Eva Albrechtsen
31 mars, 2004

Hérna eru fleiri myndir (frá Kareni og Markúsi) síðan um helgina og eins myndir úr afmælinu hennar Júllu.
Annars fóru Rikke, Anders og ég í leikhús í gær...... leikritið sem var sýnt var frekara dularfullt, svo ekki sé meira sagt. Anders var að fýla það í tætlur, þannig að það er kannski ekki svo skrýtið að mér hafi fundist það svolítið skrýtið. Það er nefnilega oftast þannig að Anders hefur þveröfugar skoðanir á við aðra, alls ekki á leiðinlegan hátt, það er bara oftast þannig. Leikritið byrjaði frammi í anddyri, sem var einkonar kaffihús og eftir að hafa hlustað á miklar hugleiðingar um lifandi og dauða var okkur sagt að fara inn í sjálfan salinn. Sviðið var hringur og áhorfendurnir sátu í einföldum röðum umhverfis hringinn. Þetta voru sem sagt miklar pælingar um lifandi og dauða og þetta var alls ekki eitt af þeim leikritum sem enda vel, t.d. dó aðalleikarinn í lokinn, eftir að hafa verið strítt, barinn og nauðgaður. Við fengum miðana ókeypis, því systir mömmu Rikke og Anders vinnur við bókhaldið hjá félaginu sem á húsin... ég efast stórlega um að ég annars hefði farið á þetta.... það er nú reyndar mjög ólíklegt að ég hefði heyrt um þetta!

Annars er ég bara að bíða eftir listum af sjúklingum sem ég á að fara að skoða. Það er alls ekki verið að flýta sér að hlutunum hérna frekar en áður. Jólasveininn sagði mér að tala við skurðlæknirinn áður en hann fór í frí á föstudaginn, og ég gerði það. Skurðlæknirinn sagði mér að tala við sig á mánudaginn, sem ég gerði eftir mikla leit og þá fórum við að PANTA listana og þeir eru enn ekki komnir!!! Þetta er nú bara meira ruglið og ég er alvarlega að spá í að taka mér frí í dag og vera hérna frekar á laugadaginn. Eggert kemur með lestinni frá Árósum um hádegið, og mér finnst miklu skynsamlegra að eyða deginum í að skoða Kaupmannahöfn með honum, en að vera hérna að gera ekki neitt..... en svo er auðvitað mjög líklegt að ég fái listana rétt áður en ég ætla að fara á eftir.... það væri auðvitað týpískt!!


::Eva:: |06:20|

-----------------------------

30 mars, 2004

Ég er búin að setja myndir inn á myndasíðuna mína síðan um helgina... það má nálgast þær hérna. Ég er líka búin að setja inn heilar þrjár myndir (!) síðan bekkurinn hélt próflokadjamm..... já.. ég er þvílíkur öflugur myndasmiður!! Þær myndir eru hérna.
Fór annars í afmæli til Júllu í gær á bar hérna í Kaupmannahöfn. Þessi bar er sérstakur að því leiti að allt inni á honum er þakið mósaikmyndum. Þetta er alveg ótrúlega flott og sérstakt. Karlinn sem bjó þetta til er frá Alsír og er búin að dunda sér við þetta í einhver 13 ár.... var tvö ár að gera hurðina að klósettinu (kvennaklósettið.... það er ekkert karlaklósett þarna!!). Þetta kvöld heppnaðist bara mjög vel og ég þakka alveg kærlega fyrir mig!!


::Eva:: |08:21|

-----------------------------

29 mars, 2004

Eg gleymdi audvitad thvi sem eg ætladi fyrst og fremst ad setja inn i dag; hun Julia Bjarney a afmæli i dag.... hjartanlega til hamingju med daginn! Eg hlakka til ad mæta i veisluna i kvøld!!


::Eva:: |08:27|


Tha er madur mættur aftur upp a spitalann. Eg ætla rett ad vona ad thessi vika fari ekki jafn mikid i bid og sidasta. Reyndar er eg nuna ad bida (!) eftir thvi ad skurdlæknirinn komi med lista til min, thannig ad eg geti byrjad ad fara yfir røntgenmyndirnar. Eg tharf svo ad skoda um 30-50 myndir og sja hvort ad eg geti kortlagt lidskalina..... thetta verdur eitthvad grunsamlegt!
Annars er bara frabær helgi buin! For a føstudaginn beint hedan til Holte thar sem eg passadi Amalie, og gekk thad bara vonum framar. Vid skemmtum okkur alveg konunglega og madur getur alveg tapad sig i thessari dullu. Eg svaf sidan uppi i Holte, og var audvitad komin a fætur fyrir kl 7 a laugadagsmorgni thvi ad tha var Amalie buin ad sofa thad sem hun thurfti.
Eg var sidan mætt ut a Hovedbanegården um kl 10, thvi tha kom Disa. Julla akvad sidan ad koma ad hitta okkur og vid hoppudum upp i lest til Helsingør, eda rettara, vid forum a Louisiana-safnid sem er i Humlebæk. Thetta var bara hin finasta skemmtun, vid tokum thessu reyndar bara mjøg rolega, skodudum allt sem var i bodi og hvildum okkur thess a milli i kaffiteriunni! Thegar vid forum heim var vedrid thvi midur ordid frekar thungt, thannig ad thad var ekkert spennandi ad vera uti i gardinum. Madur verdur bara ad fara thangad seinna thegar vedrid er betra.
Vid Disa drifum okkur sidan heim ad taka okkur til thvi ad vid forum sidan ad hitta Jullu, Kareni, Markus og Lindu Bjørk a kinverskum veitingastad. Maturinn thar var alveg rosalega godur og eftir thad forum vid heim til Karenar og Markusar thar sem vid satum thar til vid forum a Vega (skemmtistadur einhversstadar aftan vid Hovedbanegården). Verd nu ad segja ad eg hafi komid inn a skemmtilegri stad.... tonlistin var alla vega ekkert fyrir mig, en a hinn boginn, tha er litid hægt ad taka mark a mer vardandi skemmtistadi. En vid Disa tordum tharna thar til klukkan breytist kl 2 (thad er sem sagt tveggja tima timamismunur herna nuna!) og tokum tha leigubil heim.
Sunnudagurinn var sidan tekinn snemma thvi ad okkur var bodid i afmælisbrunch hja Rasmus og Majken. Vid Rikke og Anders høfdum spad i thvi alla vikuna hvad vid ættum ad gefa theim i afmælisgjøf. Thau giftu sig i november og eiga gjørsamlega ALLT. Thegar kom ad sunnudagsmorgninum voru vid enn ekki buin ad kaupa gjøf, en thetta endadi a thvi ad Rikke fann fram nokkur solkrem og brunkukrem (4 stk) (thau eru ad fara til Karabiahafsins i mai!) sem vid pøkkudum inn og forum sidan i blomabud sem vid "fundum" a leidinni og letum afgreidslumanninn setja saman blomvønd fyrir okkur. Ja... vid vorum kannski ekki med flottustu gjøfina, en vid reddudum thessu samt!! En thau voru buin ad gera thviiiiiiliiiiikt godan brunch... eg ætladi aldrei ad tima ad hætta ad borda! Disa for med okkur i afmælid og vid stundum sidan af um kl 13 og forum ad nyja menningarhusi Islendinga, Færeyinga og Grænlendinga a Christianshavn. Tharna var syning a islenskum malverkum i eigu Dana og sidan var syning uppi a efstu hædinni um veidihefdir i Grænlandi og Færeyjum.... eg held alveg ørugglega ad thad hafi ekkert verid um Island. Vedrid i gær var bara rosalega gott, thannig ad vid Disa fengum okkur is og gengum medfram batunum tharna a Christianshavn.... vodalega notalegt!
En sem sagt; Disa, takk kærlega fyrir frabæra helgi. Karlinn var ad mæta a skrifstofuna sina, thannig ad eg ætla ad reyna ad kroa i hann. Eg ætla ad reyna ad setja myndirnar sem eg tok inn a myndasiduna mina, en eg hef nu ekki hreyft vid thessari sidu i nokkra manudi, thannig ad kannski tharf eitthvad ad lifga hana vid....


::Eva:: |06:39|

-----------------------------

26 mars, 2004

Ok, það varð ekki neitt úr því að fara á kaffihús, en ég fór út að hlaupa (og hællinn er alveg kominn í lag). Það var nú líka kominn tími til að ég prófaði nýju hlaupafötin mín... já, ég fjárfesti í ekta Nike hlaupafötum (fékk þau á þvílíku tilboði í SportMaster.... held meira að segja að afgreiðslumaðurinn hafi gefið mér miklu meiri afslátt en ég átti að fá), þannig að núna hef ég enga afsökun fyrir að fara ekki út að hlaupa. Annars verð ég að segja eitt Harpa (T.), það er þvílíkt mikið úrval af æfingarfötum í H&M, alveg nákvæmlega eins og við viljum hafa þau!! Þú bara verður að koma í heimsókn hérna út... þú hefur þrjár (fimm) ástæður til þess. Númmer 1, 2 og 3 auðvitað að heimsækja mig og kannski Helgu líka ;) OG að fara í H&M!!
Annars var alveg æðislegt veður núna, en samt ekki jafngott og í síðustu viku. Þetta var meira svona gluggaveður eins og það gerist best á Íslandi, en það var alveg logn. En í gærkvöldi byrjaði síðan aðeins að snjóa, en það hélst sem betur fer ekkert á jörðinni. Hins vegar var alveg ÍSkalt þegar ég hjólaði á sjúkrahúsið í morgun.... ég má ekki gleyma húfunni minni, það er algjört sjálfsmorð að hjóla ekki með húfu.... eyrun bókstaflega detta af manni og ég er í marga klukkutíma að jafna mig!!


::Eva:: |07:07|

-----------------------------

25 mars, 2004

Hversu fáránlegt er þetta eiginlega?? Hann Jólasveininn kom til mín í gær og sagði mér að hann yrði í tveggja vikna fríi frá og með á mánudaginn. Hann er búin að vera að spyrja mig hvernig mér gengur með að skrifa innganginn... jú, jú.. ég segist alltaf vera byrjuð og er að leita mér að heimilidum, en þegar hann sagði mér að hann væri að fara í frí ákvað ég að reyna að skrifa fyrsta uppkastið og var því að ALLAN gærdaginn. Ég ´kláraði´ (maður klárar víst aldrei... það er alltaf hægt að gera meira) þetta í morgun og fór og ætlaði að láta jólasveininn hafa það, en vitir menn... hann er í fríi í dag og það er ekki vitað hvort að hann komi á morgun, en annars er hann í fríi næstu tvær vikurnar. Ég er nú ekki alveg sátt við þessi vinnubrögð! Það er eins gott að ég fari að gera eitthvað sem snertir þetta verkefni bráðlega, annars fer ég að verða þokkalega stressuð! En þetta er ekki allt... ekki nóg með það að jólasveinninn er í fríi í dag, þá eru hinir tveir sem eiga að vera leiðbeinendurnir mínir líka í fríi í dag, þannig að ég get eiginlega ekkert gert hérna. Ég gæti auðvitað sest niður og skrifað eitthvað meira, en mér finnst ég ekki geta skrifað meira fyrr en ég fæ smá feed-back frá karlinum varðandi það hvort að ég sé á réttri leið eða hvort að ég sé algjörlega að gera einhverja vitleysu. En sem betur fer skín sólin úti, þannig að það er ekki það slæmt að þurfa að fara bara heim..... kannski að maður skreppi bara á kaffihús og taki eins og eina-tvær greinar með sér!! Og jafnvel að maður reyni að fara aðeins út að hlaupa.... hælinn hlýtur að vera búin að jafna sig núna, þannig að það er engin afsökun lengur!!


::Eva:: |09:45|

-----------------------------

23 mars, 2004

OK, Júlla, Steinunn og ég vorum að tala um það í síðustu viku hvað Danir væru alltaf svo rólegir varðandi allt sem þarf að laga. Júlla týndi símakortinu sínu og skrifaði til símafyrirtækisins að hún hefði týnt því og spurði hvort að hún gæti fengið annað. Hún var orðin frekar þreytt á þessu þegar við hittumst fyrir viku, því þá var hún búin að biða í viku eftir að fá svar frá þeim. Núna viku seinna er ég enn að bíða eftir svari frá Símanum (á Íslandi) á bréfi sem ég sendi þeim í fyrir einni viku. Það virðist því vera að það eru ekki bara Danir sem eru svona seinir að svara... ætli það séu bara símafyrirtæki almennt?!?


::Eva:: |13:58|


Ég held ekki að dagurinn í gær hafi verið minn dagur. Ég hékk auðvitað hérna á skrifstofunni í 10 klukkutíma..... ekki það að ég hafi verið að vinna allan tíman... neiiiii, það fór ansi mikill tími í það að bara vafra um á netinu. Það var svo auðvitað ískalt hérna á skrifstofunni, þar sem að Danir eru ekkert sérlega mikið fyrir það að hita inni hjá sér og hvað þá á sjúkrahúsunum! Auk þess skein sólin ekki beint inn um gluggann, því að það var engin sól sjáanleg í gær! Síðan þegar ég ákvað að hjóla heim, þá kom auðvitað hellirigning, mér ennþá ískalt (fór hvorki í regnbuxurnar mínar um morguninn né í flíspeysuna, þannig að ég var eiginlega bara í bol og regnjakka). Þegar ég svo var búin að hjóla um hálfa leið heim, þá flæktust buxurnar, sem ég btw keypti í síðustu viku, í keðjunni á hjólinu og voru bara pikk fastar. Ég var eins og asni, á fullu því að mér var svo kallt, og gat hvorki hreyft fótin á mér af eða á hjólið!! Þannig að ég þurfti að reyna að stoppa þarna á miðjum Nodre Fasanvej og reyna að komast af hjólinu mínu með buxurnar pikkfastar í keðjunni. Þetta hefur líklega litið frekar undarlega út, en það endaði með því að ég þurfti að rífa buxurnar mínar lausar því að ég var í ómögulegri stöðu til að ná í buxurnar..... frekar súrt!
Ég kom síðan heim, alveg glorhungruð, og ekkert til í eldhúsinu. Ég ákvað þá að nú skildi ég nú sýna hvað í mér byggi, ég gæti alveg búið til kvöldmat úr engu og úr varð þessi rosalega vondi kvöldmatur! hmmmmm... ég hefði kannski bara átt að vera uppi í rúmmi í allan gærdag?!?


::Eva:: |08:14|

-----------------------------

22 mars, 2004

Þetta er nú búin að vera frekar dapur dagur hjá mér.... alla vega enn sem komið er! Mætti hingað kl 7:30 í morgun og er nánast búin að sitja hérna inni á skrifstofu síðan þá! Er í heimildaleit og-lestri. Ég er bara með þessa skrifstofu "mína" fram að mánaðarmótum, þannig að það er fínt að nýta tímann í það að leita að þessum heimildum, það er bara ekki aaaalveg það skemmtilegasta sem ég geri!


::Eva:: |15:50|

-----------------------------

21 mars, 2004

"mer finnst rignigin god"... eda alla vega thegar madur getur farid heim eftir ad hafa verid uti. For ad hitta Kareni og Markus i gærkvøldi, og hjoladi eins og sannur Dani. En malid er bara ad thad er buid ad vera algjørt islenskt vedur um helgina. Brjalad rok og rigning, thannig ad eg var ekki komin halfa leidina til theirra thegar buxurnar minar voru ordnar rennandi blautar. Eg thurfti thvi ad fa lanadar buxur hja Kareni, en madur vard audvitad strax rennandi blautur aftur. En i thetta skiptid thurfti eg ekki ad hjola jafnlangt, thvi vid ætludum bara ut ad borda a hamborgarastad sem er rett hja Tivoliinu. A eftir thad forum vid a jazzstad og thangad komu lika Freyja og Magga sem eru par sem bua rett fyrir utan Kaupmannahøfn (mig minnir ad thad se Herlev). Eg hjoladi sidan heim aftur.... aftur i grenjandi rigningu, en thad var alveg ædislegt ad skrida upp i rummid thegar madur kom blautur heim. I morgun akvad eg sidan ad vera rosalega skrytin og klæddi mig i regnføtin sem eg tok med mer hingad og for ut ad labba. Thad er nu alveg otrulegt hvad Danir nenna ad gera. Thad voru ekki faar fjølskyldur sem høfdu akvedid ad fara i dyragardinn i dag og thau komu labbandi, krakkarnir dudadir thannig ad thad sast nanast ekki i andlitin a theim og foreldrarnir ad reyna ad halda i krakkana sina sem voru ad fjuka i burtu i rokinu.... ju, ju, ætlar madur i dyragardin, tha er eins gott ad standa vid thad!!
Er annars bara buin ad vera ad reyna ad komast i gegnum thessa segulomun-bok. Erik og Heidi komu adan ad laga eitthvad i eldhusinu hja Rikke, th.a. eg fludi bara hingad upp til Anders og sitjum vid bara herna tvø ad læra. Nuna er eg reyndar ad bida eftir thvi ad hann klari ad elda matinn ;).


::Eva:: |18:23|

-----------------------------

19 mars, 2004

ÞVÍLÍÍÍK OG ÖNNUR EINS ARGANGDI SNILLD!!!! Ég sit hérna á skrifstofunni "minni" á Bispebjerg hospital og á tölvunni minni sem mér tókst að nettengja hérna. Það var svo sem ekki erfitt, en mér tókst það samt! Nu get ég bara vafrað um og leitað mér að heimildum í MINNI tölvu og ekkert vesen!
Ég var að koma úr aðgerð, eða jaaa, ég fékk að fylgjast með aðgerð, en ég náði eiginlega engu, því að aðgerðin var gerð með myndavél og ég skildi hvorki upp né niður í því sem ég sá. En núna eftir klukkutíma er ég að fara að fylgjast með annari aðgerð, og það er aðgerð á einum af þeim sjúklingum sem ég er að fara að fylgjast með. Það verður vonandi meira spennandi.
Ég er búin að skrifa íslensku á dönsku lyklaborði alla þessa vikuna og ég á bara erfitt með að skrifa íslensku á íslensku, þe. þ í staðin fyrir th, ð í staðin fyrir d osfrv.


::Eva:: |09:30|

-----------------------------

18 mars, 2004

Jæja, tha er madur komin med danskt simanummer, th.e. ef einhver vill hringja i mig tha er simanummerid; +45 30298712 og svo stendur thad audvitad herna til hlidar!!
Eg beiladi a handboltaæfingunni i gær.... sorry Harpa (er reyndar ekki buin ad heyra i henni enntha, en thad voru einhverskonar hotanir herna i sidustu commentum ;) ). I stadin fyrir ad fara a handboltaæfingu for eg til Poul og fekk gamla simann hans lanadan, Nokia 3210. Eg var alveg buin ad gleyma hvad thessi simi er einfaldur, en thad er hægt ad hringja i og ur honum og eins hægt ad senda og taka vid smsum thannig ad eg bid ekki um annad! Thad er nu allt betra en simi sem ekki er hægt ad opna. Eg for sem sagt til Poul og Gitte i gærkvøldi. Thau høfdu nu ekki beinlinis tima til ad vera med gesti, en thad hafdi litla dullan min hins vegar, og hun er alveg buin ad taka mig i satt... er meira ad segja satt vid thad ad nafnid Eva - "gullemor" se ekki lengur bara bundid vid bleiku flispeysuna sem eg gaf henni i jolagjøf!! En hun er algjør gullmoli. Talar alveg a fullu, reyndar skilur madur hana ekki alveg alltaf, en hun skilur allt sem sagt er vid hana. Vid fengum okkur pizzu i kvøldmat, hun var mjøg satt vid thad (og eg lika), og svo akvad eg ad gista bara hja theim i nott. Eg er gjørsamlega buin a thvi eftir thessa viku..... thad verdur agætt ad komast i sma helgarfri.
Eg hjoladi reyndar nidur i bæ i gær, i fyrsta skipti, og mer tokst ad rata thangad i fyrstu tilraun. Besti vinur minn thessa stundina er "Kraks kort over København", algjør snilldarbok... eg væri algjørlega lost ef ad eg ekki ætti hana! Heimsotti Kareni og Markus nidri a Nørre Søgade... ekki sma flott utsynid hja theim... ekki slæmt ad vera med ibud nidri i midri Kaupmannahøfn!
Sit nuna a litilli skrifstofu og er ad reyna ad finna heimildir. Solin skin beint herna inn, thannig ad mer er bara nokkud heitt herna (svona vægast sagt).


::Eva:: |08:41|

-----------------------------

16 mars, 2004

Ekki nog med thad ad eg hafi daid uti ad hlaupa med Rikke a sunnudaginn, tha gekk eg gjorsamlega fram af sjalfri mer i morgun thegar eg hjoladi hingad upp a spitala (en tek thad fram ad vindurinn var a moti mer!). Eg mætti hingad kl 7:20 til ad vera med a einhverjum røngten-fundi og eg hefdi getad synt i burtu i svitanum minum.... eg klæddi mig kannski lika adeins of vel, svona midad vid thad ad takmarkid mitt var ad elta alla sem voru fyrir framan mig a hjolastignum.... eg hefdi betur bara sleppt thvi, thvi eg er rett ad na pulsinum nidur nuna!!!
Eg er sem sagt komid med hjol, tharf reyndar adeins ad pumpa i thad, kaupa ljos a thad ofl, en thetta er hid finasta hjol, 5 girar og alles!!
Sit nuna a skrifstofunni minni og er eitthvad ad reyna ad finna greinar um thetta sem eg er ad fara ad kanna... gengur frekar hægt, en eg vil lika fa greinarnar upp i hendurnar um leid og eg opna leitarsidurnar.... thad virkar vist ekki thannig!
En nuna er eg ad fara ad fylgjast med tveimur MRI rannsoknum.....


::Eva:: |08:23|

-----------------------------

15 mars, 2004

Hej far! Hvad for en bog tror du, jeg er blevet sendt med hjem i dag (+ en anden stor en som jeg har siddet og læst siden jeg kom hjem)??? Jaaa... ingen anden end din ynglingbog; "MRI made ease..... well almost"!! Så det er nok på tide, at jeg får den læst! Jeg skal op til Gry efter kl 18 for at hente farfars cycel, så jeg har intet andet bedre at tage mig til end at sidde og læse den bog og prøve på at huske noget af det du prøvede at lære mig!!


::Eva:: |15:33|


Tha er madur mættur a Bispebjerg hospital! For i morgun med strædo, en vissi ekkert hvar eg atti ad fara ut og for audvitad ALLT of snemma ut og thurfti ad labba i 20 min hingad a sjukrahusid. Poul var sem betur fer buin ad syna mer hvar røntgen-deildin væri stadsett, thvi ad thetta er THVILIKT stort herna. En eg komst klakkalaust herna upp i røngten og sidan tha er buid ad labba med mer ut um allt og syna. Thetta litur vel ut, enn sem komid er. Eg a eftir ad gera verkefnid med segulomskodun, en ekki tølvusneidsmyndatæki eins og til stod. Thad er nefnilega thannig ad thad eru 1/1000 likur a ad sjuklingurinn fai krabbamein med tølvusneidstækinu, en ekki med segulomtækinu, thannig ad sidanefdnin herna samthykkti ekki tølvusneidstækid. En mer skilst ad thetta verdi samanburdur a venjulegri røntgentækni, segulomtæki og adgerd. Stefnan er sett at eg fai ad taka thatt i thessu øllu, fæ ad sja tvær segulomskodanir af øxl a morgun, a midvikudaginn held eg ad eg eigi ad mæta a gøngudeildina (ambulatorie) og fa ad vera med i rutinu skodun a øxlum. OG svo a føstudaginn fæ eg ad fara i tvær adgerdir a thessari tegund axlarmeidsla..... ekki slæmt thad!!! Sidan er eg komin med mine eigin skrifstofu, alla vega fram ad manadamotum, thar sem eg mun leita mer ad heimildum svona fyrst alla vega. Mer finnst thetta bara lita ansi vel ut, eda eg vona thad alla vega. Eina sem eg kvidi er ad eg tharf ad skrifa thetta verkefni a ensku, og thad er nokkud mikil askorun fyrir mig, en eg hef bara gott af thvi.
Annars lagum vid Rikke bara i leti allan gærdaginn, forum reyndar ut ad hlaupa fyrir hadegi og....... Rikke hljop fra mer...... thad hefur ekki gerst sidan................aldrei!!! Eg er i rosalega lelegu formi.... var alveg ad deyja thessar 20 minutur sem eg thurfti ad labba i morgun... thad er eins gott ad madur fari ad gera eitthvad i thessu.... eg bara kann ekkert a thad ad vera i svona rosalega lelegu formi og mer lidur alveg hryllilega. En thetta getur ekki farid annad en batnandi (eda eg vona thad alla vega!). Eg fer i kvold til Gry og fæ hjolid hans farfar. Eg fæ ad hafa thad medan eg er herna, thannig ad thad er bara hid besta mal.
En eg er ad spa i ad reyna ad rata heim aftur. Ætla svo ad gera tilraun til ad finna hana Jullu, Anders og Rikke syndu mer i gær hvar CBS væri og Julla ætla ad vera dugleg og læra thar i dag!!
Ja, og svo er eg buin ad panta mer nytt gsm-nummer, en thad virkar ekki fyrr en a thridjudag eda midvikudag. En nummerid er alla vega; +45 30298712.... eg læt ykkur svo vita hvenær hægt er ad na i mig i thvi nummeri. Eg nota bara islenska nummerid thangad til.


::Eva:: |10:45|

-----------------------------

13 mars, 2004

Jæja, tha er madur lentur i Køben og thad er thegar buid ad boda mann a eina handboltaæfingu ;)!! Ferdin gekk alveg slysalaust fyrir sig, sat meira ad segja vid hlidin a søngkonunni henni Eivor Palsdottur! Rasmus frændi minn og konan hans Majken komu ad sækja mig a flugvellinum og svo forum vid heim til Rikke og Anders (thau bua i sømu blokkinni) og thar beid min skari af folki i "surprise-velkomst"! Gitte, Poul, Amalie, Gry, Erik og Heidi. Thad var svo borinn fram dyrindis matur (sem thau reyndar voru byrjud a thvi ad fluginu seinkadi adeins fra Islandi). Sidan var bara flokkad i hopa og eg for asamt Poul, Anders og Rikke i IKEA ad redda svefnsofa sem thau ekki voru buin ad sækja. Thannig ad nuna erum vid buin ad koma mer alveg fyrir nidri og Erik er a fullu ad setja upp viftu i eldhusinu... ekki sma mikid ad gerast. Er svo nuna bara upp hja Anders, alveg snilld ad hann se med netid.... og auk thess er hann rosalega godur kokkur (mjøg hentugt fyrir okkur Rikke)!!
EN jæja, tharf ad fara kvedja Erik og Heidi!


::Eva:: |17:10|

-----------------------------

12 mars, 2004

Watch out Copenhagen - here I come!!!
Så er jeg endelig færdig med disse eksamner, så nu er jeg/Hrönn i fuld gang med at pakke og så er jeg faktisk bare klar! Vi ses i morgen!

YES, YES, YES, YES, YES, YES, YES, YES, YES!!! BÚIN Í PRÓFUM..... og svona miðað við gömlu námskránna, þá er ég búin með 3. árið í læknisfræði!! Ohhh, hvað ég er fegin að þetta sé loksins búið! En ég byrja sem sagt á 4. árinu á mánudaginn, úti í Kaupmannahöfn! Núna er allt á fullu að pakka (Hrönn á fullu, meðan ég sit hérna uppi í sófa með tölvuna að horfa á hana!!). Er svo að fara að hitta bekkinn á eftir og svo er það bara upp á flugvöll klukkan sex í fyrramálið. Er búin að taka upp tvo sex and the city þætti og svo ætla ég að taka upp Friends og "landsins snjallasta" þar sem nokkrir bekkjarfélagarnir mínir eru að keppa um hver sé landsins snjallasti læknanemi (ég veit reyndar hver vann, en ég segi það ekki!). Jæja, nú er Hrönn að kenna mér hvernig ég á að brjóta sokkana saman, þannig að ætli það sé ekki best að þykjast vera að hjálpa henni!!


::Eva:: |19:11|

-----------------------------

06 mars, 2004

Så er der én uge til jeg kommer..... er I klar??!!??


::Eva:: |11:02|

-----------------------------

05 mars, 2004



Til hamingju með frábært framtak elsku mamma mín!!!


::Eva:: |15:14|

-----------------------------

03 mars, 2004

ohhhh, ég er svoooo pirruð!! Fór í klippingu í dag - og er bara mjög sátt við klippinguna, en konan setti líka strípur í hárið á mér og það er eins og ég sé með tveggja mánaðar rót...... ÓÞOLANDI!! Núna þarf ég að fara að kvarta á morgun (og ég hata að gera eitthvað svoleiðis....) og ætla ég að fara fram á að láta laga þetta... ég borga ekki svona mikla peninga fyrir að líta út eins og ég hafi gleymt að fara í hárgreiðslu í marga mánuði... og það sama daginn! Ég bara hef engan vegin tíma til að sitja í marga klukkutíma á hárgreiðslustofu.... þarf að byrja á þessari helv.... lyfjafræði ...... pirr, pirr, pirr.....


::Eva:: |00:20|

-----------------------------

02 mars, 2004

Til hamingju með daginn, Steinunn mín. Ég vona að þú hafir það gott og njótir dagsins (og að veðrið sé mun betra en hérna á Íslandi).


Skrýtið með kommentin mín, þegar ég skrifa á dönsku koma engin, en svo þegar ég skrifa á íslensku hrannast þau upp. ég held að ég skrifi þá frekar á íslensku, því mér finnst miklu skemmtilegra ef einhver kommentar á skrifin mín...... þessir Danir eru svo ótæknivæddir!!

Annars kláraði ég meinafræðiprófið í gær; þetta var þokkalega massívt próf. 9 einingar, fjórir klukkutímar, 240 krossaspurningar og einhverjar skriflegar. Ég bara hef ENGA hugmynd um það hvernig mér gekk, enda voru þessi próf skuggalega lík Clausus-prófunum. Það verður bara að koma í ljós. Núna langar mig bara helst að vera komin í viku frí, en það gengur víst ekki, þar sem að það bíður mín annað svona 9 einingapróf á föstudaginn eftir viku. Ég er rétt búin að setja bækurnar mínar upp á borðið og ekkert í stuði til að byrja að lesa aftur. Ég vildi að ég gæti bara sofnað í kvöld og vaknað aftur þegar ég er búin að taka prófið.


::Eva:: |15:05|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn