Eva Albrechtsen
31 desember, 2003

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!!



MANGE HILSNER HER FRA ISLAND MED HÅB OM, AT ALLE KOMMER GODT IND I DET NYE ÅR



::Eva:: |14:34|

-----------------------------

29 desember, 2003

Jæja, þá er síðan komin í áramótabúning og ég er búin að redda nettengingunni á fartölvuna mína..... ég þurfti ekkert að fara upp í Hringiðjuna í þetta skipti, sem betur fer!
Veðrið er reyndar að ganga aðeins niður núna, en það er búið að vera alveg rosalega leiðinlegt í morgun. Pabbi fór sem betur fer á Gólfinum í vinnuna í morgun, þannig að við stelpurnar erum með Toyotuna hérna heima. Elna þurfti auðvitað að fara upp í skátaheimili í morgun, ég hef ekki hugmynd um það hvernig henni móður minni tókst að komast upp götuna okkar, en þegar hún kom tilbaka var hún auðvitað pikkföst hérna úti á plani, þannig að það var ekkert annað að gera en að fara út með skóflu og losa hana. Það reyndist vera svolítið mál, sérstaklega þar sem móðir mín er með mjög litla þolimæði, þannig að hún vildi alltaf reyna að færa bílinn þegar við Sara voru bara hálfnaðar með að losa hann. Þannig tókst henni að festa bílinn alla vega tvisvar. Svo þegar við loksins vorum búnar að koma bílnum inn á stæðið hjá nágrönnunum okkar (stæðið okkar var upptekið því að fólkið á móti okkur hafði ekki komist lengra en inn á stæðið okkar í morgun þegar það reyndi að komast í burtu) vildi konan endilega laga bílinn aðeins og keyrði hann aftur út í snjóinn og þá byrjaði ballið aftur!! En okkur tókst þetta að lokum. Við Sara reyndum svo að moka aðeins hérna úti, en það snjóaði bara jafnóðum ofan í það sem við mokuðum í burtu. Konan sem átti bílinn í stæðinu náði síðan í einhvern á risa jeppa tilað koma sínum bíl upp og það tókst líka að lokum.
Núna ætla ég að njóta þess að vera heima .... að passa taugaveiklaðan hund því að það eru einhverjir þegar byrjaðir að skjóta upp flugeldum. Mamma og Sara fóru með ömmu upp í Intersport...... ég hef ekki hugmynd um það hvernig þær ætla sér að komast alla leið, en mig grunar að móður minni eigi eftir að takast það...... stundum er gott að vera þrjóskur!!
Ég er að reyna að hlaða tónlist inn í tölvuna mína, þannig að ég geti fært þau yfir á MP3 spilarann minn. Svo er ætlunin að fara á æfingu í kvöld til að athuga hvernig nýja tækið virkar!


::Eva:: |13:54|


úff.... þvíílíkt og annað eins veður... þetta er alveg rosalegt!! Er búin að vera að vera að moka hérna fyrir utan og það er nánast alveg vonlaust.....
...þarf að fara aftur út að moka!!!


::Eva:: |12:18|

-----------------------------

28 desember, 2003

ég er búin að setja nokkrar myndir inn á myndasíðuna mína.... en samt ekki búin að laga netið.... morgundagurinn fer í það!!!


