Eva Albrechtsen
21 apríl, 2005

Gleðilegt sumar!!!

Fagnaði deginum með því að klára að fara yfir hjartað!! Stefnan er svo sett á að byrja á meltingunni þannig að dagurinn lítur spennandi út ;). Las á mbl.is áðan að vetur og sumar hefðu frosið saman í nótt þannig að samkvæmt gamalli trú ætti sumarið að verða gott. Mér líst bara mjög vel á það!!


::Eva:: |13:46|

-----------------------------

16 apríl, 2005

Haldið þið að mín sé ekki bara að fara að lækna hálsa, nef og eyru í sumar!! Jú, ég fékk stöðu sem aðstoðarlæknir á háls-nef og eyrnardeildinni!! Ég er alveg ótrúlega sátt við þessa stöðu, jafnvel sáttari en að lenda á medicindeild. Held að ég geti lært alveg ótrúlega mikið á þessu. Slysó var ofar á listanum hjá en sú staða fór út mjög snemma. Þegar röðin var að nálgast mér voru tvær medicinestöður lausar, ein kírúgíustaða og HNE. En ég endaði sem sagt með HNE stöðuna og er mjög sátt við það!


::Eva:: |10:59|

-----------------------------

14 apríl, 2005

Allir að krossa fingur og tær fyrir mér, er á leiðinni á ráðningafund læknanema og þá kemur loksins í ljós hvað ég er að fara að gera í sumar. Langar alveg rosalega inn á spítalann að vinna, en það er nokkuð tvísýnt. Alla vega eru möguleikarnir á medicin stöðu nánast engin sem náttúrulega er nr 1 á listanum. Síðan kemur slysó auðvitað sterkt inn sem og kírúgían og jafnvel bara röntgen hjá gamla karlinum. Annars stendur það bara á hjúkrun á Hrafnistu í Hafnarfirði, kemur í ljós eftir nokkra klukkutíma!!


::Eva:: |19:23|

-----------------------------

08 apríl, 2005

Hvað er betra að gera á laugadagskvöldi en að þrífa íbúðina sína hátt og lágt?!? Það er hreinlega alveg ómögulegt að læra á föstudagskvöldi nema ef maður er að fara í próf á laugadegi. Ég ætlaði svo innilega að vera svoooo dugleg, en maður bara gengur á vegg um kvöldmatarleitið, það ætti bara að banna lærdóm á föstudagskvöldi - án þess að vera með samviskubit!!
Annars hef ég verið á Landakoti þessa vikuna, mjög rólegt en samt alveg hægt að læra ýmislegt. Hjartadeildin bíður svo eftir manni í næstu viku, það verður án efa meira en nóg að gera og örugglega mjög skemmtilegt.
Ég fór á Edith Piaf síðasta sunnudag með Hrönn. Leikritið var frábært og Brynhildur Guðjónsdóttir er algjör snillingur. Þessi kona er samt ekki neitt, fyrsta senan í leikritinu er af henni sem barn og ég hélt virkilega að það væri stelpa að leika hana, en þetta var hún! Ég mæli alveg eindregið með þessu leikriti!


::Eva:: |20:16|

-----------------------------

01 apríl, 2005

Það var nú líka rosalega flott veður hérna hjá okkur í dag. Var ekki alveg í stuði til að setjast niður og læra þannig að við Hjördís ákváðum að fara aðeins út að skokka og skella okkur síðan í sólbað í heita pottinum í Laugadalslauginni. Kom svo spræk heim tilbúin í bækurnar og lít þá allt í einu út og sé að það er byrjað að snjóa.... hvað er eiginlega málið?? Svona er Ísland!!!


::Eva:: |20:39|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn