Eva Albrechtsen
14 febrúar, 2006

Sex and the city er orðið ómissandi á kvöldinn fyrir svefninn..... algjörlega snilldarþættir!! Samt langar mig alltaf að horfa á meira þegar þátturinn endar..... minnir líka á margar skemmtilegar stundir með Cosmo-klúbbinum á Eggertsgötunni.... ég sakna svolítið þessara fimmtudagskvölda....

Er annars byrjuð á kvenna-og fæðingardeildinni, lítur bara vel út enn sem komið er.... hef reyndar bara stungið nefinu inn fyrir á fæðingadeildinni, en það stendur til bóta. Verð næstu tvo daga á meðgöngudeildinni og á fæðingaganginum á föstudaginn.... er að verða orðin svolítið spennt!!!

Æi.... ætla bara að halda áfram að horfa á þáttinn.....


::Eva:: |22:52|

-----------------------------

09 febrúar, 2006

hmmm... það sem að manni dettur í hug þegar maður á að vera að lesa!!! Í kvöld, fyrir 10 árum síðan (akkúrat) var hringt í mig fra Köben, ég vinsamlegast beðin um að pakka fínum fötum ofan í tösku og fara að sofa því að ég þurfti að vakna snemma daginn eftir og fara til Keflavíkur. Þar biði mín flugmiði til Kauðmannahafnar og 70 ára afmælisveisla hjá afa mínum!!! Þetta er sú stysta en var einnig ein skemmtilegasta ferð sem ég hef farið til Kaupmannahafnar. Bróðir pabba missti konuna sína skyndilega tveimur vikum fyrir afmælið og fjölskyldan ákvað að það kæmi ekki annað til greina en að við myndum öll hittast..... þar sem að ég var eina sem ætlaði ekki að koma settu þau öll pening í púkk og keyptu flugmiða handa mér...... en OMG.... eru þetta virkilega 10 ár síðan!!!
En farfar hefði sem sagt orðið 80 ára á morgun ef að hann hefði lifað. Þetta er ein sú yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst ég sakna ég þess alveg óendalega mikið að hafa hann ekki hjá mér lengur..... ég var á tímabili í miklum vafa hvort að ég ætti að verða læknir, en hann taldi mér trú um að mér væri ætlað að verða læknir.... eins er það honum að þakka Bangsimon-æðið sem hefur fylgt mér alla tíð!!!


::Eva:: |13:21|

-----------------------------

08 febrúar, 2006

Nú eru e-ir gaurar að leggja ljósleiðara inn í íbúðina mína núna.... er ekki alveg að fara að sitja með heyrnatól vafinn inn í teppi meðan þeir eru að vinna í íbúiðinn. Hef samt frá nákvæmlega engu að segja, er búin að skoða misfallegar myndir af misjöfnum líkamshlutum.... hér er t.d. einn sem ekki hefur þolað smokinn sem hann var að nota!! Já, undarlegur húmor hjá læknanemum.... þetta er líklega ekki fyrir allt of viðkvæmar sálir!! Samt pínu fyndið, þetta er svoooo ógeðslegt!!

En gaurarnir eru búnir þannig að það er víst best að snúa sér aftur að ógeðinu!! Bis bald!


::Eva:: |16:19|

-----------------------------

07 febrúar, 2006

það hafa ekki margir tekið eftir come-backi mínu í bloggheiminn...... greinilega að allir hafa gefið upp þá von um að eitthvað yrði sett hérna inn aftur..... nema auðvitað hún Hjördís en það er ekki alveg að marka þar sem að hún er í prófum eins og ég og þá nærist maður á bloggsíðum ;)..... sorglegt að segja frá því en maður verður ótrúlega pirraður þegar fólk bloggar ekki þrisvar í dag!!

já próf..... fór í skrýtnasta próf sem ég nokkurn tíman hef farið í, í gær.... átti að heita þriggja tíma próf - ég var komin út eftir 45 mín og var þá búin að gera allar 4 spurningarnar á prófinu, fara tvisvar yfir þær og gera könnun um kúrsinn sjálfan.... enda hitti maður nokkra gáttaða bekkjarfélaga fyrir utan prófið - ekki alveg það sem maður er vanur!! En þetta var svo sem ágætt, þá fékk maður bara lengra frí áður en næsti lestur hefst í fyrramálið sem er Húð og hitt (held því nefnilega fram að það sé ekki mannlegt að byrja að læra undir nýtt próf þegar maður er nýkomin úr öðru prófi..... það er bara bónus að prófið í dag var eins og það var.... maður náði eiginlega ekkert að komast í gang - eins og Íris sagði; "ég verð eiginlega bara að drífa sig á æfingu því ég fékk enga útrás þarna inni"!!).

Annars er ég að uppgötva það að ef við Dísa værum að fara til Marokkó núna í sumar þyrftum við að öllum líkindum að aflýsa ferðinni þar sem að vegabréfið mitt virðist ekki vera af réttri gerð þessa dagana - ótrúlegt, nokkrar myndir í litlu dagblaði í litlu landi valda það miklum usla í heiminum að ferðafrelsið mitt hefur skerst svo um munar!!! Sjáið hérna..... mér finnst þetta fáránlegt!! Ok, upphaflega var hugmyndin að birta myndirnar ekki allt of góð (út úr kortinu) - það er almenn kurteisi að bera virðingu fyrir trú annarra og vera ekkert að ögra fólk af óþörfu..... en þvílík og önnur eins viðbrögð frá múslímum, mér finnst þetta svooooooo langt úti (svo að maður sletti aðeins á dönsku) og þetta er komið út í fáránlegar miklar öfgar... ég bara hreinlega trúi því ekki!! Nú er þetta komið út í skemmdarverk.... ef þetta endar í að e-um mannamissum er ég ekkert svo viss um hver mín skoðun á múslínum verður (ég veit að þetta er minnihlutahópur sem hagar sér svona, EN svona hagar maður sér EKKI)...... vonandi fer þessu að lægja bráðum!!


::Eva:: |23:33|

-----------------------------

05 febrúar, 2006

Það er alveg rétt það sem Þorsteinsdæturnar kommenta, að ég get alveg eins bloggað frekar en að læra þessa leiðinda-vitleysu sem ég er að reyna troða inn í hausinn minn...... ójá... ég er í prófum aftur!!! Finnst eins og ég sé nýbúin í prófum sem ég er reyndar og er þess vegna engan vegin í stuði til að vera aftur í prófum..... endurhæfing og húð & hitt.... það bara held ég getur ekki orðið meira spennandi.

Að öðru í commenti annarra Þorsteinsdætrana...... Hjördís, þú vannst mig EKKI í skvassi!!! Þarf ég að minna þig á að ég vann, held ég eitt settið 9-0 eða 9-1 þar sem að þú náðir varla að slá í boltann einu sinni!! Þú varst bara heppinn að það biðu aðrir eftir salnum - það er eins gott að það líði ekki allt of langur tími í næsta leik...

Var að horfa á brons-leikinn áðan á EM - Danirnir gjörsamlega kafsigldu Króatana, frábær leikur!! Það hlýtur samt að vera svolítið pirrandi að vera að fá brons í þriðja skiptið í röð á EM, þó að það sé auðvitað frábær árangur. Maja og Lotta komu að horfa á leikinn hjá pabba og mömmu á DR1 - þær áttu ekki til orð yfir látunum í íslensku sjónvarpmönnunum, sögðu að það væri eins og það væru bara tvær mín eftir að leiknum allan leikinn! Var samt svolítið fyndið að fyrrverandi kærastinn hennar Maju var að lýsa leiknum fyrir Dani en við sátum að horfa á leikinn með núverandi kærustunni!!

Jæja, þetta hlýtur að teljast ágæt hjá mér eftir tæpa tveggja mánaða hvíld...... ég blogga seinna á dönsku Anna, vona að þú sættir þig við íslenskuna til að byrja með!! - og svo er ég auðvitað búin að bæta link á þig og Dísu sem líka er byrjuð að blogga!!

........ verkirnir, strokin og mænuskaðarnir bíða....... júhúú!!


::Eva:: |16:03|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn