Eva Albrechtsen
29 ágúst, 2006

the og ég eigum ekki alveg saman þessa dagana.... kenni reyndar andleysinu sem liggur yfir mér þessa dagana um.... kláraði sumarvinnuna í gær og er búin að vera í e-rs konar transi síðan þá.... engan vegin að fatta að sumarið sér virkilega búið og að ég hafi lifað það af.... finnst það alveg stórkostlegt!!
..... en aftur að the-inu..... tókst sem sagt á e-rn undraverðan hátt að drekkja greyið símanum mínum í the-i fyrir helgi.... honum líkaði engan vegin við það og fór í verkfall... og er enn í því... splæsti þvi á mig nýjan, lítinn og ómögulegan síma en ég er alla vega komin í samband við umheiminn aftur! Síðan var ég að drekka morgunthe-ið mitt í rólegheitunum í morgun, ætlaði að bæta mjólk út í en það fór ekki betur en að ég greip súrmjólkurfernuna og hellti ofan í the-ið..... óþolandi því þetta var síðasti thepokinn sem ég átti og missti ég því af morgunthe-inu mínu.... það er eins gott að maður verður búin að taka sig saman fyrir morgundaginn því þá byrjar skólinn..... dagurinn í dag stendur því á ýmiskonar reddingum.... líklega best að koma sér afstað.... samt frekar erfitt að rífa sig upp úr hægindastólnum með Depill liggjandi á tánum á mér......


::Eva:: |11:45|

-----------------------------

25 ágúst, 2006

Síminn minn dó... eða réttara sagt drukknaði í fyrradag.... Ekkert voðalega sniðugt og er ekki hægt að ná í mig í mitt símanúmmer amk um helgina. Er hins vegar með vaktarsímann á mér þar til mánudagsmorgun (8627860) ef e-jum langar að heyra í mér.....

Annars er alveg að styttast í annan endann í þessari sumarvinnu minni..... 42 klst eftir.... mjög skrýtið að hugsa til þess að þetta sé að verða búið.... er pínu fegin að geta bara mætt í skólann í næstu viku og bera ENGA ábyrgð á neinu nema kannski sjálfri mér..... líka held ég komin tími til að blóðþrýstingurinn fari aðeins að lækka og magabólgan jafni sig aðeins ;).

Ætla að færa mig aðeins inn í íbúðina svona meðan síminn er hljóðlátur.....


::Eva:: |12:35|

-----------------------------

16 ágúst, 2006

Útkall klukkan þrjú í nótt, komin upp í rúmm aftur rúmlega fjögur og klukkan fimm hringir neyðarlínan.... reyndar ekki sofnuð en blóðþrýsingurinn hækkar alltaf nokkuð þegar maður sér að neyðarlínan er að hringja, hvað þá á nóttinni.... síðan mæting á heilsugæsluna klukkan átta í venjulegan átta tíma vinnudag...... og það besta af öllu er að það er e-r leiðinleg veira að stríða mér í hálsinum og líkaminn minn hefur ekkert undan því að slást við hana þegar ég er að rífa hann upp úr værum svefni og þykjast halda áfram að vinna þrátt fyrir það að vera (pínu) þreytt!! Það sem mér finnst leiðinlegast af þessu öllu saman er að Albrechtsen Cup fer að nálgast (um helgina) og ég á ekkert eftir að geta sýnt hvað í mér býr ;) ef að ég verð í endalausum erfiðleikum með að ná andanum (croup) eins og alltaf gerist þegar ég fæ hálsbólgu (nota bene - ekki vegna þess að ég er í lélegu formi!!)... síðan er auðvitað ömuglegt að vera veikur þessi fáu skipti sem að maður hittir fjölskylduna.... ég er engan vegin sátt núna!!


::Eva:: |14:20|

-----------------------------

14 ágúst, 2006

Held að ég sé að ná þessu.... fínt að koma með svona vitleysu á bloggið þegar maður er svona lélegur sjálfur að blogga.... spurningin er síðan hversu margir eru eiginlega að rata hérna inn þegar síðan er svona í lamasessi?!?!?!

Þú veist að það er árið 2006.... ef

1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.

2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er að því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.

6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.

8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.

9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm vantar.

10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.

12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á
framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu ... Aha ekkert svona fyrst að
þú féllst fyrir þessu.
Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!
En, ef þú bíður of lengi, mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama
svona lista ... En vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun.


::Eva:: |09:26|

-----------------------------

07 ágúst, 2006

Þjóðhátíð er tær snilld!!!


::Eva:: |13:31|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn