Eva Albrechtsen
31 desember, 2004

Úff, ég var nú ekki í besta skapi í heimi þegar ég skrifaði síðustu færslu.... enda var ástandið á mér ekki það besta. Það hefur aðeins skánað núna, en maður er samt ennþá fullur af hori.... skemmtilegt að taka á móti nýja árinu á þennan hátt.
Gerði tilraun til að losa mig við kvefið í gær, fór upp í Bláfjöll og var ætlunin að skilja kvefið eftir einhversstaðar lengst uppi í fjöllum. Það gekk nú ekki alveg eftir, en það var nú samt alveg æðislegt að komast á skíði. Skíðafærið var rosalega flott, en það er nú kannski ekki alveg hægt að segja það sama um veðrið. Á tímabili var það mikill bylur að ég sá varla Elnu sem var nokkrum metrum á undan mér. Frekar óþægilegt að skíða og sjá ekkert framfyrir sig. Ef skíðafærið helst svona yfir áramótin, þá gæti verið rosalega flott að komast aðeins á skíði áður en skólinn byrjar aftur!!
Hef annars bara haft það voðalega rólegt yfir hátíðarnar og kannski ekki annað hægt þegar maður er svona hálf-veikur.



Þetta verður að öllum líkindum síðasta færslan mín á þessu ári og vil ég því nota tækifærið að óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka kærlega fyrir það gamla.

Et rigitg godt nytaar til jer alle i Danmark – jeg haaber I faar en dejlig aften!


::Eva:: |17:39|

-----------------------------

29 desember, 2004

Þetta er svooooo týpískt! Ég vann alla jólahelgina, þannig að ég náði ekkert að sofa út og gera bara ekki neitt... nema hvað... núna þegar ég er komin í frí, þá þarf ég auðvitað að leggjast einhverja ómögulega kvefpest! Ég svaf ekki dúr í nótt, það er algjört sírennsli úr nefinu mínu og alveg sama hvernig ég ligg. Og svo til að bæta gráu ofan á svart, þá er hundfúllt að vera einn í veikindunum sínum!


::Eva:: |09:54|

-----------------------------

24 desember, 2004

Gleðileg jól!



En rigtig glædelig jul til alle i Danmark - her har vi en hvid og kold jul, vi håber også I har det godt. Julehilsner fra os alle fem, knus!


::Eva:: |11:41|

-----------------------------

22 desember, 2004

Komin í jólafrí!! Þ.e. ef frí skal kalla..... það bíður mín risastór bunki af skólabókum en hef ákveðið að þær verða að bíða alla vega í nokkra daga. Ætla mér að vera í fríi núna, mér finnst ég eiga það svoooo mikið skilið!!
Fór á þetta blessaða Miðeyrabólguþing í gær, þetta var voðalega professionel, en ætla ekkert að vera með neinar yfirlýsingar varðandi hversu mikið af þeim upplýsingum sem fyrirlesararnir gáfu frá sér síuðust inn í heilabúið mitt... það kemur væntanlega í ljós í prófinu í febrúar (seinni-tíma vandamál!). Eftir ráðstefnuna var okkur boðið í þvílíkt jólahlaðborð á Grand Hotel.... namm! Maturinn var æðislegur!! Maður borðaði alveg á sig gat og var ekki just í fílingi á að fara á jólaglögg læknanema á eftir.... maður leit nú samt á glöggið en var farin heim stuttu seinna.
Jæja, ætla að drífa mig með hundinn í jólaklippinguna..... Elna biður að heilsa öllum!!


::Eva:: |13:22|

-----------------------------

19 desember, 2004

Fékk bara bílinn aftur í þvílíkt góðu standi.... búið að fylla á hann bensín og laga hurðarnar.... ég á langbesta pabba í heimi!!!
Er búin að vera ótrúlega öflug í jólabakstrinum í dag, bakaði Sörur og Söllu-súkkulaðibitakökurog heppnaðist þetta bara rosalega vel hjá mér. Ég á því fullt kökubox af nýbökuðum smákökum ef einhverjum langar að líta í heimsókn. Var reyndar það skynsöm að skilja meirihlutann eftir heima í Stekkjarhvamminum en auðvitað verður maður líka að hafa eitthvað hjá sér.......
Horfði síðan á leik leikanna; Danmörk-Noreg á EM í handbolta..... norsku stelpurnar tóku titilinn í þetta sinn, Danirnir unnu í Árósum fyrir tveimur árum í mögnuðum leik, og var þessi alls ekki síðri. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir sem hægt er að horfa á...... ég er reyndar ekkert svo rosalega svekkt (samt svolítið) að Nossarnir hafi unnið þetta, þær spiluðu ROSALEGA vel í undanúrslitaleiknum á móti Ungverjalandi í gær...... bara einn besti handbolti sem ég hef séð. Verð nú að viðurkenna að manni kítlaði aðeins í fingurnar að fara að spila aftur......


::Eva:: |21:34|

-----------------------------

18 desember, 2004

Fór með bílinn í þiðnun í Stekkjarhvamminn í gærkvöldi og fékk Gólfinn í staðinn! Hurðarnar á Poloinum mínum hafa ákveðið að halda því áfram sem þær byrjuðu á í fyrra... að neita að opnast í köldu veðri!! Þær eru kannski eitthvað líkar eigandanum.... finnst ekki gott þegar veðrið er of kalt og fara þá bara í baklás ;). Núna er það reyndar bara ein hurð sem er krónískt frosin, en það þarf auðvitað að vera hurðin sem er bílstjóra-megin!! Ég hef því þurft að opna hurðina farþegamegin og klifra yfir í bílstjórasætið síðan á þriðjudaginn..... ekki gaman! Fékk alveg nóg af þessu í kvöld þegar ég ætlaði að vera voðalega fín í kápu og háhæluðum skóm.... það hefur verið frekar fyndið að fylgjast með mér komast í bílstjórasætið.....
Var annars að klára að skrifa jólakortin..... mig vantar heimilisfangið hjá henni Ingu Ósk. Veit einhver heimilisfangið hennar eða lest þú kannski þetta, Inga?


::Eva:: |10:19|

-----------------------------

16 desember, 2004

Þetta á aðallega við ykkur sem búið í Kaupmmahöfn, en ég var spurð hvort að ég vissi um einhverja sem hefðu áhuga á að skipta um heimili (hús/íbúð) frá 6. júní á næsta ári og út júní, jafnvel júlí (það er alveg inni í dæminu að vera á fleiri en einum stað ef að það er mögulegt). Þetta er frændi minn, en hann býr í flottu einbýlishúsi í Hlíðarhvefinu (Setbergið) í Hafnarfirði. Endilega látið mig vita ef einhver hefur áhuga á þessu.

Annars bara allt fínt að frétta af mér. Var loksins að klára löngu skóladagana fyrir jól.... bara eftir að fara í röntgentíma fyrir hádegi á morgun og síðan fjóra tíma eftir hádegi á mánudag og þriðjudag...... síðan og alls ekki sem síst er auðvitað ótrúlega spennandi Miðeyrabólguþing á Grand Hótel á þriðjudaginn kl 17 í boði GlaxoSmithKline!!


::Eva:: |21:13|

-----------------------------

11 desember, 2004

Ég er búin að vera alveg rosalega dugleg í dag. Þvoði fjórar þvottavélar í morgun.... það er alveg ótrúlegt hve mikill munur er á magni þvottsins þegar maður fer að æfa svona relgulega.... ég væri örugglega orðin brjáluð ef ég enn væri að keyra þvottinn fram og tilbaka milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar... þvottavélin er bara snilld!
Ég kláraði síðan gjafirnar sem þrufa að sendast til Danmerkur og skrifaði jólakort. Hef samt líka náð að læra aðeins... þó alls ekki eins mikið og ég ætlaði, en þannig er það nú bara alltaf! Maður ætlar sér alltaf að læra miklu meira en maður kemst yfir.
Er að fara á tónleika með hinum víðfræga tenór og fyrrverandi bekkjarbróður mínum, Eyjólfi Eyjólfssyni í Hallgrímskirkju á morgun. Það er um að gera að fara að koma sér í jólastemmninguna, hún hefur alveg horfið í bunka af bókum og glósum það sem af er desember... það gengur bara ekki lengur, það er orðið svo stutt til jóla!
Jæja, best að fara að sofa, er að gæla við þá hugmynd að skella mér í body pump á morgun....


::Eva:: |23:56|

-----------------------------

10 desember, 2004

Það er einn aðili búinn að kommenta á það að ég bloggi lítið..... það er greinilegt að það eru ekki margir að skoða þessa síðu mína... enda kannski ekki skrýtið þegar maður eiginlega ekkert skrifar inn á hana. Ég er samt enn svolítið sár yfir því að fólki finnist það ekkert þurfa að tala við mig af því að ég blogga!!
Annars var ég að enda við að halda stelpukvöld hérna hjá mér.... fékk um 25 frískar bekkjarsystur mínar hingað, sumar hverjar komu einnig með eitthvað ætilegt (meira segja fleiri en áttu að koma með) þannig að þetta endaði í rosalegri kökuveislu hérna... ekki slæmt! Sögurnar frá spítalanum eru alveg ótrúlegar... sumar hverjar þola ekki birtingu, en svo eru maður auðvitað bundin þagnarskyldu....
Þetta verður að duga í þetta sinn.... ætla að fara að leita að jólastemmningunni á morgun, fara í jólagjafainnkaup með mömmu á eftir skóla. Jólastemmningin hefur algjörlega farið framhjá mér það sem af er desember en það gengur auðvitað alls ekki þegar maður ekki einu sinni er í prófum (ég held samt að maður komist í meiri jólastuð ef maður er í jólaprófum!!)... er samt algjörlega að drukkna í lærdómi!!


::Eva:: |01:19|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn