Eva Albrechtsen
26 október, 2005

Ég sit núna inni í stofu, það er skítkallt og í sjónvarpinu er Kastljósið þar sem fjallað er um snjóflóðið sem féll á Flateyri fyrir 10 árum síðan. Það er ekki laust við að maður fái smá kökk í hálsinn, man mjög vel eftir þessu og þar sem að ég ekki bjó á Íslandi þegar snjóflóðið féll á Súðavík finnst mér þetta snjóflóð mun minnisstæðara. Það spilar auðvitað inn í að maður þekkir svolítið til á Flateyri. Ég fann bloggið hjá Sóleyju Eiríksdóttur sem bjargað var úr flóðinu eftir 9 klukkustundur, það er mjög átakalegt að lesa frásögnina hennar. Ég er búin að kveikja á kerti í glugganum og ég hvet alla til að gera það sama.

Yfir í eitthvað allt annað en jafnvel jafnsorglegt..... þessi geðdeild orsakar mikla naflaskoðun hjá manni. Geðsjúkdómar eru ótrúlega dularfullur heimur og mjög óáþreifanlegir. Það er óhugnalegt hversu mörg einkenni maður getur fundið hjá sjálfum sér, stundum veit maður ekki hvort um ímyndun eða raunveruleg einkenni eru að ræða. Það eru svo margir af jafnöldrum mínum sem hafa lent í slæmum málum, eru bara í einhverjum vítahring sem engin leið virðist vera upp úr. Eins langar manni stundum bara að taka suma og hrista þá til, finnst bara að fólk þurfi að hrista þetta af sér og taka sig saman. Samt er það bara engan vegin að virka þannig og stundum virðist allt vera vonlaust. Það ótrúlega er samt að þetta er alls ekki svona vonlaust í öllum tilfellum. Það myndi engin fara í þessa sérgrein ef aldrei væri um bata að ræða, það fer engin í þannig sjálfsskaparvíti. Sumir sjúklingar ná ótrúlega góðum bata, sumir ná að halda honum aðrir falla aftur í sömu gryfju. Það sem kemur mér eiginlega mest á óvart er það hversu margir geta náð bata. Ég hef kannski ekki bestu reynsluna af geðsjúkdómum þannig að mitt viðhorf hefur alltaf verið mjög neikvætt, en ég hef á síðustu vikum þurft að breyta þessari skoðun minni. Ég er samt langt frá því að vera að fara að velja mér þessa sérgrein, það er 99,99% öruggt að ég eigi aldrei eftir að velja hana!! En það er frábært að hún henti öðrum því það er mikil þörf á þeim.


::Eva:: |19:30|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn