Eva Albrechtsen
22 febrúar, 2007


Eins og sést á þessari mynd er allt á kafi í snjó hérna í Skåne..... amk finnst Svíum það og allar lestar-og strætóferðir eru frestaðar til hádegis.... eða þá á að endurskoða aðstæðurnar aftur.... Við Hjördís vorum nú mættar galvaskar upp á lestarstöðina til að ná lestinni okkar kl 7.32 í morgun en við mættum bara strollu af fólki sem var aftur á leiðinni heim til sín. Við ákváðum því bara að gera það sama og vorum stuttu seinna komnar aftur undir sængurnar okkar....

Það er farið að styttast óhuggnalega mikið í Malawiuferðina okkar.... síðustu dagar hafa farið í það að kaupa síðustu hlutina fyrir ferðina og í gærkvöldi byrjuðum við síðan á því að pakka öllu hafurtaskinu niður..... Förum til Holte á morgun þar sem við fáum að geyma töskurnar okkar þær fjórar vikur sem við verðum í Malawi. Ævintýrið hefst síðan rétt upp úr hádegi á laugadaginn og tæpum sólarhring seinna lendum við í Lilongwe. Ég er búin að lofa fjölskyldunni minni hér að blogga á dönsku meðan ég er úti þannig að þau geti líka fylgst með ferðalaginu okkar. Við þrjár verðum með blogg saman þar sem bloggað verður á íslensku. Sjáum síðan til hversu mikið maður nær að blogga, miðað við færslurnar sem hafa komið inn hjá stúlkunum í Malawi núna þá er ég farin að hafa litla trú á nettengingunni í þessum heimshluta..... þrátt fyrir að ferðahandbókin okkar (sem var gefin út á síðasta ári) segir að nettengingin eigi að vera ágæt. Við förum fyrst til Monkey Bay í eina viku og það er líklegt að nettengingin sé eitthvað lélegri þar en í Lilongwe þangað sem við förum eftir Monkey Bay..... en það verður bara allt að koma í ljós .....


::Eva:: |09:18|

-----------------------------

18 febrúar, 2007


"Kassel - Frankfurt - Basel". Það voru leiðbeiningarnar sem Erik gaf mér þegar ég átti að taka við bílstjórastarfinu rétt eftir miðnætti aðfaranótt síðasta laugadags. Keyrðum alla laugadagsnóttina og vorum komin til Nandaz kl 9 um morguninn og upp í fjallið á skíðin klukkutíma seinna. Snilldarvika sem var í grófum dráttum svona;
Við vöknuðum milli 7 og 7:30 á morgnanna og borðuðum morgunmat sem samanstóð m.a. af nýbökuðu brauði frá bakaranum á móti íbúinni okkar, eggi og beikoni. Síðan vorum við alltaf mætt upp í fjallið þegar fyrsta lyftan fór afstað kl 8:45 og vorum meira og minna á skíðum til kl 16:30 með tilheyrandi hádegis- og kakóhléum eftir aðstæðum og þreki fólks. Þegar komið var heim var after-skiing milli 17 og 19 og notaði fólk það á mismunandi hátt. Þar sem að þetta er nú einu sinni fjölskyldan mín þá voru þrekæfingarnar aldrei langt undan á þessum tíma, með Poul í broddi fylkingar. Aðrir létu sér nægja að fá sér bjór/gos og snakk eða bara lögðu sig í sófann og slöppuðu af.... ég get alveg innilega mælt með Disney-myndinni "Cars", hún er algjör snilld!! Kl. 19 var síðan kvöldmatur sem að við skiptumst á að búa til og á hverju einasta kvöldi var veislumáltíð; nautakjöt, lambakjöt, grænmetisþema, ostar og pizzur. Eftir það var spjallað og spilað eins lengi og fólk hafði þrek til.
Við getum ekki kvartað yfir veðrinu. Það snjóaði frá sunnudeginum - miðvikudags þannig að við vorum með púðursnjó allan tíman. Vorum nánast ekkert inni á brekkunum heldur þeystum um milli trjánna í leit að púðursnjónum off pist. Reyndar var þriðjudagurinn mjög þungur þar sem hitastigið var við eða rétt ofan við frostmark. Afmælisdagurinn hennar Elnu var síðan algjör hápunktur ferðarinnar; nýfallin snjór og heiðblár himinn - algjör snilldardagur og sólin skein síðan aftur á okkur á föstudeginum. Það var aldrei neitt voðalega kalt þannig að seinnipart föstudagsins voru steinar farnir að gægjast upp úr snjónum þar sem fólk var duglegt að skíða. Þessi ferð var algjör snilld í alla staði og við getum engan vegin kvartað yfir veðri eða snjóleysi. Töluðum við fólk sem var í Austurríki á sama tíma og þar rigndi alla vikuna og þau fóru fyrr heim því þau komust ekkert á skíði. Mér fannst eiginlega bara algjör snilld að skíða líka í snjókomunni en það var auðvitað algjör toppur að fá síðustu tvo dagana svona fullkomna. Þetta er bara algjör must að komast í svona skíðaferðalag amk einu sinni á ári!!


::Eva:: |13:00|

-----------------------------

08 febrúar, 2007

Hver hélt því fram að það væri erfitt að þýða frosinn kjúkling?!?!


Nú eru bara nokkrir klukkutímar í að við leggjum í hann til Sviss..... heil vika á skíðum með yndislegu fólki :). Ég verð með íslenska númmerið mitt þarna ef að e-r langar að heyra hversu gaman er hjá mér :).


::Eva:: |20:51|

-----------------------------

06 febrúar, 2007

Konan sem við leigjum hjá á stóran, feitan og frekar óhugnalegan kött (ég er svo innilega sammála því sem hún systir mín bloggaði um daginn). Þessi köttur hennar er greinilega vanur því að vera hérna í kjallaranum því hann reynir að komast inn til okkar hvenær sem færi gefst. Honum hefur reyndar ekki tekist ætlunarverk sitt, en hann gerir sitt besta. Stundum þegar maður horfir út um gluggan á herberginu okkar stara tvö augu á mann (eins og t.d. núna :-/) og hann reynir að ná athygli okkar með því að renna klónum niður eftir glerinu endurtekið...... mjöööög svo hvimleitt hljóð. Ef hann heyrir okkur fara fram á nóttinni hleypur hann niður til okkar (hljómar eins og fullvaxinn maður sé að hlaupa eftir ganginum uppi). Honum hefur ekki enn tekist að komast inn til okkar en ég er viss um að ef það tækist kæmum við honum örugglega ekki út......
Kisi er búinn að gefast upp núna þannig að ég ætla að leggjast upp í rúm og leyfa Astrid Lindgren að lesa Bröderna Lejonhjärta fyrir mig...... algjör snilld að hlusta á svona sögur og reyna að skilja sænskuna (er síðan með bókina fyrir framan mig til að reyna að botna í því afhverju "st" í "stannar" og "stjärnor" ekki er sagt á sama hátt..... þessi sænska er ekki að gera mér lífið auðvelt). Er í algjörri nostalgiu þegar ég hlusta á Astrid. Hún les auðvitað á sænsku en að öðru leiti hljómar hún og les nákvæmlega eins og farmor. Farmor las Línu Langsokk og Puslingebogen inn á hljóðsnældur fyrir mig þegar ég var lítil og ég hlustaði alltaf á hana áður en ég fór að sofa. Enda er það alveg skilyrt hjá mér hérna að ef að ég ekki er með bókina fyrir framan mig sofna ég eiginlega strax og Astrid byrjar að lesa :-). En Emil i Lönnaberg mun stytta mér stundirnar á leiðinni til Sviss (bara ef e-r ekki vissi það þá verð ég á skíðum í svissnesku ölpunum eftir þrjá sólarhringa :-D, mér finnst það ekkert leiðinlegt ;)). Góða nótt!


::Eva:: |23:52|


Jeg kom jo til at glemme mit camera i Jelling sidste week-end, men heldigvis havde Jørgen tid til at køre det op til Ole i Odder, så jeg kunne få det nu her i week-enden hvor jeg havde nogle rigtige hyggelige dage sammen med Disa og en dejlig aften sammen med Anni og Ole.... Nu har jeg fået sat et par billeder ind fra pigernes dåb i Jelling, I kan se dem her.


::Eva:: |08:34|

-----------------------------

03 febrúar, 2007

Dísa skvísa (sem er ég er í heimsókn hjá núna í Árósum) skrifaði grein í síðustu viku fyrir vefritið Hugsandi um mannsheilann. Þrátt fyrir að greinin sé skrifuð af doktor í tölfræði finnst mér, hinn einfaldi læknanemi, hún nú bara nokkuð góð og skiljanleg ;-). Það sem mér finnst samt merkilegast (sorrý Dísa) er að ég er á einni myndinni í greininni..... langar svolítið að vita hvort að e-r ykkar finnið mig!! Hér er greinin!


::Eva:: |10:28|

-----------------------------

01 febrúar, 2007

Er a naeturvaktinni a akutbilnum. Ekkert neitt rosalega mikid ad gera verd eg nu ad vidurkenna. Magga Dis var a vakt adfaranott thridjudagsins og manudagsins og thad var sama sem ekkert ad gera hja henni heldur, seinni nottina var ekki eitt einasta utkall...... hvad er eiginlega malid thegar madur er nemi ad elta annan laekni, tha er aldrei neitt ad gera en um leid og madur sjalfur er kominn med abyrgdina tha verdur allt brjalad!! Sidan til ad toppa allt tha var eitt stort slys sidustu nott thar sem laeknirinn thurfti ad gripa til thokkalegra rottaekra adgerda og hjartastopp undir morguninn!! Ekki thad ad eg vilji folki illt (lofa thvi) eeeeen ef eitthvad gerist ma thad alveg gerast medan eg er a vaktinni ;-)


::Eva:: |23:39|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn