Eva Albrechtsen
31 janúar, 2007

Maður er ennþá svekktur eftir leikinn í gær.... alveg óþolandi!! Og já, ég er svekkt, og nei, ég hélt ekki með Dönum. Sátum heima hjá Sigga verkfræðingi hér í Lundi og horfðum á leikinn, amk við Siggi og Hjördís.... Magga var nú eitthvað annars hugar..... og áður en leikurinn kláraðist höfðu 7-8 aðrir bæst í hópinn..... Vá, hvað maður varð spenntur í lok leiksins, hélt virkilega að stákarnir ætluðu bara að gefa þetta frá sér þegar þeir voru 4 mörkum undir en þvílíkur leikur hjá Snorra Steini sem sá um að jafna nánast á eigin vegum. Hjördís hafði meira að segja orð á því að hafa aldrei orðið svona spennt yfir handboltaleik áður..... þetta er það sem gerir handboltann svoooooo skemmtilegan!!
Talaði við mömmu á msninu áðan. Venjulega horfir hún ekki mikið á íþróttir en hún á það til að detta inn í svona mót. Þá líka er hún spenntust allra yfir leiknum og öskrar hæst af öllum. Hún kom bara með nokkuð öflug komment á msn-inu áðan og meira að segja nokkuð vit í þeim. Eitt var:"Íslendingunum vantaði tilfinningalega betri markmann og risa leikmenn".... já, konan getur alveg komið manni á óvart ;-). Hún sagði mér líka frá því að í mesta svekkelsinu hjá pabba eftir leikinn þá hringdu tveir bræður hans í hann, á sama tíma í sitthvorn símann. Karlinn var nú ekki alveg að höndla montið í þeim og lét þá bara tala við hvorn annan ;-)


::Eva:: |19:19|

-----------------------------

29 janúar, 2007

Så er jeg kommet tilbage fra Jelling hvor jeg havde en dejlig week-end sammen med Marie, Anne, Høne, Jørgen og Dorthe. Dåben var virkelig hyggelig og jeg er SÅ stolt af, at jeg var inviteret og endnu mere stolt af, at nu være gudmor til tre dejlige piger :). Desværre glemte jeg mit camera i Jelling så det bliver ikke til nogle billeder før efter næste week-end......

Skrifaði blogg á föstudaginn áður en ég fór til Jótlands en af einhverju ástæðum hefur það ekki birst......

Mér finnst Svíarnir alveg ótrúlega góðir leiðbeinendur og gaman að vinna með þeim. Ég hef sérstaklega tekið eftir því hvað þeir eru duglegir að hrósa. Þetta er allt annað en það sem maður hefur vanist heima. Ekki það að Íslendingar geri allt til að brjóta mann niður en mér finnst, amk mv/ Svíþjóð að hrósin gleymast oft, það verður e-rn vegin bara sjálfsagður hlutur að maður sé að gera hlutina rétt. Hérna passa þeir sig mikið að hrósa fyrir allt sem maður segir og gerir, en þeir gagnrýna líka..... en gagnrýnin verður e-rn vegin ekki eins áberandi og heima..... æi, veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta en mér finnst gagnrýnin e-rn vegin verða uppbyggilegri en ég er vön að heiman, maður veit að maður er að gera eitthvað gott og rétt og þá er auðveldara að taka við gagnrýni frekar en að fá bara gagnrýni og vera í óvissunni um allt annað sem maður er að gera. Makar þetta eitthvert sense???

Fékk einmitt hrós fyrir sænskuna mína í gær..... tók minn fyrsta, alvöru medicinska, sænska sjúklingin á bráðamóttökunni í gær. Var reyndar búin að hitta tvo aðra en í fyrra skiptið var deildarlæknirinn eiginlega með mér allan tíman og í seinna skiptið reyndist sjúklingurinn vera danskur!! En í gær var það ss alsænskur sjúklingur og alsænska konan hans. Þau voru alveg yndisleg og hjálpuðu mér bara með sjúkrasögutökuna; eftir að ég sagðist vera frá Íslandi en ætlaði að reyna að tala sænsku við þau tóku þau það svo bókstaflega að þau reyndu alltaf að hjálpa mér að finna réttu sænsku orðin. Amk tvisvar útskýrði ég fyrir þeim hvað ég var að reyna að spyrja um (á minni sænsk-dönsku) og þegar þau föttuðu það sögðu þau mér rétta orðið eða frasana og báðu mig síðan að endurtaka spurninguna á sænsku J algjör snilld. Sjúklingurinn var síðan lagður inn í observation og ég skrifaði nótuna í journalakerfið (á sænsku). Reyndar er það annað sem mér finnst öðruvísi hérna en heima. Svíar virðast hafa mun lægri þröskuld fyrir innlögnum en heima, held ekki að það sé að því að plássin séu fleiri hérna því að í blöðunum í síðustu viku var talað um neyðarástand á sjúkrahúsinu vegna plássleysis. Ég veit ekki alveg hvernig staðan er hér t.d. gagnvart lögsóknum oþh þ.e. hvort að Svíarnir séu orðnir hræddari en við að sjúklingarnir munu lögsækja þá og hafa því frekar vaðið fyrir neðan sig og leggja sjúklingana inn. En það eru alveg nokkur skipti þar sem mér ekki hefur fundist ástæða til að leggja sjúklingin inn, frekar bara fylgjat með honum ambulant en þá hefur hann verið lagður inn. Reyndar er vinnan í kringum innlagnir langt frá því að vera eins og heima...... sé alveg greinilega núna hvað papírsvinnan og reyndar bara öll vinna er fáránlega mikil heima í kringum innlagnir..... Held að Íslendingar gæti einfaldað kerfið sitt mjööööög mikið sem myndi koma bæði starfsmönnum og sjúklingum til góðs.....


::Eva:: |19:08|

-----------------------------

23 janúar, 2007

Ég veit ekki nákvæmlega hvenær það var að Lundur varð uppáhalds borgin mín í Svíþjóð. Ég hafði aldrei komið til Lundar áður en ég kom hingað í byrjun janúar en samt sem áður vissi ég alltaf að mér myndi líka vel við bæinn..... sem reyndar stóðst. Það eru endalaust margir íslenskir læknar sem hafa verið hérna og ég hef ekki heyrt einn einasta tala illa um bæinn eða spítalann (hef reyndar heyrt þá pirrast yfir Svíum en það er svolítið erfitt að forðast þann þjóðflokk í Svíþjóð!). Það er samt eitt við Lund sem mér líkar ekki.... staðsetningin þess... þetta þarf svolítla útskýringu sem kemur hér:
E-rn tímann ákvað ég að Lundur væri sunnan við Malmö.... afhverju, já það er merkileg spurning því að þessi ákvörðun mín hefur valdið mér miklu hugarangri. Það var ekki að því að ég skoðaði eitthvað landakort öfugt (Lundur er ss norð-austan við Malmö), ég bara ákvað það einn daginn að þetta væri staðsetning Lundar miðað við Malmö og Kaupmannahöfn. Þetta hefur orsakað það að allt og þá meina ég ALLT snýr öfugt fyrir mér hérna og ég get engan vegin endurforritað mig varðandi staðsetningar þessara tveggja bæja.... það gerir það að verkum að ég vil alltaf fara upp í vitlausa lest þegar ég fer á spítalann og þótt að ég núna sé búin að læra hvoru megin við lestarteinana ég á að standa þegar ég tek lestina á morgnanna þá horfi ég samt alltaf á eftir lestinni í öfuga átt!! Þetta er nú samt langt frá því að vera ástæðan fyrir að við Hjördís erum alltaf að villast.... ég kenni myrkrinu alfarið um það og að ekkert sé upplýst hérna..... og kannski pínulítið það að við Hjördís höfum lélega innbyggða áttavita!!

Síðan er veturinn kominn hingað til Svíþjóðar sem er alveg í góðu lagi.... þegar maður er utandyra en það er alveg óþolandi að veturinn skuli líka vera innandyra. Það er sama sem ekkert kyndað hérna hjá okkur og það er búið að setja e-rs konar lás á ofnana þannig að það er ekki hægt að hækka í þeim..... maður er farin að sofa í joggingfötum og sokkum.... ég er viss um að þreytan mín í morgun hafi stafað af því að öll orkan mín í nótt fór í að halda mér hita..... ég sakna dúnsængunar minnar (Elna, njóttu hennar fyrir mig).

Vaktin í gær var mjög fín.... er reyndar búin að finna orð sem lýsir henni mjög vel; rolig (og þá skal það lesið bæði á dönsku og sænsku ;)), þ.e. vaktin var mjög skemmtileg og róleg. Var með íslenskum lækni á vaktinni þannig að við gátum talað töluvert mikið saman sem er ekki venjulegt fyrir mig á spítalanum. Fórum alveg í nokkur útköll en þau voru töluvert lituð af hálkunni sem var hérna í gærkvöldi (enda var biðstofan troðfull af fólki sem hafði dottið). Þegar lítið er að gera á bílnum er neyðarbílslæknirinn á bráðamóttökunni og reynir að taka þá sjúklingar sem hann getur stokkið frá innan 30 sek. Við vorum svolítið seinni part vaktarinnar á bráðamóttökunni og ég tók m.a. fyrsta sjúklinginn minn sjálf. Það er kannski ekkert svo merkileg staðreynt nema fyrir það að þetta var Svíi (oki, það er kannski ekki svo merkilegt) en það sem mér finnst alveg stórmerkilegt er að ég dikteraði nótuna líka sjálf og það á sænsku!!!(ritarinn á nú örugglega ekki eftir að vera sammála því að þetta hafi verið sænska og Jón á örugglega eftir að deyja úr hlátri þegar hann þarf að staðfesta nótuna í vikunni..... en samt!)


::Eva:: |14:06|

-----------------------------

22 janúar, 2007

Komnar heim frá Stockholmi, borgin kom mér skemmtilega á óvart. Við Hjördís bjuggum í góðu yfirlæti hjá Söndur, Sölva og Ástu og fór helgin aðallega í huggulegheit og skemmtilegheit. Reyndum aðeins að skoða borgina í gær en ég held að ég verði að eiga það inni. Það sem stóð upp úr er snjókastið sem við fórum í á leiðinni niður í bæ á laugadagskvöldið..... var búin að gleyma hvað það er gaman að fara í snjókast, sérstaklega í svona ekta jólasnjó eins og snjóaði í Stockholmi á laugadaginn. Ég er búin að setja myndir inn á myndasíðuna. Það var ekkert farið út að hlaupa og þar með ekkert vilst ;).

Mætti síðan minna fersk á bráðamóttökuna í morgun en fékk stuttu eftir það að vita að ég gæti fengið að fara á vakt á akútbílnum (neyðarbílnum) í kvöld og nótt. Ég var nú ekki lengi að hugsa mig um og dreif mig þess vegna heim til að legggja mig aðeins og jafnvel að læra líka.....


::Eva:: |08:54|

-----------------------------

16 janúar, 2007

Svona til að koma með smá nýjung inn á þessa síðu og á sama tíma að reyna að hafa færsluna svolítið læsilegri en mína þá tók Hjördís að sér að semja næstu færslu;

Hrakfarir okkar í hlaupaferðum halda áfram... Eftir fyrri hlaupaferðir var nú ákveðið að skoða kort vel áður en lagt væri af stað og hlaupa 10-12 km. Magga hljóp fyrstu kílómetrana með okkur og einni mínútu eftir að við skildum við hana áttum við eitthvað erfitt með að sjá leiðina fyrir okkur þrátt fyrir kortaglápið 15 mínútum áður! Við ákváðum að taka leið sem var aðeins upplýst... Eftir nokkrar beygjur sem við töldum hafa verið skynsamar játuðum við okkur sigraðar og spurðum til vegar (að vísu án þess að hræða líftóruna úr einhverjum í þetta skipti). Fyrsta konan sem við spurðum sagði okkur að Hjärup væri þarna lengst í burtu og benti út í buskann. Hún benti okkur síðan á að fara heim til hennar og fá að skoða kort hjá börnunum hennar, þau höfðu jú einhvern tímann hlupið til Hjärup... við ákváðum að sleppa því bara. Eftir nokkur “ursäkta”, nokkrar bendingar og nokkrar útgáfur af “eruðþiðeitthvaðskrítnar-svipum” fórum við að biðja fólk um að vísa okkur bara til Lund Centralen og við ætluðum bara að taka lestina heim... Komumst loks eftir krókaleiðum á Centralen en vorum að sjálfsögðu peningalausar og lestarkortslausar (enda bara í smá hlaupaferð.... sem fyrir áhugasama endaði í einum 18 km.... toppuðum síðustu ferð!). Við ætluðum s.s. að treysta á að verða ekki spurðar um miðann í þessari litlu 4 mín. lestarferð... Á leiðinni horfum við á lestarkonuna nálgast okkur og þegar lestin var að stoppa á stöðinni okkar komst hún að okkur, týpískt! Við urðum náttúrulega vandræðalegastar í heimi þegar hún spurði okkur um miðann og vorum nota bene sveittar og rauðar í framan fyrir! Sem betur fer keypti daman söguna okkar og hafði húmór fyrir henni og hleypti okkur út úr lestinni... Lexíur dagsins eru sem sagt tvær: aldrei að skilja við Möggu Dís í hlaupaferðum og alltaf að hafa lestarkortin með okkur!

Já... svona er lífið spennandi í Hjärup, hlaupaferðirnar það eina sem vert er að blogga um! Það stendur nú til bóta, höfuðborgarferð um næstu helgi og kaffihúsaferð með Sigga verkfræðing á næstunni... mycket bra!


::Eva:: |22:06|


Við ákváðum að prófa T. Lariam (Meflókvín) þessa vikuna. Þetta er forvarnalyf gegn malaríu og hluti af undirbúninginum okkar fyrir Malawi. Ástæðan fyrir því að við erum að prófa þetta lyf núna er að sumir fá mjög leiðinlegar aukaverkanir af þessu lyfi; slæmar martraðir og sumum tilfellum ofskynjanir, auk auðvitað alls annars því auðvitað er lyfjafyrirtækið búið að tryggja sig bak og fyrir og skrá nánast allar aukaverkanir sem þekkjast. Það er hægt að taka annað malaríulyf en það er bara svo rooooosalega dýrt að ef að við þolum þetta lyf þá spörum við töluvert. Það er samt mjög undarleg tilfinning að vera að taka lyf og reyna að finna fyrir eða ekki finna fyrir aukaverkunum. Maður er ótrúlega meðvitaður um allt líkamlegt og andlegt þessa dagana.... stundum kannski einum of mikið...... ég má ekki geispa án þess að ég haldi að nú sé aukaverkunin að koma fram ;).

Annars er komin nokkuð fín mynd á veru okkar hér í Lundi. Þetta háskólasjúkrahús er alveg til fyrirmyndar, þeir vilja alveg allt fyrir okkur gera hérna. Tungumálið er aðeins að bögga mig... ég skil meiri hlutan af því sem fólk er að segja (ef fólk er ekki að tala þeim mun hraðar) en að koma einhverju út úr sér er ALLT annar handleggur.... ég ætla ekki að tala dönsku... ég þykist svo innilega ætla að læra að tala sænskuna en um leið og ég opna munninn og reyni, þá blandast allt saman í eina súpu.... íslenska, danska, enska, sænska og stundum jafnvel þýska..... líður stundum eins og algjörum fávita og finnst alveg óþolandi að geta ekki sagt allt það sem mig langar til.... það er alveg ömuglegt að vera mállaus :(. Fólk er samt með ótrúlega mikla þolimæði gagnvart svona talörðugleikum enda eru mjög margir útlendingar hérna (íslenskir læknar eru þeir fjölmennustu á sjúkrahúsinu hérna á eftir þeim sænsku) og svo ekki sé talað um mismunandi mállýskur..... skánskan er alveg hryllilega ljót en er samt hagstæðari fyrir mig þar sem hún líkist dönsku meira en "venjuleg" sænska.... Magga Dís á meira að segja stundum erfitt með að skilja skánskuna!!


::Eva:: |16:24|

-----------------------------

14 janúar, 2007


Vid Hjordis erum ekki alveg vissar um ad vid eigum ad leyfa Moggu ad hlaupa stytra en vid. Erum buin ad vera i huggulegheitunum i Holte um helgina. Poul og Gitte eru i Jotlandi og lanudu okkur husid og annan bilinn a medan. Buid ad vera algjor snilld, vid erum buinar ad hafa thad svooooooo gott.
En ad hlaupaferdinni..... voknudum i morgun vid lætin i vindinum uti.... veit ekki afhverju vid virdust hafa tekid islenska rokid med okkur hingad.... thad var ekki meiningin!! Storabeltisbruin er buin ad vera lokud i allan dag, bæde bila-og lestarumferd og Øresundsbruin hefur bara verid opin fyrir lestarferdum. Vid akvadum nu ekki ad lata sma vindhvidur a okkur fa og forum ut ad skokka nu rett eftir hadegi. Thad var reyndar alls ekki svo slæmt, hlupum litla hringinn i Vaserne i skoginum vid Furesøen. Thetta er ca 5 km langur hringur og thegar vid vorum bunar akvadum vid Hjordis ad bæta sma hring vid og hlaupa nidur ad Furesøen, en Magga hljop bara beint heim.... tha byrjadi ævintyrid!! Furesøen var engan vegin ad virda landamerkin sin og var komin lengst upp i skoginn, th.e. yfir stiginn sem liggur vid vatnid. Og thvilikur oldugangur!! Vid Hjordis hlupum thvi a stignum i vatni upp ad hnjam!! Hef aldrei sed vatnid i svona miklum ham og eg hef nu buid herna rumt halft ar samtals og mjoooog svo oft labbad tharna um.... thetta var uppahaldsgonguleid farfar og eg for mjog oft med honum tharna um!

Hérna er smá sýnishorn af kræsingunum sem við fengum í gærkvöldi..... elduðum svo góðan mat :). Annars eru fleiri myndir frá því um helgina á myndasíðunni minni (enduðum í nokkuð skemmtilegum fimleikaæfingum í gærkvöldi....). Ég er búin að læsa myndasíðunni minni þar sem opinbera Malawiu-myndasíðan verður í gegnum myndasíðuna mína og vil ég ekki að hver sem er fari inn á myndirnar mínar. En þeir sem þekkja mig og hafa áhuga á að skoða myndirnar mínar er meira en velkomið að hafa samband við mig og fá passwordið :)


::Eva:: |14:22|

-----------------------------

12 janúar, 2007

Þessi vika er langt frá því sem ég hafði ímyndað mér......... reyndar algjörlega andstæðan...... Byrjaði auðvitað á því að sofa síðustu helgina af mér og missti þar af leiðandi af gestunum sem höfðu komið í kvöldmat til að hitta mig :-(.
Mætti síðan á mánudaginn á fyrsta daginn minn á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Verð nú reyndar að viðurkenna að það hefur aldrei verið tekið jafnvel á móti mér á nokkurri annarri deild áður..... Svíar eru alveg til fyrirmyndar þegar það kemur að móttöku á deildum; yfirlæknirinn var búinn að taka nánast allan daginn frá fyrir mig og Möggu. Síðan kom í ljós að við þurftum að láta MÓSA testa okkur þar sem við höfðum verið inni á spítala á Íslandi síðustu 6 mánuði (höfðum reyndar fengið rangar upplýsingar varðandi þetta áður en við fórum út). Það þýddi að við vorum í e-rs konar sóttkví þriðjudag og miðvikudag, reyndar bara Hjördís og ég því að Magga Dís hafði látið testa sig heima. Við vorum reyndar nokkuð duglegar að læra og æfa. Erum t.d. búnar að fara út að hlaupa alla daga í þessari viku og gera fullt af armbeygjum, magaæfingum og upphífingum :-).
Töppuðum okkur síðan algjörlega í dag þegar við fórum út að skokka. Við Hjördís vorum vissar um að við vorum búnar að hlaupa sitt hvorn helmingin í kringum þennan blessaða bæ sem við búum í, þannig að við ætluðum að taka allan hringinn í kvöld. Við lögðum allar þrjár afstað, en eftir ca 5 km (ég var með skrefamælinn minn á mér) ákvað Magga að stytta hringinn aðeins en við Hjördís ætluðum að klára hringinn. Ætla líka að taka það fram að veðrið hérna var ekki alveg upp á sitt besta – Svíarnir sögðu reyndar að við ættum að passa okkur á storminum sem kæmi í dag; frekar mikil rigning og rok en ekki stormur (amk ad mati okkar Islendinga!!)..... við Hjördís héldum amk áfram og áfram og áfram og áfram.......... þar til að við loksins föttuðum að við vorum ekki alveg að enda á þeim stað sem við héldum. En við ákváðum samt að halda aðeins lengra áfram.... við myndum örugglega enda á réttum stað..... eeeeeeeeeeeen það var engan veginn að ganga eftir; enduðum í algjörum hrakförum og hættum ma lífi okkar við að fara yfir lestarteinana (amk að mati Hjördísar ;)), fórum yfir akur sem átti alls ekki að vera blautur (aftur - að mati Hjördísar.....). Að lokum sáum við eldri konu ganga á veginum og ákváðum að spyrja hana til vegar. Ég kallaði á eftir henni; “ursäkta”; hún snéri sér aðeins við en fór síðan að ganga hraðar (það var reyndar myrkur og við vorum báðar klæddar í svört föt (nb með endurskinsmerkjum!!) og ég með svarta húfu dregna frekar langt nidur a ennid thar sem ad vindurinn var svo mikill). Ég reyndi hitt sænska afsökunarorðið sem ég kann; “forlåt”.... það virkaði heldur ekki og við urðum að herða hlaupið til að ná henni..... greyið konan hefur haldið að við ætluðum að ráðast á hana, en sem betur fer náðum við að gera okkur nokkuð skiljanlegar og skýra fyrir henni að við værum gjörsamlega rammviltar (vegirnir vildu engan vegin stefna í þá átt sem við vildum fara). Hún benti okkur á stystu leiðina heim og það voru nú ekki nema einir 5-6 km!! Þannig að þegar við loksins komumst heim vorum við búnar að hlaupa 16 km..... geri aðrir betur!!!


::Eva:: |08:01|

-----------------------------

07 janúar, 2007

Hej allihopa!!

já, þá er maður mættur til Svía-landsins!! Við Magga komum hingað til Hjärup í dag og erum búnar að koma okkur fyrir. Hjördís kemur síðan til okkar í kvöld. Íbúiðin er bara nokkuð notaleg þó að eldhúsaðstæðurnar séu nokkuð frumstæðar, en það reddast nú allt. Skruppum aðeins til Lundar að sjá hvort að Magga rataði upp á sjúkrahúsið, það gekk nú bara eins og í sögu hjá henni :).

Helgin í Holte var rosalega róleg og fín. Ég fékk stórkostlegar móttökur í Kastrup. Tvær prinsessur komu hlaupandi á móti mér með opna arma um leið og ég kom út úr tollinum og kölluðu yfir alla fríhöfnina "GUUUUUULLLEMOOOOOR"..... hefði ekki getað fengið betri móttökur. Fórum síðan til Holte þar sem ég gjörsamlega dó. Síðasta vikan mín á Íslandi var rosaleg; vinna, pakka, kveðja, hittingar, skipulagning, sjónvarpsviðtal og tilheyrandi spenningur einkenndi síðustu dagana og það var ekki fyrr en eg kom heim til Holte að það rann upp fyrir mér hversu lítið ég hafði sofið..... enda var ég send upp í rúm þar sem ég svaf í rúma tvo tíma fyrir kvöldmatinn og síðan sofnaði ég strax aftur upp í sófa eftir kvöldmatinn og vaknaði bara rétt til að færa mig niður í rúmmið..... held að ég hafi sofið í um 14 klst..... því miður voru Rikke og Dorthe í kvöldmat og náði ég nú ekki að tala mikið við þær..... verð að bæta þeim það upp seinna.


::Eva:: |20:21|

-----------------------------

06 janúar, 2007

Jæja, thetta er nu halfpartinn eins og vera komin heim ad vera herna i Holte og er eg bara ad vinna i ad endurhlada mig.... nadi ad sofa 13 klst i nott matargestunum minum til mikilla anægju :/.

Verd med danska simanummerid mitt amk til ad byrja med; +45 30298712. Sidan endilega ad fylgjast med stulkunum i Malawi, sjaid her.


::Eva:: |13:48|

-----------------------------








Skiferie i Schweitz
Århus i februar
Dåb i Jelling
Stockholm
Week-end i Holte
Jólin og áramótin
Skíði á Akureyri
Bruxelle
Björgunaræfing
26.-29. oktober
Þingvellir
Á Spáni
Haustpartý
Albrechtsen Cup 2006
Dalvík
Lónsöræfin
Hvannadalshnjúkur
Rafting
Hornstrandir
Albrechtsen Cup 2005
Marokkó
Páskar/Påsken 2004
31.3-2.4
26.-28. marts
Proflokadjamm
Jolin/Julen 2003
Jolaparty FH
FH-party/ovissuferd
Bekkjarparty












Læknanemar
Einkabankinn
FH
Röntgen Dómus
Rikkes Kig Ind
Senda sms
Forvarnarstarfið
Altavista
Símaskráin
Blogger
Mogginn