahurðinni var brotinn. Það hafði líka verið reynt að komast inn um hurðina í hjólageymslunni því að það var búið að hefla af henni í kringum lásinn. Auk þess var búið að brjóta upp hurðina inn í ruslageymsluna, sem reyndar er alveg fáánlegt þar sem að sú hurð er ekki einu sinni læst!! Frekar spuky eitthvað, en ég sef greinilega svona fast því að ég hafði ekkert heyrt í þessu. Ég hringdi bara í lögregluna, en þá kom í ljós að þeir vissu af þessu, höfðu meira að segja komið hingað kl 3:01 í nótt að sækja einhvern sem var að reyna að komast inn til e-rs sem býr hérna í blokkinni..... þetta er alveg stórfurðulegt og engin hérna veit hver þetta getur verið! Mjög dularfullt mál!


::Eva:: |11:44|

-----------------------------

11 janúar, 2005

Skólinn kominn alveg á fullt, eða svona næstum því! Er bara í tímum eftir hádegi, en maður reynir að vera duglegur að vakna og læra á morgnanna. Var nú meira að segja svo dugleg að ég mætti í Baðhúsið í morgun :-)
Ég fékk skemmtilega upphringingu í hádeginu þegar ég var að klára að læra og ætlaði að fara að koma mér í tíma í Fossvoginum. Hún móðir mín hringdi og spurði hvort að ég gæti ekki mögulega gert henni greiða og farið í Heimilistæki og keypt helluborð.... starfsfólkið í vinnunni hannar langaði nefnilega svo roooosalega í pönnukökur en vantaði helluborð!! Ég henti því öllu frá mér, sleppti hádegismatnum, brunaði og keypti helluborðið og fór með það á Landspítalann þannig að starfsfólk hjartadeildarinnar gæti nú fengið pönnukökurnar sínar..... hvað gerir maður ekki fyrir mömmu sína?!?! Greinilega ekki mikið af hjartaáföllum á Íslandi í dag!!


::Eva:: |22:40|

-----------------------------

08 janúar, 2005

7. jan.-05

Það er þvílík keppni í gangi á bloggi Skúladætrana. Hrabba tók sér til og skipti linkunum sínum í úrvalsdeild, fyrstu deild og utandeild og það hefur heldur betur virkað á allt keppnisfólkið sem er með blogg..... íþróttafólk hreinlega þolir ekki keppni... verður að taka þátt í öllu!! Og ég tala nú ekki um keppnina sem Harpa og Árni eru með... hvað er málið með það!!
Annars; Gleðilegt nýtt ár!! Sem betur fer var áramótaheitið mitt ekki að ætla að blogga meira, því að það hefur aldrei geta gengið eftir, þetta kemur frekar í skorpum hjá mér. Ég held samt að ég ætti að reyna að vera aðeins jákvæðari í bloggunum mínum... var aðeins að lesa fyrstu setningarnar í síðustu bloggunum mínum; eingöngu kvart og kvein... lífið mitt en nú ekki alveg svo svart... vona ég alla vega!!
Var annars að koma heim úr Bláfjöllum, fór með nokkrum bekkjarfélögum mínum í snilldar færð. Held barasta að ég hafi ekki skíðað í svona góðri færð í Bláfjöllum síðan að ég flutti til Íslands.... brekkurnar jafnast samt ekki við það sem maður hefur prófað úti!! Ligg reyndar núna uppi í rúmmi og er að reyna að koma smá hita í líkamann minna aftur. Mér var ekkert kalt á skíðunum, enda í flottu ullarnærfötunum sem ég fékk í jólagjöf. Mér varð hins vegar rosalega kalt þegar ég settist inn í bílinn og náði ekkert að þiðni fyrr en inni í eldhúsi hjá mömmu þar sem biðu okkur fullt af kræsingum. Kuldinn smeig sér svo inn á mann aftur að leiðinni til Reykjavíkur, en sem betur fer beið mín lúxus-sæng í íbúðinni!!
Jæja, ætla að vera voðalega duglega að læra á morgun.... það er örugglega þá best að byrja á því að sofa vel (og lengi)!!


::Eva:: |01:12|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn