Eva Albrechtsen | ||
Mín yndislega vinkona, Hrönn átti afmæli í gær. Hún var með partý í gær.... mætti reyndar svolítið mygluð í partýið.... nýbúin í skemmtilegasta prófi sem ég hef farið í í læknadeildinni (not!) og búin að hanga á BMT með ömmu og afa allt kvöldið. Mætti hins vegar miklu hressari í kaffi til hennar í dag og fékk þessar dýrindis veitingar..... og auðvitað Dísudraum.... namm!! Þessi kaka er himnesk!! Alla vega.... hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn, elsku Hrönn og takk kærlega og svo að lokum..... afhverju hugsa konur alltaf svona um sjálfa sig.... er e-r ástæða til þess?? Gunnur vinkona, og Binni áttu gullfallega stúlku síðustu helgi - hjartanlega til hamingju með prinsessuna!! Við Hrönn litum á þær mæðgur nú í morgun..... Hér eru nokkrar myndir frá Spánarferð okkar Hjördísar sem var algjör snilld.... bara aðeins of stutt.... höfðum það alveg rosalega gott, nutum veðurblíðunar, borðuðum góðan mat, versluðum, fórum í tívolí og enduðum í túristaferð til Barcelona..... á alveg eftir að skoða þá borg betur. Tívolíið var algjör snilld og gengum við algjörlega í barndóm..... maður þarf að fá svona útrás oftar!! Próflestur, rok og rigning mætti manni á Íslandi á þriðjudaginn. Fyrsta prófið af þremur í morgun, þess vegna afslöppun í dag og auðvitað er þá sól og blíða úti.... en ekki hvað?!?!? Ætla að skella mér í gólf í blíðviðrinu!! ..... og undskyld Anne.... jeg havde lovet dig, at skrive lidt på dansk. Har lige sat en hel masse billeder ind på nettet; her er billeder fra min tur til Spanien og her kan du se billeder fra Albrechtsen Cup. Du har måske også set det billede jeg har sat her ind på siden af os to... jeg synes det er rigtig godt og det kommer også op og hænge på mit køleskab.... det kan du se når du engang kommer på besøg ;). Jeg har set på min fars side, at I havde en dejlig week-end da han kom på besøg, det er forresten et dejligt billede af dig på siden. Hils dem alle i Jelling og giv dem og digselv et stort knus fra mig.... Kære dagbog! Forrige år skiftede jeg alle mine vinduer ud med dyre 3-glas-lavenergi-ruder. I denne uge ringede en mand fra firmaet som har sat vinduerne i. Han påpegede at de havde gjort deres job for et helt år siden og de havde stadig ikke fået betaling for det. Ok,bare fordi man er blond, betyder det jo ikke automatisk man er dum. Så jeg fortalte fyren, hvad hans snaksalige sælger havde sagt for et år siden, nemlig at efter ét år så havde vinduerne betalt sig selv. Og haaalllllllåååååå, der er lissom gået et år nu!!! Der blev helt stille i den anden ende af røret så jeg lagde på. Han ringede ikke op igen.Han følte sig vel en kende dum!!!! Hann faðir minn er farinn að blogga frá Danaveldi.... ef e-r getur bloggað þá er það hann :). Hér er síðan hans!! Er að fara á leikinn; Ísland-Danmörk kl 18:05 - finnst þetta rosalega flott tímasetning og auðvitað löndin tvo þau flottustu :) Jæja, þá eru flestar myndirnar siðan í sumar komnar inn á netið. Hérna eru myndirnar frá því að við Harpa og Hjölli fórum til Hjördísar á Dalvík auk nokkurra mynd frá partýinu fyrir Sálarballið 14. júlí. Síðan eru hérna myndir frá Albrechtsen Cup 2006 og að lokum eru hérna myndir frá haustpartýinu sbr síðustu færslu.... Síðan er það Spánn á fimmtudaginn.... afslöppun :) Fór í æðislegt partý í gær fyrir austan. Haustpartý fyrir starfsfólkið á Heilsugæslunni fyrir austan og um leið kveðjupartý fyrir okkur Davíð. Davíð komst því miður ekki en Jónas mætti í staðinn og var fólk ekkert ósátt við það..... Við Jónas keyrðum austur eftir skóla... beint heim til Guðmundar og Ingibjargar sem ekki voru lengi að hella ofan í okkur nokkra kokteila.... held að ég hafi náð 3-4 á einum klukkutíma og það telst nokkuð gott fyrir mig. Síðan kom Stefán, sá sem var svo óheppinn að vera á vakt og skutlaði okkur til Steinunnar á Hellu. Við fengum dýrindis grillað lambalælri og nýuppteknar kartöflur.... roooosalega gott!! Hápunktur kvöldsins var samt þegar Steinunn og Óli leiddu okkur niður í helli sem er þarna á lóðinni þeirra. Þar var búið að kveikja á fullt af kertum og uppi á stall stóð söngvari sem söng fyrir okkur.... ótrúleg stund, maður fékk bara gæsahúð!! Eftir þetta var bara djammað fram yfir miðnætti og endað heima hjá Guðmundi í Hawaiskri sveiflu!! Frábært kvöld og frábær endir á góðu sumri!! TAKK kærlega fyrir mig!! |