Eva Albrechtsen | ||
Verslunarmannahelgin framundan.... þetta sumar hefur verið alveg skuggalega fljótt að líða!! Mér finnst ég sama sem ekkert búin að gera í sumar, þó að síðasta helgi hafi bætt það verulega upp. Maður er bara búin að vinna og vinna.... en það er víst þetta sem bíður mans. Ekki það að mér finnist vinnan leiðinleg, mér finnst bara leiðinlegt að missa af sumrinu. Það kemur kannski engum á óvart að ég sé á krónískri vakt þessa helgina, byrjaði í morgun og klára ekki fyrr en á þriðjudagsmorgunin. Svo lítur það líka út fyrir að ég verði að vinna næstu helgi og taki vakt á miðvikudaginn. Málið er nefnilega að Ingunn, hinn læknaneminn sem hefur verið að leysa af í sumar kláraði sína þrjá mánuði í dag og Geir deildarlæknir er í sumarfríi þannig tveir nýjir læknar byrja á þriðjudaginn. Nema hvað, annar þeirra handleggsbrotnaði fyrir nokkrum dögum og getur ekki unnið (og hann átti að vera á vakt næstu helgi)!! En hvað með það, er það ekki þannig sem maður á að vinna.... vakt annan hvern dag næstu tvær vikurnar + báðar helgarnar!! Hinn læknirinn sem byrjar hefur aldrei áður unnið á háls-, nef-og eyrnardeild, en hún er nú reyndar alvöru læknir, ekki svona kjúklingur eins og ég sem ekki veit neitt í sinn haus! Æi vá, þetta er bara niðurdrepandi... það ætti algjörlega að banna fólki eins og mér að blogga... sem betur fer getur fólk bara hætt að lesa! Maður er nú heldur betur farin að vera duglegur í þessum göngum. Fór eftir æfingu í gær að Keili! Þreytan fór nú samt að segja til sín eftir að við byrjuðum að labba... kannski einum of mikið sem ég ætlaði mér að gera á þremur dögum. Þetta er samt það besta sem hægt er að gera þegar veðrið leikur við mann eins og núna. Við fengum síðan rosalega fallegt sólarlag bakvið Snæfellsnesjökulinn á leiðinni heim - var bara algjör sauður að gleyma myndavélinni!! Við Hjördís, Berglind og Pétur gengum á Botnsúlur í Hvalfirði í gær. Reyndar var ætlunin fyrst sett á Heklu og síðan Baulu, en þegar við komum í Borgarnesið í gær sáum við að ský hékk yfir Baulu og því vildum við ekki fara þangað. Við ákváðum því að snúa við og fara inn í Hvalfjörðinn - það var algjörlega þess virði - erfitt en þess virði!! Við Hjördís fórum svo á Flúðir og gistum í tjaldi um nóttina en Pétur og Berglind keyrðu heim. Við vöknuðum svo í morgun á svarta þoku og fannst það nú frekar fúllt. Ákváðum þá bara að keyra í bæinn en þegar við vorum komnar til Hveragerðis var orðið heiðskírt og rosalega heitt. Ákváðum því að ganga aðeins þar og enduðum á því að ganga inn í Reykjadalinn - það var algjör snilld!! Gengum í einn á hálfan klukkutíma og vourm þá komnar inn í dalinn þar sem að heitir og kaldir lækir runnu saman og mynduðu fullkomna heita potta! ..... og eins og sést þá var veðrið ALLT annað en hér í bænum!! Hreinlega tær snilld!! Ég hata klósett!! Mér finnst ekkert mál að þrífa (alla veganna næstum því) ef bara að ég slepp við að þrífa klósett!! Það hentar mér því mjög illa að ég sé að taka baðherbergið mitt alveg í gegn þessa dagana! Sem betur fer á ég langbesta pabba í heimi sem nennir að standa í þessu með mér. Það endar því oftast þannig að ég er allan daginn að sendast til og frá til að sækja hluti sem hann þarf að nota! Hendar mér reyndar rosalega vel! Er þess vegna flutt heim í Hafnarfjörðinn þar sem að mér finnst erfitt að búa í íbúð án þess að vera með klósett. Er reynda komin með lykil að Dómus, en það er voðalega leiðinlegt að þurfa að fara út í bíl og keyra 500 m til að fara á klósettið!! Keyrði annars hana Dísu skvísu út á flugvöll áðan. Það er nú ekki mikið sem að maður sér til hennar en það gerir það bara þeim mun skemmtilegra að hitta hana! Við fórum aðeins snemma og komum við á kaffihúsi í Keflavík og fengum okkur súpu í brauði - smakkaðist mjög vel! Það er líklega best að maður fari aðeins að hjálpa þeim gamla, ekki það að það sé mikil hjálp í mér, en samviskan mín er betri ef ég þykist vera að hjálpa!! Ég er svooooo þreytt! Það tekur rosalega mikið á fullu með gesti og vera líka í 100% vinnu. Sérstaklega þar sem að gestirnir mínir voru í Hveragerði - það þýddi að ég þurfti að fara á fætur kl 6 á morgnanna til aðkomast í vinnuna og síðan að skundast aftur austur kl 4 eftir vinnu. Ekki það að ég sé að kvarta, það var alveg yndislegt að sjá fjölskylduna og vera með henni aftur. Þau gerðu alveg fullt hérna en ég var mest með í "hygge". Fór reyndar með þeim í Rafting niður Hvítá, en ég verð nú að segja að sú á er ekki neitt miðað við það sem að við Austari Jökulsánna sem ég fór í fyrir næstum tveimur árum siðan! Annars var rosaleg vakt hjá mér um helgina, alla vega fyrstu tveir sólarhringarnir - blóðnasir, blæðing frá hálsi, miðeyrnabólgur og hrikalegar bakteríursýkingar og rosalega öflugir svimar. Ég svaf sama sem ekkert fyrr en á sunnudagskvöldið þannig að maður er búin að vera frekar mikið eftir sér í þessari viku. Er nú aftur mætt á vakt og þegar búin að fara í tvö útköll á slysó!! Krossa fingur fyrir rólegri nóttu! FRÁBÆR helgi að baki. Afmælið hans pabba tókst alveg rosalega vel. Við vorum við matarborðið alveg fram undir miðnætti því það voru svo margar ræður. Síðan voru systkinin hans pabba búin að semja söng á dönsku og Einar Thoroddsen hafði þýtt hann yfir á íslensku fyrir mig. Þetta var lag sem var samið í kringum lagið sem notað er í teiknimyndinni Gosi (Pinocchio) og var pabbi klæddur í smekkbuxur, hatt og með langt pappírsnef. Síðan voru bönd bundin við alla útlimina hans og bræður pabba og Sören toguðu í það meðan pabbi söng sönginn. Það var rosalega fyndið. Síðan var auðvitað Albrechtsen Cup daginn eftir og þurfti maður að fara á fætur fyrir allar aldri miðað við hvenær maður fór að sofa. Ég var nefnilega skráð á að búa til morgunmat ásamt Isabellu, Amalie og Poul (Það var búið að skipuleggja hver sæi um allar máltíðir alla helgina og eins hver vaskaði upp - Danirnir elska að skipuleggja!!). Eftir morgunmatinn var farið út að keppa, fyrir hádegi í hlaupum og hoppum og eftir hádegi inni í leikfimissal og í sundi. Eftir að við kláruðum keppnina fórum við í vatnspolo; við frændsystkinin á móti bræðrunum. Það var nákvæmlega EKKERT gefið eftir og aþð var ósjaldan að maður lenti undir einhverjum 80 kg karlmanni ofan í vatninu. Það fór líka einu sinni þannig að ég hélt á boltanum og tveir bræður pabba voru að reyna að ná honum af mér. Síðan kom frænka mín til að hjálpa mér og hengum við þarna fjögur eða fimm á boltanum. Ég var ekkert að fara að sleppa boltanum og þá datt frænda mínum það snjallræði í hug að losa brjóstahaldarann minn!! Það varð nú reyndar til þess að ég hélt enn betur um boltann og eftir að systir pabba bjargaði mér þá stóð ég upp sem sigurvegarinn með boltann! Það er sko ekkert gefið eftir þegar fjölskyldan mín er að keppa!! Og hver vann svo Albrechtsen Cup keppnina í ár?!!? Ég!!! Jú, jú, það hlaut að koma að því, ég hefði auðvitað átt að vinna fyrir löngu síðan en maður hefur verið sniðgengin í gegnum árin vegna ótrúlega flókinna regla sem eingöngu Erik frændinn minn kann á. En ég er auðvitað ótrúlega ánægð með þetta og ber titilinn með stolti næsta árið! Ég mætti svo fersk í vinnuna í gærmorgun eftir 4 klst svefn um nóttina og beint á vakt. Á morgun er stefnan síðan sett aftur austur fyrir fjall eða í rafting með 12 fjölskyldumeðlimum niður Hvítá. Það verður örugglega mjög skemmtilegt en veit samt ekki alveg hvort að þetta verði sama adrenalínkikk og þegar ég fór niður Austari Jökulsánna fyrir tveimur árum síðan. |