::Eva:: |20:34|


Þvíííílííík matarjól!!! Þessir jóladagar hafa liðið með endalausu mataráti, en það er nú alls ekki svo slæmt.
Við vorum sjö hérna á aðfangadagaskvöld. Byrjuðum auðvitað á því að fara í kirkju og svo heim að borða jólamatinn sem reyndar var önd þetta árið þar sem Aligæsirnar sem við erum vön að borða ekki voru í boði þetta árið (eitthvað bull með eitthvað sláturhús). Möndlugrauturinn var svo á sínum stað í eftirrétt og tókst mér, í fyrsta sinn held ég alveg örugglega, a ð borða heila skál af þessum dýrlega graut..... og gat þar með fengið mér annan skammt, en það hefur aldrei gerst áður, og er það líklega ástæðan fyrir því að ég aldrei fæ möndluna). En því miður gekk það ekki eftir í ár, því um leið og ég var búin að fylla skálina mína aftur kom í ljós að pabbi var búinn að fá möndluna!! En ég kem sterk inn á næsta ári og næ kannski henni Elnu.... hún náði að borða fjóra diska af grautnum áður en pabbi fann möndluna!!
Á jóladag fórum við svo í árlega hangikjötið hjá ömmu og afa. Fórum í hádeginu, því að seinnipartinn áttum við að mæta í skírnaveislu til litla frænda. Ég leit reyndar bara aðeins við þar, þvi að ég átti að mæta í vinnu kl 5.
Á annan í jólum skelltum við Hrönn okkur austur fyrir fjall, eða nánara á Eyrabakka þar sem að við heimsóttum Júllu og fjsk. Þetta var því miður það eina sem við náðum að hitta Júllu hérna á landinu því hún æltar að halda jólin úti í Köben. Um kvöldið komu svo Skúli & co og Helga & co þannig að húsið okkar fylltist alveg. Þegar við svo vorum búin að koma þeim út skelltum við okkur í Brekkuskóg þar sem mamma og pabbi voru búin að redda sér sumarbústað. Elna fór reyndar ekki með okkur, en þetta var mjög notalegt fyrir því. Við vorum ekki komin þangað fyrr en eftir miðnætti, þannig að við fórum bara beint að sofa. Í gær fórum við svo að skoða Gullfoss og Geysi, en það var alveg endalaust kallt, þannig að við drifum okkur bara aftur í bústaðinn og fóru sumir í heita pottinn. Ég ákvað hins vegar bara að vera inni, undir sænginni, að lesa. Við komum síðan heim í dag og hefur letilífið bara haldið áfram!!
Ég er núna að reyna að fikta í netinu á fartölvunni minni.... það er enn og aftur dottið út.... óþolandi, sérstaklega þar sem ég ætlaði að fara að hlaða lögum inn á MP3 spilarann sem ég fékk í jólagjöf!!!


::Eva:: |19:32|

-----------------------------

24 desember, 2003

GLEÐILEG JÓL!!!
ÉG VONA AÐ ÞIÐ HAFIÐ ÞAÐ ÖLL GOTT Í DAG OG NJÓTIÐ ÞESS AÐ VERA TIL!!!



GLÆDELIG JUL
........ OGSÅ TIL JER ALLE SAMMEN I DANMARK!!
JEG HÅBER I FÅR EN DEJLIG DAG OG HYGGER JER RIGTIG MEGET SAMMEN.



::Eva:: |10:32|

-----------------------------

22 desember, 2003

ég er búin að vera þvíííílíkt dugleg í dag með Hörpu. Við erum búinar að baka 60 sörur og ég veit ekki hvað margar Sollu-súkkulaðibitakökur.... þær eru GEÐVEIKT góðar!!! Við byrjuðum í dag, upp úr hádegi, fórum aðeins í búð, en erum síðan búnar að vera að síðan þá. Fórum reyndar á æfingu hérna í kvöld og kom ég svo heim og kláraði að setja súkkulaði á sörurnar. Harpa var nú samt ekki alveg viss um mig og eldhústæki. Mér tókst að gera hina ýmsu furðuhluti en þetta tókst bara alveg ótrúlega vel, þrátt fyrir hrakfarirnar mínar. Við enduðum bara á því að láta mig sitja og forma súkkulaðibitakökurnar með höndunum á meðan Harpa sá um að gera það sem þurfti vélar í. Ég fékk svo einnig að keyra á milli Stekkjarhvammsins og Krónunar þrisvar sinnum, því að við fundum alltaf eitthvað sem við höfðum gleymt að kaupa. Það hefði því kannski verið sniðugara að baka heima hjá henni. Við gerum það kannski á næsta ári, því við ætlum að reyna að gera þetta aftur þá!
Ég hitti svo Dísu í dag, alveg frábært að sjá hana. Við borðuðum Subway saman í morgunmat... meiriháttar gott!!


::Eva:: |23:13|

-----------------------------

21 desember, 2003

Það er bilað veður úti!!! Ætlaði að vera voðalega listræn og tók myndavélina með mér út, en auðvitað náði ég engum myndum.... annað en bara af snjókornum..... það var samt alveg frábært. Við Elna erum búnar að liggja yfir Friends í allt kvöld..... það er svo gaman að vera í jólafríi!!!
Fór annars með Söru á Grease áðan. Það var alveg ágætt - Birgitta og Jónsi stóðu sig bara ágætlega.


::Eva:: |23:50|


ég er nú meiri rugludallurinn. Ég dreif mig að skrifa jólakortin mín á föstudaginn og sendi þau líka, þannig að möguleiki væri á því að fólk fengi jólakortin fyrir aðfangadag (þe. með pósti). Ég skrifaði svolítið öðruvísi jólakort í ár en ég er vön að gera, en það gekk ekki betur en svo að ég gleymdi að skrifa undir á kortunum. Ég átti reynar ekki frímerki á öll kortin, (og fann ekki heimilisfangið hjá Röggu, og eftir að hafa talað við Hrönn, sendi ég kortið á kolvitlausan stað...... Hrönn, hún á heima á Þrastarási, ekki Kríuási...... en Ragga... maður verður nú að sjá til þess að heimilisfangið sé skráð rétt í símaskránni.... sérstaklega þar sem þú hefur bráðum átt heima þarna í tvö ár. En ég reikna með því að pósturinn ráði við þetta!!), þannig að ég náði að skrifa undir nokkur jólakort. En sem sagt..... ég tilkynni hérmeð, til þeirra sem lesa þessa síðu, ef þið fáið jólakort frá einhverjum sem ekki kvittar fyrir sig, þá er það líklega frá mér, en ég útiloka auðvitað ekki að þið getið líka átt einhverja leynilega aðdáendur!


::Eva:: |11:02|

-----------------------------

19 desember, 2003

ohhhhh...... þessi læknadeild er að ÓÞOLANDI!!!!! Að skipuleggja eftirá ætti að vera móttóið þeirra... þeir hafa ENGA hugmynd um hvað þeir eru að gera. Nú er búið að bæta auka prófi á okkur, 11. mars, í tölfræði, auk þess sem að við eigum að gera verkefni.... þegar við erum að taka tvö 9 einingarpróf með viku millibili! OG ekki nóg með það, heldur á líka að láta þessar breytingar ganga til baka, sem við erum búin að ganga í gegnum hérna í höst (með brjáluðum lestri), en í staðin fyrir þennan tíma sem við erum búin að græða hérna á þriðja árinu, á bara að bæta á læknanámið okkar, þannig að við klárum samt á sex árum (í staðin fyrir fimm eða fimm og hálft eins og búið var að lofa okkur), en tökum einhver aukafög þessa önn sem við erum búin að græða hérna í haust....... þetta fólk sem stjórnar þessari deild er ruglað!


::Eva:: |19:19|

-----------------------------

16 desember, 2003

mér finnst alveg órúlega fúllt að shout outin sem höfðu verið skrifuð á síðunni minni hafi dottið út.... mér finnst nefnilega svo gaman að sjá þegar einhver hefur skoðað síðuna mína. Spurningin er hvort að maður eigi að reyna að finna commentakerfi einhvers annarsstaðar?!? Og svo er myndasíðan mín líka í einhverju rugli. Ég get ekki sett nýjar myndir inn á hana, það er bara eins og hún frjósi í hvert skipti sem ég reyni það, sama hvort ég sé í minni tölvu eða í tölvunni hans pabba. En ég hef reyndar heyrt það að aðrar intantlogic-myndasíður séu í svipuðu rugli og mín, þannig að þetta er ekki mér að kenna!!
Fór í verklega meinafræði eftir tíma í dag og sat og horfði í smásjá í þrjá klukkutíma. Var orðin frekar steikt þegar þetta var búið. Ég skrópaði meira að segja í fyrstu þremur tímunum (af sex) í morgun.... ég veit ekki alveg hvernig ég hefði verið hefði ég mætt í alla tímana í morgun og farið á æfingu!!
Allur jólasnjórinn er farinn og nú er bara grenjandi rigning..... hmmm.... ég vona bara að hann komi aftur eftir næstu helgi.... það væri nú alveg frábært!


::Eva:: |18:44|

-----------------------------

15 desember, 2003

.... ég fékk ekki illt í magann!!
Maður á alls ekki að vera að segja það ef hlutirnir ganga vel, því þá fara þeir bara að ganga illa.... afhverju er það?? Ég var að hrósa sjálfri mér hérna um helgina hversu vel mér gengi með lyfjafræðiritgerðina og eftir að ég skrifaði það hætti ég alveg að geta gert meira í ritgerðinni (er þetta sálrænt?!?). Reyndar held ég að hluti af skýringunni sé að ég eigi leiðinlegri hluta ritgerðarinnar eftir, en ég var samt alveg komin í stuð til að klára ritgerðina og þurfa ekki að hafa hana á samviskunni yfir jólin. Ég verð bara að reyna að vera dugleg í vikunni, samhliða því að reyna að halda í skólann, því ég nenni alls ekki að læra eitthvað sem ég á að vera búin að læra þegar ég er í jólafríi. Vikan verður reyndar eitthvað strembin hjá mér, en ég nenni ekki að hafa neinar áhyggjur af því.... ég er búin að ákveða það að reyna að tileinka mér hugmyndafræðina "þetta reddast" og ekki að vera með einhverjar óþarfa áhyggjur (eða þá verður þetta kannski bara áramótaheitið mitt).


::Eva:: |18:52|

-----------------------------

14 desember, 2003

úff... ég er algjörlega dottið í eitthvað rosalegt nammiát.... ætli magapínan komi ekki aftur á morgun?!?


::Eva:: |20:35|

-----------------------------

13 desember, 2003

Keikó er dáinn!! Greyið dó úr bráðalungnabólgu... ekki nógu gott!
Ég er reyndar líka búin að vera smá veik, ekki alveg jafnalvarlega og Keikó, bara með magapínu, hausverk og smá hita. Fór ekki í skólann í gær, borðaði ekki á rúman sólarhring, en er að lagast núna. Maginn minn er reyndar enn eitthvað næmur fyrir mat, en ég fæ þó ekki illt í magann lengur og ég er farin að finna fyrir hungri (var farin að sakna þess.... mér finnst svo gott að borða!!!!).
Er í dag búin að vinna í þessari blessaðri lyfjafræðiritgerð og sem betur fer gengur það eitthvað hjá mér.... loksins! Ég er búin að vera endalaust lengi að koma mér afstað og ég er reyndar ekki nærri því búin ennþá, en ég er alla vega byrjuð.


::Eva:: |16:17|

-----------------------------

11 desember, 2003

hmmmm.... það berast bara engin tilboð í gjafakortið mitt! Ætli ég endi ekki á því að "selja" Elnu það. Ég komst reyndar að því í dag að þetta er ekki bara 10000 kr innborgun á gsm síma..... neeeeihei.... þetta er 10.000 kr innborgun á gsm-símann Motorola Y-310!! Lúmskt!!
Annars erum við bara þrjú eftir heima.... Sara og mamma fóru til Danmerkur í morgun.... ég er ekki smá öfundssjúk. Þær byrjuðu á því að fara til Höne og Jörgen í morgun og á morgun ætla þær svo að fara aftur til Kaupmannahafnar og vera hjá Poul, Gitte og Amalie..... og litla dúllan er byrjuð að labba... og ég er ekki ennþá búin að sjá það.... ohh!!! En samt gaman hjá þeim og ég vona svo innilega að þær skemmti sér vel... þær eiga það báðar skilið


::Eva:: |20:57|

-----------------------------

10 desember, 2003

NÚNA er síðan mín komin í jólaskap! Ég var reyndar búin að lofa sjáfri mér ekki að gera neitt í síðunni minni fyrr en í jólafríinu... en það entist nú ekki lengi. Ég er því að spá í að snúa mér að þessum fjórum blaðsíðum sem ég á eftir að lesa..... er búin að ætla að lesa þær síðan kl 3, en ekki ennþá komið mér í það (og í staðin búin að fikta í þessari síðu og borða endalaust mikið af sörum... namminamm!!!)


::Eva:: |16:37|


júbíííí...... eða þannig!!
Það var hringt í mig áðan og mér tilkynnt að ég hefði unnið 10.000 kr inneign á gsm síma hjá Símanum í einhverju happdrætti í Smáralindinni - júbíííí.... þe. ef mig vantaði síma! En mig vantar ekki síma, þannig að ef einhver er að fara að kaupa sér síma, þá má viðkomandi alveg kaupa af mér þetta gjafabréf..... það getur meira að segja verið að ég gefi einhverjum afslátt!!!


::Eva:: |13:30|

-----------------------------

09 desember, 2003

jáhá!! Þetta er pínu leiðinlegt með þessa blessuðu stafi, en síðan virkar stundum, þannig að ég ælta að sjá hvort að þessi breyting sem ég var að gera hefur einhver áhrif (breyttist reyndar ekkert strax, en ég hef trú á því að bloggið hefur gott af því að sofa á þessu!!!).
Lítið að frétta af mér..... er orðin pínu þreytt á skólanum og hlakka til að komast í jólafrí. Verst bara að vera með bækurnar hangandi yfir hausnum um jólin, það er svo þægilegt að klára bara próf og byrja svo bara á nýrri önn í janúar. En þannig virka hlutirnir ekki hjá okkur.
Var að skrá mig í fitnessbox eftir áramót. Sandra frænka mín sagði að þetta væri geðveikt námskeið, þannig að ég ákvað að skella mér. Reyndi að fá einhvern með mér, en það nennir engin að koma.... hluti af skýringunni er vegna þess að tíminn er frekar snemma á morgnanna (kl 6.30) og svo kannski líka af því að þeir einstaklingar sem væru líklegastir til að koma með mér á svona námskeið eru búsettir erlendis og eiga því svolítið erfitt með að komast. En ég auðlýsi hérmeð eftir einhverjum sem langar að koma með mér (einhverjum sem ég hef gleymt að spyrja)..... ég er búin að skrá mig, þannig að ég fer alveg örugglega.
Núna er ég að spá í að fara að sofa. Ég svaf lítið sem ekkert í nótt. Ætlaði að vera voða dugleg/góð við sjálfa mig, og fór upp í rúmm fyrir kl 22 í gærkvöldi, en þá bara gat ég ekki sofnað og loksins þegar ég sofnaði einhverntíman eftir miðnætti, þá tók ég upp á því að vakna alltaf á klukkutímafresti í alla nótt og glaðvaknaði að lokum kl 6 - ekki skemmtilegt!!!


::Eva:: |21:57|

-----------------------------

08 desember, 2003

stafaruglið endalausa.....
ég veit bara alls ekki hvað ég hef gert af mér, en ég get engan vegin losnað við þessa ljótu stafi. En þeir sem komast inn á bloggið mitt, og geta lesið það, þá eru hérna smá leiðbeiningar..... ég hef komist að því að ef maður fer inn á síðuna mína á www.evaal.blogspot.com og rugluðu stafirnir koma upp, þá virkar oft að fara inn á síðuna á evaal.blogspot.com (þe. sleppa www) og þá eru stafirnir orðnir eðlilegir..... og það virkar líka stundum öfugt.... en þetta virkar alls ekki alltaf. Þannig að ef einhver veit hvað er að síðunni minni, þá má viðkomandi gjarnan láta mig vita!!!


::Eva:: |14:38|

-----------------------------

05 desember, 2003

Ég er ekki að gera góða hluti, lærdómslega séð, hérna heima. Eins og aðstæðurnar eru fínar til að læra í kvöld (kannski fyrir utan þá staðreynd að það sé föstudagskvöld), því að mamma fór á jólahlaðborð og Elna í keilu, þannig að ég er alveg alein heima í kvöld. Ég er samt að spá í að slá þessu upp í kæruleysi..... og fara niður að horfa fyrst á danska og síðan á íslenska ídolið, og kannski búa til eins og eitt eða tvö jólakort.
� morgun....... þá ÆTLA ég að vera dugleg og byrja á þessari blessaðri lyfjafræðiritgerð sem mig dreymir um að klára fyrir jól (einmitt!!!). Ég ælta meira að segja að reyna að fara niður á Bókasafnið hérna í Hafnarfirði og athuga hvort að það sé hægt að gera eitthvað þar (held reyndar að bókasafnið verði örugglega fullt af nemendum í prófastressi, en það verður bara að koma í ljós). En danska idolið er byrjað, þannig að ég ætla að koma mér niður....


::Eva:: |15:01|

-----------------------------

03 desember, 2003

bara allt að gerast!!! Það borgaði sig að kvarta í gær, því að mér tókst að gera eitthvað í dag (takk Bryndís!!). Ég á samt örugglega eftir að fikta eitthað í þessu meira, en ég er að spá í að hætta að kvarta hérna inni á síðunni (þó að það hafi borgað sig), því að ég var að taka eftir því að þetta er nánast það eina sem ég skrifa um!!!
Það er ROK og rigning úti núna.... ég sver það... ég venst því aldrei að vera í þessu húsi. Mér finnst reyndar mjög notalegt að vera hérna inni þegar það rignir, það er eins og að vera í tjaldi..... en vindurinn er óóóþolandi!!!!

Ég er búin að setja inn fáeinar myndir frá rauðvínskvöldinu sem var hjá Hörpu á föstudaginnn. Við hittumst stelpurnar í bekknum og drukkum og borðuðum osta... mjööög notalegt.


::Eva:: |21:47|

-----------------------------

02 desember, 2003

úff.... ætlaði að reyna að setja inn mynd.... og gera síðuna aðeins jólalegri... en það gekk ekkert frekar en annað sem ég reyni að gera við þessa síðu... (ég er ekkert bitur út í tölvuna mína núna!!!).
Annars er jólasnjórinn líka farinn, þannig að það er svo sem ekkert jólalegt í úti lengur.... því miður....


::Eva:: |22:06|


#&%/&#%&#&%/%#.....ohhhhhh.... síðan vill ekki gera eins og ég.....


::Eva:: |21:56|

-----------------------------

01 desember, 2003

úff.... þráðlausa netið orðið óvirkt aftur.... sit núna niðri á Tæknigarði og er að bíða eftir að einhver strákur frá Hringiðjunni nái vonandi að laga þetta fyrir mig.... ég er orðin algjörlega háð þessu þráðlausa neti!!! Annars er bara frídagur hjá mér í dag, 1. des!! Held reyndar að Háskólinn sé eina stofnunin á landinu sem hefur þennan dag enn sem frídag, en maður hefur ekkert tekið eftir þvi undanfarin ár, því að maður er oftast komin í upplestrarfrí.... en ekki í ár!!! Núna hef ég bara verið í jólabakstri og föndri.... og ekkert lært! Hef reyndar reynt að kenna Elnu eitthvað í stærðfræði, þannig að eitthvað dugleg hef ég verið (hmmm.....)


::Eva:: |13:49|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn