Eva Albrechtsen | ||
Svona til að halda sögunni um hann Nemo áfram. Nýjasta kenningin okkar pabba er að fiskurinn hefur fengið skyndilegan heilatumor og haldið að hann væri höfrungur!! Það skrýtna núna er að hinn fiskurinn minn (Ólíver) er farin í djúpt þunglyndi, liggur bara á botninum og hreyfir sig ekki neitt (en er samt lifandi!).... hvernig er þetta? Eru gullfiskar ekki örugglega bara með skammtímaminni upp á 2-3 sek og eru búnir að gleyma því sem þeir sáu eftir einn hring í fiskabúrinu.... þetta er stórfurðulegt!! Ég á ekki að eiga neitt dýr sem heitir Breki. Mér tókst í dag að rota Breka nr 2!! Svona til að segja þeim sem ekki vita það, þá dó hundurinn okkar Breki í sumar, en hann rotaðist við lendingu eftir að hafa hoppað út úr bíl á ferð. En aftur að fiskinum.... ég ætlaði að þrífa fiskabúrið og var að hella vatninu í vaskinn þegar fiskurinn allt í einu rennur úr búrinu og ég næ ekki að grípa hann með skálinni sem ég var með. Hann steinrotaðist á staðnum og það var því ekkert að gera en að sturta honum út. Það skuggalega er samt að hann pabbi minn kom hingað í íbúðina mína í hádeginu og það fyrsta sem hann sá þegar hann gekk inn í íbúðina var fiskur á gólfinu! Hann hélt að hann væri dauður og ætlaði að fara að sturta honum niður þegar fiskurinn allt í einu hreyfir sig. Pabbi minn setti hann því í vatn, og vitir menn – fiskurinn lifnar við aftur (pabbi minn sver fyrir það að þetta sé rétt, ég er búin að margspyrja hann)!! Mjög dularfullt mál..... finnst þetta svolítið minna á hann Nemo..... ef svo er, þá vona ég að hann sé núna búin að finna pabba sinn ;). Uss.... það á auðvitað alls ekki að vera að kenna manni ónæmisfræði. Fólk sem hefur áhuga á þessu fagi er alveg hjartanlega velkomið til að stúdera það, en það á ekki að láta fólk eins og mig læra þetta.... svona smáatriði sem ekki meika neitt sense (svo að maður tali nú góða íslensku). Ég sver það, þetta er bara ávísun upp á þunglyndi!! ohhhhhhh! ég er bara hætt að læra!! Ég sver það.... ég er mygluð að innan... eða kannski voru það bara súkkulaðirúsínurnar sem ég var að innbyrða?!?! Líklega ekki alveg þær upplýsingar sem fólk þráir að vita af mér, en belive it or not, þetta er það eina sem er að frétta af mér þessa stundina!! Úff... ég bara á mér ekkert líf! Er reyndar aðeins að ýkja þetta, en samt ekki svo mikið. Árshátíðin á laugadaginn tókst bara alveg ótrúlega vel og skemmti ég mér alveg konunglega. Ekki skemmdi fyrir að ég fór á FH-Hauka leik fyrir árshátíðina og stelpurnar bara gerðu jafntefli við þær rauðu... ég held að það sé orðið nokkuð langt síðan að við höfum tekið stig frá þeim, en það versta er eiginlega að þær voru yfir mest allan tíman og höfðu alveg getað unnið leikinn. Hún Magga Dís tók alveg helling af myndum fyrir mig á laugadaginn, þetta með myndasíðu hefur samt ekki alveg verið að ganga hjá mér, en kannski að maður geri eitthvað í því um helgina...... Fór nú reyndar alveg fram af sjálfri mér og fór í kjól af 17 ára systur minni (ekki spyrja mig hvernig að ég komst í hann!)..... held ekki að ég hafi gert sjálfa mig til skammar, en það var þokkalega ólíkt mér að vera í svona kjól... vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við sjálfa mig. Nú þegar ég fer að nefna hana systur mína, þá átti hún afmæli hérna á þriðjudaginn – krakkinn bara orðin 17 ára og á leiðinni að fá bílpróf!!! Veit ekki alveg hvað mér finnst um það, hún er nú einu sinni LITLA systir mín!! Jæja þá er maður búin í þessari blessaðri próftörn. Prófin gengu bara allt í lagi, þau voru öll mjög sanngjörn... mér finnst bara leiðinlegt að mér hafi gengið verst í því prófi sem ég kunni best.... en það þýðir víst lítið að tala um það! Núna reynir maður bara að njóta sín aðeins um helgina, ætla ekkert að læra því að svona helgi kemur ekki aftur fyrr en í júní.... nú tekur sko alvaran við og ekkert væl. Emættisprófin framundan í maílok!! Fór í klippingu til Bjarnýjar í gær og er ekki smá sátt við hvað hún gerði við hárið á mér.... ég er reyndar aðeins dökkhærðri en ég ætlaði mér, en þetta kemur bara ótrúlega vel út!! Árshátíð okkar læknanema er í kvöld á hótel Sögu þannig að maður fer að búa sig undir hana bráðlega. Ætla samt að skella mér á FH-Hauka í Kaplakrika á leiðinni heim.... maður missir nú ekki af svona leik þegar maður hefur tækifæri til þess!! Ein vika þar til að ég er búin í prófum og ég hlakka ekki einu sinni til.... ekki af því að mér finnst svo gaman að vera í prófum heldur vegna þess að það sem tekur við er eiginlega allt of yfirþyrmandi. En sem betur fer eru líka eitthvað sem ég hlakka til.... fer loksins að fara að fara aftur inn á sjúkrahúsin... þótt að það minni mann bara allt of mikið á prófin sem nálgast í vor.... úff! Eins og hægt er að ímynda sér, þá kemst lítið annað fyrir hjá mér þessa stundina en eyrnabólgur, bólgnir hálskirtlar, kvef, svimi og þess háttar. Les nóg af því í bókunum mínum, held nú ekki að ég fari líka að byrja á því hérna!! Ætla að uppljóstra einu þótt að ég sé ekki ýkja stollt af sjálfri mér. Var rosalega dugleg að vakna kl 6:30 í morgun, dreif mig framúr til að fara á æfingu áður en ég ætlaði að byrja að læra. Ákvað að búa nú um rúmmið þannig að það myndi ekki freista mín þegar ég kæmi heim aftur. Ég fór síðan út í bíl, en þar sem að það hafði fryst í nótt komst ég ekki inn í bílinn minn.... ég var nú ekki lengi að snúa við og hoppa upp í rúmm aftur!! |