Eva Albrechtsen | ||
Þá er alvaran byrjuð.... mætti á Landspítalann í morgun og þarna á maður eftir að búa næstu 10 vikurnar. Byrja á einni viku við Hringbrautina, á m.a. að taka sjúkrasögu af einhverjum sjúklingi strax á morgun, jafnvel líka að skoða hann og koma með sjúkdómsgreiningu!! Eftir þessa viku verð ég í sex vikur í Fossvoginum, fer þá tvær vikur á Slysó... það verður örugglega forvitnislegt. Svo er ég líka á fullu að reyna að flytja inn í þessa blessuðu íbúð mína. Vorum á mála um helgina, búin með svefnherbergið, og svo kom Harpa að hjálpa mér á sunnudaginn þannig að ég náði heilmiklu í ganginum og eldhúsinu... ég held meira að segja að græni liturinn sé að hverfa.... loksins!! Það er reyndar alltaf eitthvað að koma uppá, og alltaf er hægt að gera eitthvað meira. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að hafa tíma til að klára þetta, verð að vera á spítalanum á hverjum degi frá 8-16 auk þess að taka eina til tvær vaktir á viku þar sem að maður er áfram eftir kl 16 og "má" fara heim upp úr miðnætti ef ekki mikið er að gera! Svo þarf maður auðvitað að vita hvað maður er að gera þarna á deildunum og þarf helst að ganga um með risa doðranta í vösunum.... þessir læknar hafa lúmskt gaman af því að spyrja mann úr spjörunum og maður veit nákvæmlega EKKI NEITT... sérstaklega ekki fyrsta daginn eftir sumarfríið! Við Erik lentum sem betur fer á rosalega fínum aðstoðarlækni sem hjálpaði okkur aðeins í gang. Maður verður að öllum líkindum orðin rosaleg frekja eftir þessar 10 vikur..... maður þarf nefnilega sjálfur að vera duglegur að koma sér á framfæri og fá að gera ýmislegt... ekki alveg það sem ég er duglegust við, en það bara verð ég að gera! En það er víst best að fara að undirbúa sig undir sjúklingin sem ég þarf að taka á móti á morgun..... eins gott að hella sér yfir bækurnar!! Jæja, þá er maður aftur kominn til landsins. Albrechtsen Cup gekk þokkalega, betur fyrir suma en aðra. Pabbi minn vann keppnina og litla systirin hreppti þriðja sætið.... sú "litla" er orðin skuggalega fljót í hlaupunum, hljóp meira að segja frá stóru systur sinni í langhlaupinu.... sem þó hefndi sín í sprettinum!! Fékk svo far með Rasmus og Majken til Köben, og lögðum við afstað strax eftir morgunmatinn.... sem betur fer.... bræðurnir fóru allir í gólf eftir morgunmatinn, þannig að þeir sem ætluðu að keyra með þeim fóru ekki afstað heim fyrr en um kaffileiti. Þá var búið að loka brúnni yfir Stóra Beltið og þurfti fólk því að dúsa á McDonald´s í rúma tvo klukkutíma! Ég gat því notað nánast allan sunnudaginn í heimsóknir í Kaupmannahöfn... var fyrst aðeins með Rikke og Anders sem reyndar bæði voru það þreytt/þunn að ekki var að hægt að tala við þau. Ég hringdi því í Júllu og ætlaði aðeins og heyra í henni.... það voru ekki smá fréttir sem hún hafði að segja mér... hún og Steinunni fluttar saman í íbúð á Österbro og auðvitað var manni boðið í sunnudagssteikina!! Íbúðin þeirra reyndist vera rosalega fín, reyndar uppi á 6. hæð (á íslenska vísu), þannig að þær skvísurnar verða komnar í hörkuform eftir stuttan tíma (ef ekki bara nú þegar eftir allar hreingerningarnar hjá þeim og flutningarnar!). Ég fékk þann heiður að vera fyrsti gesturinn þeirra! Ég hef bara verið að vinna í íbúðinni síðan ég kom heim. Er að reyna að mála þessar blessuðu eldhúsinnréttingar, en mér finnst græni liturinn aldrei ætla að hverfa. Ég held að ég sé búin að mála tvisvar með grunni og einu sinni með málningunni og ég sé samt í græna litinn ennþá..... ég er farin að halda að ég sé komin með grænt slör fyrir augun! Ég held að það verði mjög hæpið, ef ekki ómögulegt að flytja inn áður en skólinn byrjar, en maður verður víst bara að taka þessu rólega... íbúðin er ekkert að fara neitt!! Ég er farin til Danmerkur.... hafið þið það gott hérna á Íslandi meðan!! Ég er búin að fá íbúðina!!! Fékk samt líka vægt taugaáfall... hef aldrei eytt jafnmiklum peningum á jafn stuttum tíma... Við pabbi byrjuðum strax að vinna í því sem þarf að gera (mömmu tókst að snúa ökklanum í slysinu um helgina, þannig að hún var löglega afsökuð..... ), þannig að ef einhver vill líta á herlegheitin, þá verð ég í Lönguhlíðinni öllum stundum þegar ég ekki er að vinna..... og auðvitað er öllum velkomið að hjálpa ;) (nú kemur enginn!!). Ætla að fara að sofa... er að drepast í hnjám og baki eftir að hafa alla lista af svefnherberginu, afnaglað þá og pússað.... Yndislegasti hundur í heimi er allur........ við náðum bara að hafa hann í tvö ár, en manni þykir samt sem áður alveg óendalega vænt um þetta litla dýr..... það var frekar tómlegt hérna heima í kvöld.... Þetta veður er algjör snilld! ´Ég man ekki eftir þvi´að hafa getað mætt í hlýrabol í vinnuna kl 8 að morgni! Þetta veður bjargar líka sálartetrinu mínu varðandi þessa blessuðu íbúð. Ætlaði mér að fá íbúðina fyrir helgi (það er búið að samþykja mig hjá Íbúðalánasjóði), en það ætlar ekki að ganga eftir þrátt fyrir miklar ítrekanir að minni hálfu. Skjölin mín voru samþykkt á miðvikudaginn, þannig að þá voru tveir dagar í helgina. Það kom hins vegar í ljós að seljandinn minn getur ekki verið í bænum fyrr en eftir helgina, þannig að þessi ýtni mín hjá Íbúðalánasjóði var eiginlega tilgangslaus. En það er sem betur fer spáð þessu góða veðri um helgina, þannig að maður er þá ekki lokaður inni í íbúðinni í góða veðrinu. Þetta er líka fyrsta fríhelgin mín síðan ég byrjaði að vinna á Hrafnistu... ég er búin að vinna fimm helgar í röð! Hef verið að vinna næturvaktir undanfarnar nætur og er alveg að verða búin með myndirnar úr Hornstrandarferðinni minni. Ég ætla að reyna að koma þeim inn á netið núna um helgina. Fór í kvöld að skoða einn lítinn sem vinkona hennar Elnu var að fá sér.... það er auðvitað enginn hundur jafn yndislegur og okkar Breki, en þessi er nú samt voðalega sætur.... hérna er nokkrar myndir af honum sem ég tók aðallega fyrir hana Elnu mína: Elna, þú getur líka skoðað myndirnar hérna. Ég fór í gólf um daginn, sem er svo sem ekki frásögu færandi.... eða jú, kannski.... en alla vega... fór með foreldrum mínum á sunnudagskvöldið og ég stóð mig nú ekki betur en það að hún móðir mín rústaði mér!! Ég er auðvitað allt annað en sátt við það... ég get nú ekki verið þekkt fyrir það að mamma mín sé betri en ég í einhverri íþrótt (ef íþrótt skal kalla... er ekki alveg sannfærð ennþá) - það hefur bara ekki gerst síðan.... hmmm... áður en ég byrjaði að ganga!! Það er alveg öruggt að maður verður að fara að gera eitthvað í þessum málum!! Hvað er maður eiginlega að pæla að sitja inni í svona rosalegu veðri?!?!? Auðvitað verður maður að klára að vinna, en svo er það líka bara út út út!! Ætla að taka það fram að hitamælirinn minn sýnir kollvitlausa tölu... það er ekki nema 25 stiga hiti hérna úti á verönd hjá pabba og mömmu... og það í forsælu!! Það er ekki smá mikil vinna í að koma myndunum frá Marokkó inn á netið..... það er því voðalega heppilegt að vera á næturvöktum þar sem að maður hefur nógan tíma til að dunda sér í þessu. Er reyndar að prufa svolítið nýtt því að ég er eiginlega alveg búin að gefast upp á myndasíðunni sem ég var með.... það nýja er að setja myndirnar mínar inn í power-point eins og pabbi minn gerir. Þeir sem hafa séð hvað pabbi minn gerir við myndirnar sínar vita að það er algjör snilld hjá honum og er ég að reyna að herma á eftir honum. Vandamálið er síðan að koma þessum myndum á netið.... það er ekki alveg að ganga eins og ég vil, en þeir sem hafa áhuga að skoða tilraunina mína geta séð það hérna. Það þarf síðan að opna skjalið Marokko.ppt og annaðhvort skoða það beint á netinu eða geyma það í tölvunni..... verið samt ekkert að geyma þetta í tölvunni ykkar.... ég verð eiginlega að komast að því hvernig ég opna skjalið beint inni á netinu... getur einhver hjálpað mér með það?!? Ég ætti svo kannski í lokin að vara fólk við það að þetta er frekar langt power-point.... það var alveg ómögulegt að koma þessum tveimur vikum fyrir í styttra showi!! Ég er svoooooo pirruð!!! Maður á ekki að segja frá neinu því þá fer bara ALLT að ganga á afturfótunum...... kannski svolítið sterkt til orða tekið hjá mér, en það er samt rosalega fúllt að þurfa að gera allt þrisvar sinnum af því að einstaklingar sem maður geri ráð fyrir að kunni vinnu sína kunni það bara ekki.... nú er ég að tala um fasteignasala og sérstaklega bankastarfsmenn. Hvernig á fólk eftir að taka því eftir x mörg ár að ég viti ekkert hvað ég eigi að gera við sjúklingana sem koma til mín?!?! Þetta þýðir víst lítið að æsa sig svona, hlutirnir ganga engan vegin hraðar fyrir sér..... En villan sjálf; þetta er Langahlíð 25. Ég fékk lyklana lánaða áðan til að sýna ömmu og afa íbúðina, en gleymdi auðvitað myndavélinni minni... fann samt þessa mynd á netinu: Þetta er hvíta langa blokkin á gatnamótunum Langahlíð-Miklabraut. Íbúðin er tveggja herbergja, alls um 70 fermetrar, og auk þess er lítið herbergi uppi undir súð sem hægt er að leigja út og geymsla niðri í kjallaranum. Íbúðin er laus nú þegar, þannig að ég fæ hana afhenta þegar skjölin mín eru búin að fara í gegnum Íbúðalánasjóð sem vonandi verður í næstu viku. Og svona rétt í lokin til að toppa allt sem ekki hefur gengið upp hjá mér í dag. Ég ætla að setja rúllu/rimla (hvort er það???)-gardínur í gluggana og mældi gluggana því samviskusamlega áðan.... afhverju eru allar breiddir á gardínum í sléttum tölum (60cm, 80cm, 100cm osfrv.) þegar allir gluggarnir mínir eru í oddatölum (70 cm, 90 cm osfrv.)?!? Ég bara spyr!! ...... auðvitað hættir netið að virka þegar maður fer að hrósa tölvunni sinni.... fúllt!! Vona annars að allir hafi skemmt sér konunglega um helgina, í sól eða rigningu. Á Hrafnistu var líf og fjör, við Jói skiptum helginni bróðurlega á milli okkar og það var alveg nóg að gera. Svo er það auðvitað stóra fréttin; mín er bara orðin íbúðareigandi... eða svona næstum því alla vega.... það á eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. En já, ég skirfaði undir kaupsamning í vikunni og fæ bara höllina afhenta eftir tæpar tvær vikur!! Ekki smá spennt! Ég mæli samt ekki með því að fara beint eftir næturvakt að gera tilboð í húsnæði..... ég gerði það nefnilega á miðvikudaginn, fór síðan heim að sofa, en seljandinn ákvað bara að taka tilboðinu mínu strax, þannig að fasteignasalinn minn hringdi bara rétt eftir að ég var sofnuð og tilkynnti mér að íbúðin væri mín...... maður er ekki alveg að fara að sofa eftir svoleiðis fréttir!! Ég var því orðin þokkalega skrautleg um kvöldið þar sem að ég þurfti að ganga frá nokkrum smáatriðum varðandi íbúðina, en sem betur fer var faðir minn mér til halds og trausts þannig að ég gerði ekki allt of miklar vitleysur.... |